Tuesday, July 24, 2012

ég er hér!
sumarið er bara ekkert sérstaklega bloggvænn tími, þið fyrirgefið.
margt hefur þó gerst á þessum dögum sem hafa liðið frá síðustu skrifum, en svo sem ekkert stórvægilegt. merkilegast er samt að sjálfsögðu afmæli fraukunnar! loksins orðin tuttuguogsexý.
fyrirhugaðri afmælisútilegu okkar hjónaleysa var þó frestað, bæði vegna veðurs en einnig spilaði svæsið ofnæmi þar stórt hlutverk. þar að auki föttuðum við sigurjón hversu tjúllaðslega kjút og skemmtilega vini við eigum í borginni og ákváðum við því að fara hvergi og njóta helgarinnar með hópnum. ég fékk  afmælismat, drykk úr afmælisglasi og rosalegustu afmælissúkkulaðiköku seinni ára. hún smakkaðist jafn vel og hún lítur út fyrir að gera! (því miður var ég samt ekki klædd í þetta gamla afmælisdress mitt). 
gaf sjálfri mér að sjálfsögðu afmælisgjöf og í þetta skiptið uppfærði ég símagírinn. ógeðslega er ég montin. hólímól.
stiklað á stóru og ég ætla að láta myndirnar tala sínu máli!
fór á útitónleika í hljómskálagarðinum. 
fór norður á akureyri.
gæsaði þennan snilling!
drakk mojito í heitum potti.
skrifaði aumingjalegasta kort í heiminum. 
 hélt austur í sveitina til tengdó og var þar handlangari smiðsins.
á meðan flóki hljóp frjáls um túnin, át skít, mýs og gras. eins og gefur að skilja liggur hann í þunglyndi eftir að við komum aftur heim. greyið. 

Monday, July 2, 2012

nýlega (lesist: í fyrradag) uppgvötaði ég ilmkjarnaolíur og þann mátt sem þær búa yfir. ég get ekki með nokkru móti skilið af hverju enginn hefur frætt mig um þessi undur fyrr eða hvernig ég hef látið málið svona algjörlega framhjá mér fara! það er ekki beint hægt að segja að þetta séu ný vísindi. en betra er seint en aldrei, ekki satt?
eftir þessa ljómun líður mér eins og ég sé komin með fingurna í einhverja töfra og geti nú með þessum galdraseyðum komið í veg fyrir og lagað alla mína kvilla. eftir stutta stund verð ég svo pottþétt komin með rannsóknarstofu í húsið á horninu og farin að búa til alls konar sprengjur (?) og krem, farin að eyma þetta sjálf og selja. (aðeins of dramatískar lýsingar? ég verð í það minnsta komin með fleiri en eina tegund, eins og leikar standa í dag). strax á fyrsta degi er ég þó allavega farin að meðhöndla sigurjón greyið, fyrir utan náttúrulega sjálfan mig!
æj. hvað samt með flóka? fer í það á morgun að lesa mér til um hunda í þessu samhengi og malla eitthvað fínt fyrir hann.


en þangað til ilmkjarnaolíumall hefst að fullu ætla ég að byrja á þessu. virkar auðveldara en næsta verkefni og lítur út fyrir að vera sumar í krukku, sem er dásemd. ekki veitir af þegar veðrið er eins og það var í dag, grátt og guggið.