Tuesday, December 20, 2011

það er ennþá smá sæluvíma í kroppnum á mér frá því á föstudaginn. jólafrístilfinningin er engu lík! (ég er dramatísk í desember eins og sjá má á myndinni að neðan, sorrý).


mér gekk vonum framar í prófinu sem að gerði daginn enn sætari. þar að auki keypti ég mér "tilhamingjumeðpróflok" leðurjakka (hef aldrei átt leður!) og ég fann nammi í skólatöskunni á leiðinni heim! gerist nú ekki mikið betra en það...
ég fattaði líka leyndó háskóla íslands. þannig er mál með vexti að ég get ekki haldið einbeitingu allan þann tíma sem ég sit inni og þreyti próf, bara alls ekki. hugurinn fer alltaf á flug og ég fer að fylgjast með öllum í kring um mig. athuga hvort að fólk sé með penna eða blýant, hvort það sé að fríka út eða skrifa á fullu og hverjir fara úr skónum og setja fæturnar upp í stól. undantekningalaust hef ég séð einhvern sem er búinn á fáranlega stuttum tíma! reglurnar eru svo þannig að enginn má yfirgefa stofuna fyrr en klukkustund er liðin af próftíma þannig að viðkomandi situr bara og dillar löppunum í sirka hálftíma. í mínum haus er ekkert venjulegt að klára 3 tíma próf á 30 mínútum!
þetta, lesendur góðir, eru prófhérar háskólans! þeir virkar svona eins og hérarnir í langhlaupum, sem að eru með góða forrystu þar til hlaupið er langt komið og þá rjúka þeir af brautinni. prófhérar virka alveg eins. þeir skrifa og skrifa og skrifa... stroka út á milli með miklum látum og skrifa svo aðeins meira. þykjast örugglega fara yfir prófið, pakka svo öllu og eru tilbúnir þannig að allir sjá það. þetta setur ákveðna pressu á okkur nemendur (hérinn er ekkert alvöru nemandi) og við skrifum enn meira og enn hraðar. hvort þetta lætur okkur skrifa eitthvað af viti hef ég enn ekki alveg náð að skilja, en ég fæ örugglega svar við þeirri spurningu minni á vorönn.
hvar ætli maður sæki um þetta starf?

Monday, December 19, 2011

jólafríið mitt er byrjað.
nýbakaðar smákökur, mjólk og bíómynd.
töluvert meira krúttlegt en síðasta færsla...

Tuesday, December 13, 2011

framhald síðastu skrifa:


hárið á mér er enn hreint og ég er með mjög fínan púls. borða bara ísblóm með kókópöffsi (já blandað saman og það er gúrme!) og syng með morgunútvarpinu. set svo í þvottavélina og helli upp á. inn á milli les ég svo smá og glósa ef mér finnst það við hæfi þann klukkutímann.
en hvað er það sem að gerist þegar svona langt er í próf og tíminn virðist endalaust?
jú, góðir hálsar - maður fer að mindmappa (íslenskað: kortleggja) í höndum þrátt fyrir að eiga fullt af efnilegum og fínum glósum!



við sjáum það líklega öll hvert þetta stefnir, er það ekki? ég gaufast svona og föndra fram á síðustu stundu og þarf svo að vaka nóttina fyrir próf því í raun hef ég ekkert lært af þessu dúlleríi. aldrei get ég lært af mistökunum! ég skrifa bara um þau.

ps. ef þið haldið að ég sé aftur komin í kaffióefni, þá er það ekki tilfellið. augun á mér eru svona af því að ég er að gera "ég-er-brjálað-hissa-á-sjálfri-mér" svip. hann er svona eins og o í laginu og einhvern veginn verða augun líka eins og o.
ok. gæti verið að ég sé líka smávægilega kaffitjúllið, viðurkenni það.

Monday, December 12, 2011

síðasta vika er sem betur fer liðin, hún var viðbjóður. fjögur lokapróf á átta dögum er engan veginn eitthvað sem hljómar spennandi... eða það hljómar kannski einhvern veginn en það er alls ekki spennandi. 
þið, kæru lesendur, græðið þó á þessu eins og svo oft áður því að ég ætla að gera fyrir ykkur lítinn lista, sem í raun er 5. kafli í "what not to do" bókinni minni.


a) ekki slugsa alla önnina, halda að þið séuð miklu klárari en þið í raun eruð og vera svo með allt niður um ykkur nokkra klukkutíma fyrir próf. ég var svolítið svona, það endaði bara illa og púlsinn fór aldrei niður fyrir 300 alla síðustu viku. þá er ég að tala um hvíldarpúlsinn, ekki eftir kaffiþamb og gym. það er voðalega óþægileg staða.


b) ekki mæta (nánast) ósofin í próf. þetta er nú gömul og klisjukennd tugga en hún er bara alveg hreint hudrað prósent sönn! ég prófaði þetta, tvisvar, og var allan próftímann á varðbergi hvort ég væri að fá blóðnasir (það væri þá heilinn að leka.  var þetta of ógeðslegt?) og þurfti að halda augunum opnum með puttunum og þá gat ég ekkert skrifað á meðan, sem kom mér í klemmu!


c)  ekki sleppa því að borða, þó að ykkur sé óglatt af svefnleysi og stressi. reyniði nú að koma einhverju niður! ég prófaði þetta líka tvisvar... sömu tvö skiptin og ég svaf ekki svona ef þið tengduð það ekki og það truflaði mig mjög. ég varð svöng þegar prófið byrjaði og stressið hvarf og þá byrjaði allt að gaula. lætin!


d) ekki gleyma því að taka lýsi! (hérna ætlaði ég að skrifa - takiði lýsi en mundi svo að þetta er what not to do listi).


listinn er kannski voðalega venjulegur og eitthvað sem við höfum öll heyrt en mér fannst betra að koma með svona konkrít dæmi til að þið gætuð tengt betur við þetta.


eitt próf eftir og nægur tími til að lesa undir það. voðalega er ég hamingjusöm hvað það varðar. hárið á mér hreint, ég get fengið mér að borða og hent í þvottavél og samt er púlsinn fínn. 

Tuesday, December 6, 2011

hárið á mér er að detta af.
ég er með fjórar bólur og eina hálffrunsu.
ofninn í stofunni er bilaður, það er -10 gráður úti og því er ég klædd í um það bil öll fötin mín.
próf í dag, próf á morgun og lítill svefn á milli.


hæ desember! ætlum við aldrei að ná að vera vinir?

Monday, November 28, 2011

jólalausn í boði dagnýjar:
það er óþarfi að endasendast í tíu búðir til þess að kaupa sprey og greni, köngla og lím, allt til þess að búa til einn auman aðventukrans. mitt ráð til ykkar er þetta.
fariði í tiger, kaupið fjögur mjög stór kerti í jólalegum litum (rauð, græn, fjólublá... hvít?)
merkið kertin með númerum frá einum og upp í fjóra (jafn margir og aðventusunnudagarnir eru) og þið eruð komin með "krans" sem að endist í að minnsta kosti fimm ár. en það fer smá eftir notkun. 



ég er ekki bara hattastandur, það get ég sagt ykkur.
ef ég væri með svona "fljótlegt&ódýrt" þátt á rúv þá væri þetta það fyrsta sem ég kæmi með. hugsanlega það eina líka...

Sunday, November 27, 2011

hingað og ekki lengra! ég verð að eignast barn til þess að geta sett það í prjónahólk með eyrum. íííí!
annar möguleiki og kannski aðeins eðlilegri er að fá barn lánað (passa það, hvað sem þið viljið kalla þetta) og klæða pattakornið í svona stykki.
þriðji möguleikinn er reyndar líka til staðar. ég er með rosalega lítið höfuð, þannig að ég kæmist að öllum líkindum í smábarnaútgáfuna af þessu og gæti þannig bara notað þetta sjálf!



sama hvað - þessi flík verður bara að fá að njóta sín.

Thursday, November 24, 2011

á hverju ári, í nóvember og desember, fyllast fjölmiðlar af "hvað-er-best-að-gera-fyrir-jólin" ráðum. hvernig eigum við að missa 7 kg. á 24 klukkutímum, hvaða ís er best að gera fyrir fjölskylduboðin og hvaða gjöf er skynsamlegast að kaupa þetta árið. 
hvar er best að verlsa, hvenær er best að versla, í hverju við eigum að vera og hvernig hár er mest töff. 
því miður er ég  alls kostar óhæf um að veita slíka fræðslu og því verðið þið að treysta á þau ráð sem til eru í þessum efnum. 

hins vegar get ég komið í veg fyrir að þið gerið alls konar gloríur með því að deila reynslusögum. (á elnagloz minnti ég fólk reglulega á að vera ekki í úthverfum fötum og þvo tannkremið úr andlitinu áður en það hitti ókunnuga, svo að dæmi séu nefnd).
nú er komið nýtt ráð, sem að gildir allan ársins hring:
í gær ákvað ég að brjóta upp lærdóminn með því að hreyfa mig aðeins.
nei, ég ætla að byrja á því að segja ykkur hvað ég elska að fá mér gott kaffi. ég hreinlega stenst ekki gott kaffi en ef ég er orðin mjög þyrst í það þá finnst mér uppáhellt hérna heima hreint ekki svo slæmt. í gær var svolítið þannig stemning, mig langaði sjúklega í kaffi svo ég tók mig til og hellti upp á. þegar ég svo loksins fæ kaffi þegar ástandið er svona, þá þamba ég það. ég drekk heilan, stóran bolla eins og skot! það var nákvæmlega það sem ég gerði... tvisvar. ég drakk tvo risastóra kaffibolla á ógeðslega stuttum tíma og fór svo í líkamsræktartíma.
þar var einhver svona extra hraður og erfiður tími þar sem ég reyndi ógeðslega mikið á mig (það má vera að þetta sé aðeins kryddaður kafli, en ég var samt alveg að kúka á mig) en stuttu eftir að því helvíti lauk fór mér að líða ógeðslega illa! ég rétt náði að labba heim, röfla eitthvað við útidyrahurðina og láta sigurjón hleypa mér inn (ég gat ekki náð í lyklana mína í vasanum) og svo lá ég í forstofugólfinu í hálftíma. mér var sjúklega kalt og óglatt, ég gat ekki lokað augunum því mig svimaði svo og ég hafði ekki þrek í það að klæða mig úr skónum. ég hristist líka smá. 
sigurjón bauðst til þess að gera hitt og þetta fyrir mig en endaði bara á því að taka myndir af mér. (sem ég myndi setja inn ef þær væru ekki í símanum hans, ég kann ekki á það tæki).
eftir töluverðan tíma náði ég svo áttum og gat staðið á fætur og hent mér inn í stofu. þetta leið svo hjá smám saman en ég held að við getum öll séð hættumerkin hérna. þeim er hægt að skipta í þrjá flokka:
a) ekki fara í allt of erfiða tíma í ræktinni ef þið eruð ekki í góðu líkamlegu formi. 
b) ekki (!) þamba sjúklega mikið kaffi rétt fyrir átök, nema þið óskið eftir hjartsláttartruflunum. sem mér finnst mjög ólíklegt.
c) ekki gefa maka ykkar myndasíma, það mun koma í hausinn á ykkur. 

ef þið hins vegar gerið þetta og lendið í svipuðu tremma og lýst er hér að ofan, þá skuluði bara halda ró ykkar. þetta líður hjá.

Sunday, November 20, 2011

ekki nóg með það að hún sé sjúklega og tjúllað falleg heldur eru hún líka með mislit augu.
það er um það bil það svalasta sem ég veit um. eitt grænbrúnt og annað blátt.
hún er eins og hefðaköttur!



kate bosworth, ég er mjög skotin í henni.


annars er ég ekki skotin í þessum árstíma. skammdegi á ekki við mig og það huggar mig ekki neitt að "kveikja á kertum og hafa það kósý". ég get alltaf gert það - líka þegar það er bjart.
ég á mjög erfitt með það að vakna þegar það er enn dimmt og rumska ekki almennilega fyrr en birtan nær að brjótast fram. því er mikið um snús og vol hér á morgnanna.


en það er samt margt gott. jólafríið er rétt handan við hornið, kaffið er heitt á könnunni, hér eru til bingókúlur og erla litla er í heimsókn.




ég er kannski ekki alveg hlutlaus, en ég held við getum flest verið sammála um það að hún nær alveg inn á topp sjö listann yfir sætustu systur í heimi! 

Tuesday, November 15, 2011

þegar myrkrið er mætt klukkan fjögur og það er mikið að gera í skólanum þá er gott að eiga eina sex ára skádóttur sem alltaf er hægt að stóla á.
ég sunnudaginn kom hún færandi hendi með blómvönd og vel valið kerti til að óska okkur til hamingju með flutninga. betty crocker kerti (sem ég vissi ekki að væri til, en er engu að síðu sniðugt því það er mun hitaeiningaminna en kökurnar frá henni!) með úthugsaðri eplalykt. það skapar svei mér þá svolitla jólastemningu hérna í húsinu á horninu.




svo bjó hún til vinaarmband handa mér, úr rörum.
að sjálfsögðu tók ég mynd af herlegheitunum.




-


lítil útgáfa af sparidís og fáguðu fraukunni.

Monday, November 14, 2011

mikið sem það verður fínt að komast í jólafrí - ég var búin að gleyma því hvað það eru alltaf miklar tarnir í skólalífinu. 
í þessari viku er ég sem sagt að skila fjórum verkefnum og fer auk þess í eitt próf. fyrir utan það er ég byrjuð að stressa mig upp fyrir lokaprófin. ég sverð það, finn fyrir frunsunni koma sér pattaralega vel fyrir á vörinni á mér. 

en í öllu þessu amstri vel ég nú alltaf að gera eitthvað aðeins gáfulegra en að setjast bara niður og læra. ég ákvað því að prófa hot yoga!
ég hafði nú eitthvað heyrt um þessa tíma og hef meira að segja prófað einhvers konar yoga hér um árið! mér fannst fólk nú full dramatískt í lýsingum sínum og taldi þetta lítið mál. var mætt í ræktina á sunnudagsmorgni með stórt handklæði og í engum sokkum. salurinn var notalega heitur... til að liggja og slappa af. 
fattaði svo þegar líða tók á tímann og æfingarnar voru farnar að vera hraðari, að hann var 90 mínútur en ekki 60 - eins og ég hélt í upphafi. smávægilegur feill.
kennarinn talaði tungumál sem ég skildi hvorki upp né niður í og þess vegna hermdi ég bara eftir stelpunni fyrir aftan mig, sem ég sá reyndar bara þegar við vorum í einhvers konar hundastellingu. hluti æfinganna voru því svolítið frumsamdar hjá mér.
smám saman fór ég svo að fatta hvað það var í raun heitt þarna inni og ég byrjaði að svitna... og það bara hætti ekki! ég var eins og nýkomin úr sturtu, það lak af mér alls staðar! eftir svona 64 mínútur fór þetta bara að vera óþægilegt. ég gat ekki snert handklæðið, var komin með rúsínuputta og sveið í andlitið og augun af svita.
það var ekkert þurrt nálægt mér svo að ég varð bara að svitna í svitann. íhugaði samt að þurrka mér í parketið en taldi það ekki svo góða lausn, þannig að ég hætti við.
á tímabili var ég hrædd um að svitna húðinni af! ég athugaði líka flúrið nokkrum sinnum til að sjá hvort það hefði skolast í burtu!


niðurstaða þessa tíma var:
a) ég ætla aftur, því þetta var gott fyrir líkamann. sérstaklega satans bakið á mér sem er að gefa sig. 
b) 60 mínútur henta mér líklega betur. hefði átt að athuga það fyrir tíma. eftir að sá tími er liðinn verður maður bara ruglaður og svimar.
c) verð að muna að fara aldrei með maskara í þessa tíma.
d) drekka meira vatn - bæði fyrir og eftir. þegar ég kom heim var ég með hellaðan hausverk sem ég tengi náttúrlega bara við ofþornun.

svo prófaði ég líka að sjóða skartið mitt. stóð ég yfir pottum fullum af álpappír og hálsmenum. þetta var eitthvað húsó-ráð frá múttu og kannski óþarfi að taka það fram að mér mistókst. 

Thursday, November 10, 2011

þetta tal um hjólerí og alla gleðina sem því fylgdi... við getum dregið úr þessum æsingi um svona 43% í það minnsta.
þetta hjólastand hefur alltaf verið svona svolítil friðarstund (eða á þeim dögum sem ég nenni aksjúallí að hjóla). ró og næði og ekkert nema rigning í andlitið og skítugar buxur. 
en þetta er aldeilis ekki svona þegar ég tek mig til og fer í skólann héðan úr hraunteignum, annað en lífið í úthverfunum. 

mikilvægasti þátturinn í þessu öllu er náttúrlega sá að hér er bara ekki gert ráð fyrir hjólandi fólki og ef það er á annað borð gert þá hunsa það allir.
fólki finnst ég fyrir á gangstéttinni og ökumönnum finnst ég fyrir á götunni. ef ég er á gangstéttinni þá þarf ég alltaf að vera að stoppa til þess að koma mér upp og niður risastóra kantsteina (sem er óóóþolandi því að allt skóladótið er í körfunni!) og ef ég er á götunni þá er ég í lífshættu.
bara í dag var ég næstum því keyrð niður, tvisvar. í bæði skiptin var ég á gangstéttinni því ég taldi það hættulausara en nú er ég farin að efast um það.
þvílíkt og annað eins brjálæði.

ég viðurkenni að ég pældi ekkert í þessu fyrir nokkrum árum og kannski gerir fólk það ekkert sérstaklega, en fer maður samt ekki alltaf varlega?
maður hefði haldið það...

á jólagjafalistanum í ár er þess vegna þetta:

hjálmur sem að er stór og góður og kæmi þannig í veg fyrir hræðilegt slys.


snoturt vesti.

hlífar fyrir hina ýmsu líkamsparta.


og kannski þessi, bara til að vera alveg viss.

ha? finnst ykkur ég ekki vera með gott jafnaðargeð?
ég skil það nú ekki. 

Monday, November 7, 2011

síðast þegar ég skrifaði þá var planið að girða sig, spýta í lófana og vera duglegri. 
jáááh, það hefur ekki beint gengið eftir en hins vegar ákváðum við hjónaleysin að flytja. 
nú eigum við heima í laugardalnum og ég get hjólað allt sem ég vil. tekur mig jafn langan tíma að hjóla eins og að taka strætó í skólann. það alveg hreint bætir skapið endalaust og svo er ég líka með heitan pott í garðinum! (laugardalslaugin er hinu megin við götuna, þannig að þetta er nánast satt).
ég er líka með gluggakistur, sem er eitthvað sem ég hef ekki átt síðan í hrísalundinum fyrir fjöldamörgum árum og ég get sagt ykkur það að gluggakistur eru vanmetið fyrirbæri. þarf helst að gera mér sérferð í ikea og kaupa eitthvað fínerí í þær svo það sé öruggt að þær fái að njóta sín. og þvílíkt frelsi að vera með svona stóra glugga, sem snúa ekki bara beint upp í loft eins og í danmörku. 
það er líka búrskápur í nýju holunni, sem er það stór að ég get notað hann í feluleik. (með því að tæma hann og þar með væri staðurinn kannski frekar augljós... en ég kæmist inn í hann).
fataskápur, annar fataskápur fataskápur og leynihólf.


þetta var svona stiklað á stóru varðandi kosti þess að vera komin á nýjan stað.
bílskúrinn var fínn, en þetta er bara betra.


en þetta með skólann, best að einbeita sér að því.
haha og þessi mynd er líka til að bæta mánudaginn. ég er næstum því svona glöð með nýja pleisið.



Friday, October 28, 2011

þó svo að ég hafi alltaf staðið mig þolanlega í skóla þá er ekki þar með sagt að ég eigi auðveld með að setjast niður og læra. ég hélt að þetta hefði meira verið að hellast yfir mig eftir því sem ég eldist, því í minningunni var ég alltaf reglulega dugleg að læra fyrir próf. svo fór ég nú aðeins að skoða málin betur... ég bloggaði líka þegar ég var í menntó (og alltaf mest í kring um próf) og fór þá reglulega yfir það sem ég hafði afrekað yfir daginn (sem var sjaldnast merkilegt). ein færslan, í miðri prófatíð, var upptalning sem að leit svona út:
  • kertavax er heitara en það lítur út fyrir að vera. brunablaðran á puttanum á mér getur vottað það.
  • ég kann ekki að senda sms úr heimasímanum okkar, samt held ég að það eigi að vera hægt. eða kannski er bara hægt að senda í hann? jæja, ég finn út úr þessu í dag.
  • popp er mjög fyndið þegar það fýkur með vindinum. sérstaklega af svölunum!
  • mér finnst skemmtilegt að finna bráðið súkkulaði í olnbogabótinni á mér. samt pínu klístrað og subbulegt, en það gefur lífinu samt sem áður lit.
  • venjulegir kúlupennar þola ekki líkamsþyngd mína. ég braut sumsé einn í gær þegar ég var að gera tilraunir með hann.
  • það er ekki hægt að skrifa inn í bananahýði án þess að opna hann, samt gat einhver gaur í veröld soffíu það!
  • ég kann ekki að fara í hálfsplitt eins og fólkið í tónlistarmyndböndunum gerir. það eina sem að ég afrekaði var að gera enn stærra gat á buxurnar mínar.
  • súkkulaðiíssósa og gúmmí er ágæt blanda.
í alvöru talað? þetta getur bara ekki með nokkru móti talist eðlilegt?! sat ég bara og reyndi að skrifa inn í bananahýði..?
núna er ég, svona sex árum seinna, í nákvæmlega eins tilraunastarfsemi og hika ekki við það að setja niðurstöðurnar á internetið. frá og með deginum í dag ætla ég að taka mér tak og hananú!

Tuesday, October 25, 2011

nú fer að styttast í jólabrjálæðið og öllum verslunarferðunum sem því fylgir.
ég hef aldrei verið sérstaklega hrifin af þessum hamagangi og mér leiðist það að rembast við að finna gjafir handa mörgum í einu, því það fer bara alveg með kollinn á mér!
ef ég veit hvað ég vil gefa fólki, þá er hins vegar gaman.

en ég luma á svolitlu sem að ég held að allir geti gefið einhverjum og ætla þess vegna að segja ykkur frá því og minnka þannig stressið hjá ykkur.
haldiði að það sé huggulegt!

í fyrra, svona kortér í jól, datt ég nefninlega um algjöra snilld og gaf sigurjóni. (þetta er líka sérstaklega mikil snilld af því að ég er búin að nota þetta miklu meira en hann).

ég veit hvað þið eruð að hugsa... "ferðamál, er hún í alvöru að stinga upp á því?"
en þetta er ekki bara ferðamál krakkar!
ég var svo heppin að þetta var á tilboði þegar ég sá þetta og okkar (já ég er búin að titla mig meðeigenda) er með 2 lokum. annað er svona take away lok, eins og á myndinni, en hiiiitt er pressa!
ég get því valið hvort að ég vill:
a) pressa mér kaffi heima og sötra það í strætó (því ég nenni ekki að hella upp á fyrir einn bolla).
b) fara með krúsina í skólann og fá mér uppáhellt þar.

ég nota nær einungis b kostinn og verður því pistillinn út frá þeirri reynslu.
en af hverju ættuði að gefa svona? jú ég get svo sannarlega sagt ykkur það.
allir þekkja einhvern sem að drekkur ferlega mikið kaffi og þá er þetta tilvalin gjöf. þetta er grænt og allir spara! það er svona það augljósa.
bónusinn fyrir að velja þessa krús fram yfir einhverja aðra er svo að þetta er tjúlluð krús. hún er úr einhverju tvöföldu stálrugli með sílikoni hér og þar, þannig að allt er eins þétt og það getur orðið, þetta rennur aldrei úr höndunum á þér og kaffið helst heitt í svona tvo klukkutíma. ég er ekki að ýkja.
(saga: einu sinni var ég á akureyri og var að fara að keyra til reykjavíkur. heima hjá mömmu og pabba fyllti ég á ferðamálið og drakk svona aðeins úr því rétt út úr bænum. svo gleymdi ég því að ég væri með það. eeen, svona hálftíma fyrir blönduós mundi ég skyndilega eftir kaffinu og það var enn heitt! það heitt að ég gat drukkið það!)
svo er þetta til í hundrað litum, stelpulegum og fyrir tappana.

ef þið viljið þakka mér fyrir hjálpin (t.d. með peningaupphæð) þá getiði bara sent mér ímeil.

kv. jóli.

Friday, October 21, 2011

eitt

það er sorglegt að segja frá því að elnagloz er búið spil. allt í kúk þar á bæ!
samt eiginlega sorglegra að segja frá því að mér bara fannst ég verða að búa mér til nýja síðu. leið bara eins og hálfri persónu í þá klukkutíma sem ég átti ekkert blogg.
ferlegt ástand.

en ég fór bara eftir reglu nr. 46 í dömureglunum (sem ég nota bæðevei mjög mikið svona í mínu daglega lífi).




en hér er ég - ný og endurbætt!

dagný.