Monday, November 19, 2012

einhver sérstök ástæða fyrir því að ég á ekki þessa peysu haldiði?
væri samt brilliant ef ég myndi finna hana í svörtu. og svo enn meiri snilld ef ég gæti fengið svona slaufu fyrir flóka. hann á jú afmæli í kringum jól!



uppfærsla:
SLAUFAN ER FUNDIN!

Friday, November 9, 2012

hæ!
það er alveg tryllt að gera þessa dagana, svona eins og nóvember sæmir. áður en önnin byrjaði settist ég niður með sjálfri mér (eða nei, ég hugsaði þetta bara á meðan ég labbaði... en allavega) og ákvað að þetta misseri yrði ekki eins og öööll hin. þennan vetur ætlaði ég að vera toppnámsmaður og svitna dugnaði. þess vegna ætlaði ég sko að:
- læra á föstum tímum, alla daga, lengur ef ég var ekki að fara að vinna.
- mæta lesin á fyrirlestra, alltaf. 
- uuu... mæta í tíma, alltaf.
- sleppa því að vera í tímaþröng með verkefni og skila tíu mínútur í miðnætti, alltaf. 

að sjálfsögðu hefur ekkert af þessu staðist, nema þetta með mætinguna. (klapp á mitt bak frá mér). svo tók ég einhvern veginn ekki inn í formúluna, þegar ég átti þetta samtal við sjálfan mig í september, að 50% vinna er alveg frekar mikið með svona mörgum einingum. ég gæti ekki mætið lesin og verið með fasta námsklukkutíma í sólahringnum þó það væri milljón í boði (ó þetta minnir mig á að nú ætla ég að kaupa lottó!).

en staðan er að skána. ég er búin að skila verkefnum vikunnar og langt komin með annað. ég er búin að opna leslistann fyrir einn áfangann og sjá hvað það er sem ég á eftir að gera (!) (hefði hugsanlega ekki átt að gera það á annars ágætum föstudegi).
og síðast, en ekki síst, er ég búin að sækja um BA skrif. 5 ára grunnnámi mínu (sem er samt bara 3) fer senn að ljúka. og nei, þetta eru ekki ýkjur og nei ég er ekki að læra lækninn. ég bara byrjaði að læra í danmörku, fyrir mörgum árum. flutti svo heim og þurfti að taka pásu í 2 ár af því að kæró var að klára námið sitt úti og annirnar milli landa sköruðust og alls konar sjitt. og svo fékk ég bara 68 einingar metnar, af 120 sem ég var þegar búin með. samasem, 3 ára nám varð að milljón.

og það er að klárast! (eða sko, í júní á næsta ári).