Monday, October 22, 2012

ó hvað það er gott að eiga góða tónlist til þess að hlusta á þegar það dimmir orðið svona snemma og yfir manni hanga endalaus verkefni og ritgerðir. 
ásgeir trausti gerði náttúrlega allt tryllt þegar hann gaf út plötuna sína um daginn, skiljanlega. ég hlusta mikið á hann þegar ég er að bugast og langar að gráta aðeins (djóklaust þá græt ég voða mikið þegar ég er að skólabugast og set svona hugljúfa og rólega tónlist á. græt smá og svo er ég bara góð og get farið aftur að læra. there, i said it! svona hefur þetta alltaf verið, alla mína skólagöngu. oh ég er svo hörð af mér!).

tónlistin hans minnir mig á svo margt. hann hefur aldrei farið leynt með það sjálfur að bon iver er í miklu uppáhaldi hjá honum og innblásturinn er greinilegur. ég heyri það sérstaklega í lagi númer 5 - hljóða nótt. það er líka mjög gott grátlag ef út í það er farið. 
nokkur stef minna mig á sigur rós og rafhljóðin í hærra og að grafa sig í fönn eru svipuð þeim sem má heyra í eldgömlum hjaltalínlögum.

en fyrst og fremst er hann náttúrlega bara hann sjálfur og á algjörlega skilið alla þá athygli sem hann hefur fengið undanfarið. þvílíkur talent sem þessi strákur er! svo er plötuhulstrið líka fínt.




þetta er uppáhaldið mitt, án efa!

Monday, October 8, 2012

meistaramánuður er einhvern veginn ekki minn tebolli. bæði finnst mér nafnið fremur hallærislegt og þar að auki þykja mér markmið þátttakenda flest öll eins. það virðist því ekki þurfa frumlegheit og sjálfstæða hugsun til þess að fá titilinn meistari, ef allt er sem sýnist. það sem ég sé hvað mest af eru plön um að vakna fyrr, drekka minna (og jafnvel ekkert) áfengi og hreyfa sig meira. fyrir mér hljómar þetta nú bara eins og eitt stórt samviskubit sem fólki finnst það þurfa að saxa aðeins á. (svo held ég að þetta geri október bara leiðinlegri... og alla þreytta). 

ég ætla þó ekki alveg að henda þessu í flórinn (ó! þetta er nýr málsháttur sem ég bjó til rétt í þessu) og bæta því við að sum markmiðanna sem ég hef séð eru bara frekar flott. breytir því ekki að mér finnst þau bara eiga að tilheyra öllu árinu en ekki bara 1 mánuði af 12, en ég tek viljann fyrir verkið. til dæmis finnst mér bara fallegt þegar fólk setur sér það sem markmið að hringja oftar í ömmu sína og afa, vera jákvæðari eða duglegri að sýna vinum sínum hvað þeir eru manni dýrmætir. það er alveg kúl! ég er alveg að reyna að taka svona ákvarðanir líka, þó svo að ég nenni ekki að flokka það sérstaklega sem markmið októbermánaðar. 


þið fattið hvað ég er að fara, er það ekki..?

en nú ætla ég að koma með hugmynd fyrir alla, hvort sem að þeir eru að taka þátt í meistaraverkum næstu daga eða ekki.
mér finnst að allir ættu að taka þetta til sín og hafa sem hluta af komandi dögum. pæla aðeins, glugga og skoða til þess að vera tilbúin þann 20. október. 




og ef þú ert að hugsa núna að þú vitir ekkert um þetta og þetta komið þér ekki við, hættu því þá. þetta kemur þér við og það er auðvelt að kynna sér um hvað málið snýst!
þetta er stjórnarskráin - hún kemur öllum við.

að lokum. góðan október, meistarar sem og aðrir!