Thursday, February 28, 2013

ég ætla ekki að skrifa neitt um óskarinn, ég hef hvorki vit né áhuga á því. hvað þá kjólunum sem þar sáust.

hins vegar ætla ég að skrifa um þennan dýrðarðinnar hita sem hefur verið úti undanfari og birtuna. ó, elsku birtuna. ég fæ alveg fiðrildi í magann þegar ég finn hvað dagurinn er orðinn langur og ég er öll orðin glaðari, hressari, betri og skemmtilegri. aahhh!
í morgun vaknaði ég svo í þokkabót við fuglasöng. það er ekkert sem gleður mig meira en fuglasöngur að morgni (nema kannski þegar ég heyri í lóunni í fyrsta sinn, variði ykkur). það að rifa eyrun (geriði það ekki?) við það að fuglarnir eru að syngja sín á milli er bara mest uppörvandi hljóð í heiminum. ég var nærri því búin að henda mér út um gluggann af gleði, en sem betur fer var klukkan snemmt og þá er ég jafn lífleg og gamalt pottablóm. svo ég bara lá og hélt áfra að hlusta og brosa og svo kom sólin upp (eða sko, dagsbirtulampinn fór að skína). þetta gerir mig svo glaða! vá ég er orðin tryllingslega æst bara við það að skrifa um þetta. brosi geðsýkislega út að eyrum. eins gott að sigurjón komi ekki heim úr vinnunni á meðan ég bý til þennan pistil, hann myndi snúa við á punktinum.
en okei.
í gær var ég svo að vinna og þegar við settumst niður til að borða kvöldmatinn þá tók ég eftir því að það var enn hálfbjart úti. KLUKKAN SEX! ég legg ekki meira á ykkur.

svo er bara búið að vera hundrað (sjö) stiga hiti úti alveg heillengi. (okei það er reyndar ekki jákvætt, því þar er ekkert annað en gróðurhúsaáhrif og rugl í gagni. allt er að fara til helvítis. en geymum þá umræðu. þetta er gleðiumræða).

í öllum hasarnum var ákveðið að páskunum í ár verður eytt í sumarbústað. fjarri öllum ys og þys og bara fuglar, vinir og eitt stykki hundur... sem vonandi étur ekki fuglana. 
ég verð búin að skila af mér, eða mjaahh, svona nánst fullkláraðri ba ritgerð og ég nenni bara hreinlega ekki að hugsa lengra. í versta falli læri ég, en þá í bústað! í birtu! með fuglum!

hjálpi mér, ég held ég sé í maníukasti.

Tuesday, February 19, 2013

ég horfði á þessa mynd í gær og mig langar að horfa á hana aftur á morgun. og hinn. og eftir helgi.
fer ekki ofan af því að þessi kona er flottust! það getur vel verið að ég hljómi eins og ég sé 15 ára og þið eruð örugglega búin að heyra alla á íslandi dásama þessa drottningu, en þannig verður það bara að vera. hún virkar svo ótrúlega jarðbundin, sanngjörn, trú sjálfri sér og góð við náungann. hún vekur athygli á því hversu mikill valdamunur er á milli karla og kvenna, vill breyta því og hún situr ekki á skoðunum sínum. hún er með húð sem er eins og hunang og augu sem dáleiða, brosir með öllu andlitinu og syngur eins og enginn annar. (of mikið?). hún er rosaleg.


ég er svo skotin í henni að það nær ekki nokkurri átt. ekki einni einustu!
á alveg svona semí bágt með að átta mig bara á því að hún er mennsk og ekki gallalaus, en það er fátt sem ég get fundið að henni... allavega svona úr töluverðum fjarska (það er nefnilega ekki eins og við séum nágrannar). það eina sem ég hef séð, sem ekki er algjörlega fullkomið, eru eyrun á henni. svo held ég að við yrðum ekkert sérstaklega sammála þegar kemur að trúarumræðu en hún sér guð í öllu og öllum, finnur fyrir honum og talar reglulega við hann... það geri ég alls alls ekki. en við ættum að geta ráðið fram úr því!

þetta eru ógeðslega hallærisleg skrif og sjúklega barnaleg hugsun, en ég er bara það starstruck að ég get ekki hugsað skýrt!
ég meina, sjáiði konuna!
okei ég skil reyndar ekkert í hárinu á henni hérna... en henni er fyrirgefið á no time!

okei, ekki segja neinum frá þessum brjálæðislega hallærislegu skrifum. sshhh!
svo sagði hún líka eitt sniðugt í myndinni, sem ég greip algjörlega á lofti og ætla að taka til mín. sérstaklega í dag, því það gerðist svo margt spennandi en samt svo ógnvekjandi.
if i'm scared, be scared. allow it. release it. move on!

Monday, February 18, 2013

á dauða mínum átti ég nú von... en að einhver skyldi vilja blanda saman alveg hreint príðilega góðu nammi og grænu tei var ekki eitthvað eitthvað sem ég sá fyrir mér. 
en getiði bara hvað. haldiði að japanir hafi ekki bara framkvæmt þetta og selja nú grænt, bleikt (jarðaberja) og blátt (ramune) kit-kat. segðu hvað!?
myndi ekki fyrir mitt litla líf þora að smakka þetta!

en að öðru! 
á laugardaginn söng ég í fyrsta sinn opinberlega með kórnum, á þorrablóti niðrí bæ. alveg hreint ótrúlega gaman og gekk þrusuvel. við kunnum reyndar bara tvö lög, vorum klappaðar upp og tókum bara seinna lagið aftur! hah. það var svo mikil stemning í því, klapp, stapp og alls konar læti svo það kom nú hreint ekki að sök. en nú, þegar maður er orðin performandi tónlistarmaður, verð ég að biðja ykkur um að reyna að halda símtölum í lágmarki og senda mér heldur smáskilaboð eða tölvupósta. ég vil helst halda símalínunni opinni yfir daginn ef einhver vill bóka kórinn. þetta er eitthvað sem við í bransanum verðum að gera ef við ætlum að hafa í okkur og á.

Tuesday, February 12, 2013

ég hef alltaf haft löngun í það að vera þessi skynsama og holla týpa, án þess að vera óþolandi og tala bara um glúteinlaust brauð, lífræn egg og nýjasta hlaupaprogrammið. mig langar bara að vakna snemma, án þess að þurfa að gera það grátandi af vonleysi og vorkun (mér finnst það í alvöru svona erfitt), hreyfa mig, án þess að gráta bæði á meðan og á eftir, og borða svo bara hollan mat án þess að velta mér upp úr því að hann sé ekki djúpsteiktur. 
mig langar þetta mjög, en ég er eins langt frá því að vera þessi týpa og hugsast getur. ég er í fyrsta lagi algjör b manneskja, sama hvað ég reyni og þykir það glatað, finnst fátt leiðinlegra en að hreyfa mig (ég held ég hafi klárað kvótann minn sem unglingur) og pæli allt of lítið í því hvað það er sem ég set ofan í mig. 
ég er samt að vinna í þessu... eða svona. í skorpum allavega.
um daginn ákvað ég til dæmis að reyna að borða allavega eitt mjög hollt yfir daginn, og ég vissi að ég átti spínta inni í ísskáp... ég veit líka að það á að vera mjög mjög hollt og gott. 
blíng! hugmyndin varð til.
ég ákvað að búa mér til grænan djús úr þessu spínati. það sem var svona heldur verra var að ég vissi ekkert hvað væri gott að hafa með þessu grænfóðri. því tók ég bara hitt og þetta úr ísskápnum og skellti því með í blandarann. 
í þetta fór því
-góð lúka af spínati. því meira, því betra.
-vænn biti af vatnsmelónu.
-hálfur banani.
-nokkur frosin vínber sem ég fann í frystinum.
-gúrka sem lá undir skemmdum, góð slumma.
-tæplega hálf sítróna, kreist út í.
-2 ísmolar og smá vatn.
það getur vel verið að eitthvað fleira hafi farið þarna ofaní, ég man það bara ekki. langar næst að setja engifer, því jú það er það besta sem ég fæ!
blandi blandi blandi...
 og úr varð mesti viðbjóður sem ég hef séð! hvað er þetta?! oj hvað þetta er ógirnilegt (hugsaði ég með mér).
en það var ekkert hægt að hætta þarna og þessu fljótandi grænfóðri var hellt í glas. með froðu á toppnum og lofbólum inn á milli. algjörlega eins ósjarmerandi og það verður. og lyktaði smá eins og gras... svo smakkaði ég.
...
sver það, ég æpti smávegis! þetta var sjúkt gott! svo alveg absúrd gott, sérstaklega af því að þetta kom mér svo bilað á óvart. ég gaf sjonna meira að segja smakk og hann bara nammaði  (sem er að segja svona "namm"). 
ég mana ykkur til að prófa. (þið sem hafið aldrei prófað. ég veit að ég er svo 3 árum á eftir í þessari bylgju).

p.s. engar áhyggjur, þetta er ekki orðið matarblogg. ég er búin að segja ykkur frá öllu sem ég kann að elda eða mixa eða baka.

Tuesday, February 5, 2013

ég er mjög forvitin að eðlisfari og velti því mjög oft fyrir mér hvernig fólk eyðir dögunum sínum. mjög oft sko. fyrir utan þetta er ég fremur gleymin og man oft á tíðum ekkert stundinni lengur. ég á sem betur fer góða vinkonu sem er með stálminni og hún fræðir mig um ýmislegt sem ég hef gert. fjallgöngur sem ég hef farið í, ferðalög, fólk sem ég var að æfa frjálsar með og hvernig mér gekk í ákveðnum prófum. (ég er akkúrat og nákvæmlega ekkert að skrökva eða ýkja í þessari upptalningu. hún man þetta, ég geri það alls alls ekki! guði sé lof fyrir ingu völu mína). 
nú þegar ég á snjallsíma (ekki örvænta, þessi inngangur fer alveg að verða búinn) get ég tekið mikið af myndum yfir daginn, án nokkrurrar fyrirhafnar. and that i do! alveg fáranlegt hvernig maður getur látið... en okei!

þannig að (nú kemur pointið með skrifunum, inngangi er hér með lokið).
ég ákvað að hjálpa framtíðar-mér, sem á eftir að gleyma öllu því sem ég hef verið að gera og dokumentera dæmigerðan döll skólamánudag, á síðustu önn BA námsins. 

hér kemur því mánudagur í myndum!
ræs 7:32! það erfiðasta sem ég geri er að vakna. hefur aðeins lagast með tilkomu lampans góða, en samt er það erfitt og ég er alltaf með sand í augunum. verð.að.fara.fyrr.að.sofa!
labb með hundi. (þessi mynd er samt smá svindl, því ég tók hana fyrir nokkrum dögum í birtu. morgunlabbið er þessa dagana tekið í myrkri, en þá sést flóki ekkert á kameru). mikið sem ég elska það þegar daginn fer að lengja.
morgunmatur! það er verkaskpiting á heimilinu, sá sem fer ekki út með flóka gerir akkúrat þennan morgunmat, alla daga. við erum frekar mikið rútínufólk (sko eða ég. píni bara sjonna til að vera með í því). 
skóli, BA ritgerð, reyna að vera heilsusamleg og drekka smoothie og sleppti því að hafa nammið sem ég keypti með kaffinu með á myndinni.
heim og gera næsta verkefni, í löggjöf. 
diiiiinnnneeer!
kaffisopi með þessum hunangsbirni, sem er ekki svona alvarlegur og hann virðist á þessari mynd. hann er alveg hellings fun og ég er obbossis skotin í honum!
á mánudögum eru kóræfingar. jibbíhó! það var sirka það eina skemmtilega sem gerðist í gær. vá hvað þessi dagur var í alvöru einhæfur og leiðinlegur. ég er farin að sjá mikið eftir þessu bloggi...
ponsulítið suits fyrir svefninn.
...
það er náttúrlega eitthvað að.
var ég í alvöru að skrifa þetta og setja á netið?
svona er þetta bara. dyggir lesendur verða að bara að ganga í gegnum hæðir og lægðir með mér.