Tuesday, June 11, 2013

hæ! það er komið sumar, ef það er að fara framhjá ykkur.
ofnæmið er farið að láta á sér kræla, það er graslykt í loftinu og ég fór í göngutúr á peysunni í dag (reyndar fór að rigna stuttu síðar en við skulum alveg líta framhjá því. sumarið er samt komið og hananú).
undanfarnir dagar hafa verið algjört partý... bókstaflega! ég er enn að jafna mig á sál og líkama eftir þennan mikla fögnuð en hér var haldið upp á útskrift og afmæli um helgina. útskriftin var mín, afmælið sigurjóns. 
hér má svo sjá okkur á laugardagskvöldinu, rétt fyrir títtnefnd partýhöld, rómantískt úti að borða í pylsuvagninum fyrir utan húsið okkar. ástæðan fyrir þessu havaríi var nú enn eitt tilefnið, en við áttum sjö ára kæróafmæli þessa helgi. legg ekki meira á ykkur. (já, ég lít út fyrir að vera misþroska, afsakið það).
ég var svo ekki viss hvort ég kæmist fram úr í morgun og hefði að öllum líkindum ekki gert það ef ekki væri fyrir gólandi hund í hlandspreng, svo þreytt er fraukan. 

partýhaldi var þó formlega lokið á sunnudaginn, en þann dag nýttum við hjónaleysin í notalegheit. fundum hálfgerða sveit í miðri borg með kjarri og gönguleiðum, útsýni og mosabreiðum og gengum þar í mígandi regni og hita.
ekki verra að þarna var líka að finna hundasvæði þar sem flóki gat leikið lausum hala, frelsinu feginn. allir glaðir, allir græddu. helga frænka bauð svo í afmælisbrauð og söng.

nú bara verð ég samt að fara að sofa. það verður ekki bara hundur í spreng sem dregur mig fram úr á morgun heldur þarf ég sömuleiðis að mæta til vinnu. það sem ekki er á mig langt krakkar. svei mér þá! 
en þessi er sætur svo þetta er allt í himnalagi.

No comments:

Post a Comment