Wednesday, March 28, 2012

íbúar hússins á horninu eru eitthvað hálf lúpulegir þessa dagana. við eyddum liðinni helgi í dekri og dúlleríi á akureyri og því er grár hversdagsleikinn enn verri en vanalega. hér er enginn sem bakar mig í kaf og flóki er ekki með garð og pall sem hann getur hlaupið út á þegar honum hentar. 
hér má sjá dramatískustu mynd sem tekin hefur verið af þessum hvolpi. hann horfði upp í sólina með pírð augun og lét vindinn leika um eyrum. um leið og búið var að smella af hélt hann áfram að leika. spurning um að skrá hann á modelskrifstofu?

en gleðin var ekki bara hjá dýrinu. það er nefninlega ótrúlegt hvað maður verður dekraður við það eitt að flytja að heiman!
erla bakaði handa mér girnilegustu múffur í veröldinni (og bestu) og fyrst að það var hvort eð er búið að drulla út eldhúsið tók pabbi bara til hendinni líka. skellti í brúkökuR og vínarbrauð (mörg stykki) og auðvitað var svo bökuð pizza í kvöldmatinn.
ég át þetta allt með bestu lyst og nýtti tækifærið og bauð í kaffi. sniðug ég!




yndislegustu vinkonur í heimi. (flóki í fanginu á olgu - ekki ruslapoki).


svo tókum við hárið af hausnum á sjonna og hann er hálf spældur yfir því greyið. mér finnst hann sætur, en það þýðir lítið að segja honum það. svo verður hann enn undarlegri á svipinn þegar ég segi honum að mig langi að raka mitt hár af. mig langar það svo mikið - en hann er búin að hóta dömpi ef ég geri það! kannski líka smá spes að vera með eins hárdú?
allavega - einn daginn þá tek ég af mér þetta litla og ljóta hár. það verður hvort eð er ekki mikill munur, það er svo þunnt! fólk myndi pottþétt ekki fatta neitt!


sjáiði hvað þær eru til dæmis fínar svona snoðaðar!
(okei, ég veit að þær eru báðar töluvert fallegri en ég, en til þess að fá þetta í gegn verð ég að vera með góðar fyrirmyndir).
amber rose bara með gullmen og bleikar varir í galakjól. já og snoðuð. SÆT!
natalie bara á leið í dinner með vinkonunum, þurfti ekkert að greiða sér því hún er snoðuð. SÆT!


það er best að vera ekkert að ræða þetta við sigurjón, heldur fara með málið beint í flókanefnd. þar fæ ég nefninlega engin hrottaleg svör, heldur bara krúttlegan svip sem segir (með öðru auganum því augabrúnin er alltaf fyrir hinu) "gerðu það sem þú vilt dagný mín".

Tuesday, March 20, 2012

það er svo mikið að gera í skólanum þessa dagana að ég veit varla í hvorn fótinn ég á að stíga. hópverkefni í öllum fögum og stór greinargerð sem svífur yfir mér þar sem ég hef trassað hana endalaust. alltaf gengur þetta samt einhvern veginn upp - vonandi verður engin breyting þar á í þetta skiptið!


það eru líka til nokkur ráð til að gera þetta allt bærilegra. hér koma þrjú:
1) næliði ykkur í kærasta svipaðan og sigurjón. þá getiði átt von á því að opna búrskápinn heima hjá ykkur og sjá þar ilmandi gott kaffi og kleinur í poka. óskiljanlegar aðferðafræðiglósur verða um leið töluvert skemmtilegri og nothæfar. að sjálfsögðu má fá sér  fleiri en eina kleinu þegar þær eru jafn litlar og þessar!


2) verðiði ykkur úti um einhvers konar aðstoðarmann eða ritara. það er óþægilegt að sjá ekki skrifborðið fyrir pappírsstöflum sem á eftir að fara í gegnum eða vinna. það er óþægilegt að gera verkefni þegar námsefnið er ekki á hreinu. það er óþægilegt að vita ekki hver aðalatriðin eru og það er alls ekki gott að mæta sjaldan í tíma. þessu getur góður ritari reddað á nóinu. hér er mynd af mínum að merkja við aðalatriðin með mismunandi litum. það fer allt eftir fagi og innihaldi. að sjálfsögðu er líka krassað yfir það sem ekki skiptir máli.


3) hlaðiði niður þessu polaroidrugli, þannig að þið getið eytt meiri tíma í það að gera myndirnar ykkar eins og lélegar polaroid útgáfur í stað þess að svitna allan daginn yfir námsefninu. þetta má hins vegar aðeins ef að ritarinn hefur hafið störf!



megi ykkur vegna vel!

Monday, March 12, 2012

um helgina fékk ég smá stelpumeðferð, sem alltaf er merkisatburður þegar ég á í hlut.
dömusiðir og útlitsdúllerí er nefninlega eitthvað sem ég er ekki sérfræðingur í. hins vegar á ég ansi hreint góða frænku sem er einmitt fagmaður á þessu sviði, þá bæði í snyrtifræðum og svona förðunar- og fegrunardúlleríi. hún heitir helga og hún tekur mig reglulega í kennslu hvað varðar hegðun og lekkerheit og stundum gerir hún mig líka fína með alls konar trixum. 

helga getur svo aftur á móti horft á mig og lært að það er allt í lagi að vera með naglalakk sem er farið að flagna örlítið og það þarf ekkert endilega að vera í stíl - tær&fingur. þegar við erum saman þá sér hún líka að það eru ekki bara sjóarar sem að blóta fantalega mikið og gríðarlegt kökuát á miðvikudögum er mjög eðlilegt í mínum augum. 

við höfum einhvern veginn alltaf verið svona. önnur greidd og smart en hin svolítið úti á þekju með hugann við eitthvað allt annað en lúkkið. það virkar alveg ótrúlega vel!
hér um við með þriðju frænkunni, herdísi. hún er í miðjunni en við helga sitthvoru megin við hana. þið megið giska tvisvar hvor er hvað.

í gær áttum við frænkudag að hætti helgu. handsnyrtinga og bröns með helling af beikoni og pönnsum (þetta ætti eiginlega að vera lögbundinn réttur hverrar konu einu sinni í mánuði). 
óskaplega sem ég var södd og sæl þegar ég settist á skrifstofuna og ætlaði að læra... en horfði í staðin bara á bíómynd og kenndi flóka að sækja drasl og koma með aftur til mín. (já mér tókst að koma flóka fyrir í þessu bloggi líka).

eins og almennilegum bloggara sæmir hef ég svo ákveðið að setja inn mynd af mér með nýju snyrtu neglurnar. því miður á ég ekki iphone (það má samt gefa mér þannig) og nennti ekki að taka sérstaklega mynd af höndunum á mér, til þess að setja inn í tölvuna, til þess að setja inn á netið... fattiði? þannig að myndin sökkar því miður og fíneríið sést ekki vel. en þið verðið að lifa með því. naglalakkið er allavega flott í alvöru!

Wednesday, March 7, 2012

án þess að vita almennilega af hverju þá hef ég fundið mér splúnkunýtt áhugamál - ég elda og baka. skiptir næstum því ekki máli hvort það er, því að báðir flokkar gefa af sér eitthvað ætilegt (oftast) sem mér finnst jákvætt. sumir vilja meina að ástæðan fyrir þessu nýja hobbýi sé hreinlega sú að þetta renni í blóðinu, þar sem að pabbi minn er bakari og bróðir minn kokkur (heppin, ég veit!). því miður er það nú ekki raunin. þetta rennur alls ekkert í blóðinu og útkoman í mínu eldhúsi er langt frá því að vera svipuð þeirra feðga. svo langt frá því að ég get ekki einu sinni sett það í orð. 
ég skal samt gefa ykkur smá dæmi.


um helgina gerði ég gulrótaköku. það hefði átt að taka mig svona 2 klukkutíma, alveg frá fyrsta skrefi og þar til ég væri að smyrja kreminu á hana, slefandi af tilhlökkun. þetta tók min hins vegar hvorki meira né minna en 5 klukkustundir (svona slumpað). þið getið rétt ímyndað ykkur hversu gott kaffiboð þetta var! 
sko. þegar ég var búin að láta gulræturnar liggja í púðursykri (í það sem virtist hálfur dagurinn), mauka þetta allt saman og hræra fram og til baka var komið að skrefinu "setja deigið í form". ég ætlaði að setja þetta í tvö form og hafa krem á milli en á því augnabliki sem ég vaaaar að fara að hella úr skálinni, fattaði ég að ég var bara með eitt kökuform. helvítis ansans. hefði þetta gerst hjá bakara? aldeilis ekki.
jæja, ég var að nýta það sem til var og hellti öllu deiginu í eitt himinhátt form og skellti inn í ofn, sem er orðin mjög gamall og ansi lúinn. þar þurfi þetta sem sagt að malla í töluvert lengri tíma en gert er ráð fyrir og þarna var boltinn farinn að rúlla...
ég missti að lokum þolinmæðina og tók kökuna úr ofninu, vitandi það að hún væri ekki 100% tilbúin og enn svolítið klístruð. svo lét ég hana kólna... og kólna... og prófaði að setja kremið á, sem að bara bráðnaði náttúrulega af því að kakan var enn heit. þá missti ég þolinmæðina aftur og setti kökuna inn í ísskáp og lét hana kólna. tók hana út og kökuhelvítið var enn heitt. þolinmæðin farin í þriðja sinn og kakan var þá sett í frysti. enginn bakari á jörðinni gerir það! en ég gerði það og eftir smá stund var kakan ekki lengur 300° heit og ég gat sett krem á hana og boðið gestunum upp á klístraða köku með smá bráðnuðu kremi. það er að segja þeim gestum sem að höfðu þraukað alla biðina. 


ég hef líka prófað að gera brauðstangir, en þær voru meira eins og gömul og niðurskorin hrökkbrauð.
reyndi líka að gera lakkrístoppa, en það varð eins og eins stór lakkrísfrauðspizza. bragðaðist samt alltílæ þó bitarnir væru fremur óvenjulegir í laginu.
reyndar tókst mér að gera bananabrauð fyrir einhverju síðan (mér finnst nauðsynlegt að það komi fram að ég geti eitthvað í eldhúsinu).




ég gefst þó ekki upp og held ótrauð áfram. þetta kostar oft blóð, svita og tár en það bara hlýtur að koma að því að úr verði fínasta hnallþóra. eða brauð sem ég get boðið öðrum en mér og flóka .


HEY talandi um flóka (já ég var búin að lofa færri sögum, en ég get bara ekki þagað lengur og þess vegna smokraði ég honum inn í kökuumræðuna. og nei hann fær ekki brauð, það var lygi).
flóki er sem sagt besti hvolpur í heimi sem sest þegar honum er sagt að sitja, legst eftir pöntunum og kann að fara niður tröppur. er ekki einhver hundaverðlaun veitt á bessastöðum, eða hvernig er það. hundaorðan?





Sunday, March 4, 2012

þetta blogg fór í rúst eftir að flóki kom.
sérstaklega samt eftir að ég lofaði að flókasögur væru komnar í smá dvala. síðan þá er ég búin að reyna að hugsa upp eitthvað skemmtilegt til að skrifa um, en mér dettur ekkert í hug.


í staðin leik ég mér bara og svo geri ég SPSS verkefni inn á milli.