Sunday, March 30, 2014

síðustu helgi fórum við sjonni prúðbúin og brosandi í hörpu til að líta á það sem að hönnunarmars hafði upp á að bjóða. sagan væri nú kannski ekki mjög merkileg ef ekki væri fyrir þær sakir að hönnunarmars var alls ekkert í gangi síðustu helgi, hátíðin var sett á fimmtudaginn var. eftir að hafa rambað um svæðið, klórað okkur í kollinum og áttað okkur á misskilningnum gengum við út úr galtómri hörpu og tókum kolaportsrúnt. dagurinn var því ekki alveg glataður. 

en hvað um það. þessa helgina fengum við annað tækifæri til þess að svala menningarþorsta okkar og gott betur en það. við tókum að sjálfsögðu annan hring í hörpu, nú með ögn fleira fólki en helgina áður. menningarlætin mögnuðust svo heldur betur þegar við fórum á klikkaða sýningu hjá viktoríu vinkonu minni, sáum annars árs einstaklingsverkefni hennar af sviðshöfundabraut. 
kirsuberið á toppnum var svo herdís frænka, en hún sýndi hluta af vörulínunni sinni í epal í skeifunni. ég mæli eindregið með því að þið skoðið fínu fínu hlutina sem hún hefur upp á að bjóða, en hægt er að skoða allt góssið á bimbi.is. hillurnar þykja mér sérstaklega fallegar, ég þarf bara aðeins að gera upp hug minn hvort ég ætla að vera með glæra eða hvíta í herberginu sem litla hjartað fær í framtíðinni. það er þó alveg ljóst að margföldunar- og stafrófsspjöldunum verður komið þar fyrir. 

annars er ég svona aðeins farin að láta hugann reika, hreiðurgerðinn komin af stað. hef ákveðið að vera með þema í herberginu og í ljósi þess að sú stutta verður fær líklega viðurnefnið prinsessan þá ákvað ég að skoða svolítið mublur og skraut eftir því. samt bara látlaust, bara eitthvað svona! myndi örugglega sleppa lampanum en annars finnst mér þetta bara fullkomið. 

Monday, March 24, 2014

letin nær stundum svo föstum tökum á mér að ég nenni varla að draga andann og því miður er svoleiðis letiský yfir mér þessa dagana. ástandið er svo slæmt að ég rétt ræð við að svara tölvupóstum, hvað þá meira. að taka upp skólabók og lesa aðeins er mjög fjarlæg hugsun. stór hluti letinnar er samt veðrinu að kenna, alveg dagsatt. mamma og pabbi ætluðu nefnilega að koma í heimsókn um helgina en sátu í staðin föst á akureyri, þannig að ég er eiginlega enn miður mín. svo er allt svona frekar grátt hér í höfuðborginni og það er nú ekki til að kæta neina fýlupúka eins og mig.

en hvað um það. ég ákvað að vaska upp fyrir ykkur kæru vinir og taka mynd af hinum helming opna rýmisins - eldhúsinu.

við flóki litli erum sérstaklega sæt á þessari mynd - en hún er sú eina sem er til af eldhúsi fyrir flutninga og málningavinnu. (nb. ég kem aldrei til með að skilja almennilega líkamsstöðuna sem hundurinn er í þarna). 
þetta er sá hluti íbúðarinnar sem að kemur til með að fá hve mesta andlitslyftinguna. eldhúsinnréttingin virðist kannski ágæt í fjarska, en hún er eiginlega langt frá því að vera ágæt. á þessari mynd má til dæmis sjá 3 mismunandi viðartegundir í henni en í henni leynist meira að segja ein til viðbótar. skáparnir eru furðulega staðsettir og hún er farin að láta verulega á sjá. þegar við höfum safnað pening þá verður henni því skipt út, gert er ráð fyrir að það gerist árið 2043. 
hér má svo sjá eldhúsið eftir flutninga. það mátti reyndar strax sjá mikinn mun eftir að súlan var máluð en það rétt glittir í hana lengst til vinstri á báðum myndum. það tók okkur tengdamömmu ekki nema svona 10 klst. og brjálæðislega marga lítra af málningu að sigra þennan appelsínugula skelfi.
fljótlega verður svo haldin keppni á sogaveginum, þar sem einu þátttakendur verðum við sjonni. planið er að teikna eldhúsið upp í tölvunni og leika sér svo í því að hanna og raða, ásamt því að fá upp áætlaðan kostnað. ég ætla að sjálfsögðu að hafa það að mínu markmiði að vera með svona tómt gat fyrir uppþvottavél. finnst það svo sjarmó.

Tuesday, March 4, 2014

sko. mér finnst bara allt í lagi að ég hafi borðað heilan pakka af toffypops kexi. ég borða ekkert bollur (nema berlínarbollur) og hef því ekki fengið mér neitt svoleiðis góðgæti. kexið var þannig bara skaðabætur, í rauninni. 
hvað!?

eitthvað var ég búin að lofa myndum. þið fáið þær bara smám saman, eftir því hvernig ástandið er á íbúðinni hverju sinni. hér má sjá stofuna, galtóma og drungalega í janúar. myndin er tekin úr eldhúsinu, en stofan og eldhúsið er bara eitt stórt rými. það er eitthvað sem okkur langar að breyta í framtíðinni, loka eldhúsinu aðeins af, þó ekki sé nema með eyju eða einhverju smáræði. en það er nú seinni tíma hausverkur. 

þessi mynd var svo tekin í fyrradag, í birtu, sem er svolítið svindl. þetta er smá eins og árangursmyndir af fitnessdufti, seinni myndin fegruð en akkúrat og nákvæmlega ekkert gert fyrir þá fyrri.
svo hefði ég náttúrulega átt að taka myndina frá sama sjónarhorni og þessi að ofan, en ég geri það bara með næsta rými. hér fáiði allavega að njósna smá. sjónvarpið er á veggnum nær mér (og sést því ekki) og þar á string hillan umrædda að hanga... þegar ég hef eignast hana... aha! 
svo sést það kannski ekki en suðurveggurinn er málaður í öðrum lit en restin. hann átti upphaflega að vera dekkri, en við fengum ekki litinn sem við vildum. þessi fór því á en ég geri ráð fyrir því að mála hann áður en langt um líður (langt er samt teygjanlegt hugtak).
þið afsakið myndgæðin. þið lifið. ég veit það.

svo á pabbi afmæli í dag. hann er líklega besti pabbi í heimi.