Thursday, May 30, 2013

halló heimur!
ég var að koma úr vikulangri berlínskri stelpuferð og þegar svoleiðis er þá gefst sko enginn tími til þess að vera atvinnubloggari eins og ég er nú vanalega. (hehemm). 
ferðin var eins og draumur og demantar, fyrir utan það að ég tók vegabréf mannsins míns með mér út á völl og skildi mitt eftir heima. tittlingaskítur. en við komumst ytra og þræddum glaðar götur berlínarborgar, versluðum heilan andskotans helling, drukkum bjór og misgóða kokteila, hlóum á okkur magavöðva og dilluðum okkur. en tilgangur ferðarinnar var þó meiri og merkilegri en svoleiðis slæpagangur. sagði einhver tónleikar á beyoncé? rétt!
muniði þegar ég skrifaði þetta
ég er enn skotnari í henni núna. alveg milljón stigum. ég tók upp opnunaratriðið hennar og gerði þau miklu mistök að horfa á vídjóið með spúsa mínum eftir að ég kom heim. óhljóðin sem ég gef frá mér þegar konan kemur á svið eru álíka þeim sem heyrast þegar kona eignast barn. grínlaust. nú er ég viss um að sjonni er að plana það að fara frá mér því hann heldur að ég sé að ljúga til um aldur og ég sé í alvöru bara 12 ára gelgja. það verður þá bara að hafa það, ég hef allavega hitt (já, ég ætla að segja hitt) beyoncé. 

kveðjur frá katalógstelpunni.


No comments:

Post a Comment