Friday, October 28, 2011

þó svo að ég hafi alltaf staðið mig þolanlega í skóla þá er ekki þar með sagt að ég eigi auðveld með að setjast niður og læra. ég hélt að þetta hefði meira verið að hellast yfir mig eftir því sem ég eldist, því í minningunni var ég alltaf reglulega dugleg að læra fyrir próf. svo fór ég nú aðeins að skoða málin betur... ég bloggaði líka þegar ég var í menntó (og alltaf mest í kring um próf) og fór þá reglulega yfir það sem ég hafði afrekað yfir daginn (sem var sjaldnast merkilegt). ein færslan, í miðri prófatíð, var upptalning sem að leit svona út:
  • kertavax er heitara en það lítur út fyrir að vera. brunablaðran á puttanum á mér getur vottað það.
  • ég kann ekki að senda sms úr heimasímanum okkar, samt held ég að það eigi að vera hægt. eða kannski er bara hægt að senda í hann? jæja, ég finn út úr þessu í dag.
  • popp er mjög fyndið þegar það fýkur með vindinum. sérstaklega af svölunum!
  • mér finnst skemmtilegt að finna bráðið súkkulaði í olnbogabótinni á mér. samt pínu klístrað og subbulegt, en það gefur lífinu samt sem áður lit.
  • venjulegir kúlupennar þola ekki líkamsþyngd mína. ég braut sumsé einn í gær þegar ég var að gera tilraunir með hann.
  • það er ekki hægt að skrifa inn í bananahýði án þess að opna hann, samt gat einhver gaur í veröld soffíu það!
  • ég kann ekki að fara í hálfsplitt eins og fólkið í tónlistarmyndböndunum gerir. það eina sem að ég afrekaði var að gera enn stærra gat á buxurnar mínar.
  • súkkulaðiíssósa og gúmmí er ágæt blanda.
í alvöru talað? þetta getur bara ekki með nokkru móti talist eðlilegt?! sat ég bara og reyndi að skrifa inn í bananahýði..?
núna er ég, svona sex árum seinna, í nákvæmlega eins tilraunastarfsemi og hika ekki við það að setja niðurstöðurnar á internetið. frá og með deginum í dag ætla ég að taka mér tak og hananú!

Tuesday, October 25, 2011

nú fer að styttast í jólabrjálæðið og öllum verslunarferðunum sem því fylgir.
ég hef aldrei verið sérstaklega hrifin af þessum hamagangi og mér leiðist það að rembast við að finna gjafir handa mörgum í einu, því það fer bara alveg með kollinn á mér!
ef ég veit hvað ég vil gefa fólki, þá er hins vegar gaman.

en ég luma á svolitlu sem að ég held að allir geti gefið einhverjum og ætla þess vegna að segja ykkur frá því og minnka þannig stressið hjá ykkur.
haldiði að það sé huggulegt!

í fyrra, svona kortér í jól, datt ég nefninlega um algjöra snilld og gaf sigurjóni. (þetta er líka sérstaklega mikil snilld af því að ég er búin að nota þetta miklu meira en hann).

ég veit hvað þið eruð að hugsa... "ferðamál, er hún í alvöru að stinga upp á því?"
en þetta er ekki bara ferðamál krakkar!
ég var svo heppin að þetta var á tilboði þegar ég sá þetta og okkar (já ég er búin að titla mig meðeigenda) er með 2 lokum. annað er svona take away lok, eins og á myndinni, en hiiiitt er pressa!
ég get því valið hvort að ég vill:
a) pressa mér kaffi heima og sötra það í strætó (því ég nenni ekki að hella upp á fyrir einn bolla).
b) fara með krúsina í skólann og fá mér uppáhellt þar.

ég nota nær einungis b kostinn og verður því pistillinn út frá þeirri reynslu.
en af hverju ættuði að gefa svona? jú ég get svo sannarlega sagt ykkur það.
allir þekkja einhvern sem að drekkur ferlega mikið kaffi og þá er þetta tilvalin gjöf. þetta er grænt og allir spara! það er svona það augljósa.
bónusinn fyrir að velja þessa krús fram yfir einhverja aðra er svo að þetta er tjúlluð krús. hún er úr einhverju tvöföldu stálrugli með sílikoni hér og þar, þannig að allt er eins þétt og það getur orðið, þetta rennur aldrei úr höndunum á þér og kaffið helst heitt í svona tvo klukkutíma. ég er ekki að ýkja.
(saga: einu sinni var ég á akureyri og var að fara að keyra til reykjavíkur. heima hjá mömmu og pabba fyllti ég á ferðamálið og drakk svona aðeins úr því rétt út úr bænum. svo gleymdi ég því að ég væri með það. eeen, svona hálftíma fyrir blönduós mundi ég skyndilega eftir kaffinu og það var enn heitt! það heitt að ég gat drukkið það!)
svo er þetta til í hundrað litum, stelpulegum og fyrir tappana.

ef þið viljið þakka mér fyrir hjálpin (t.d. með peningaupphæð) þá getiði bara sent mér ímeil.

kv. jóli.

Friday, October 21, 2011

eitt

það er sorglegt að segja frá því að elnagloz er búið spil. allt í kúk þar á bæ!
samt eiginlega sorglegra að segja frá því að mér bara fannst ég verða að búa mér til nýja síðu. leið bara eins og hálfri persónu í þá klukkutíma sem ég átti ekkert blogg.
ferlegt ástand.

en ég fór bara eftir reglu nr. 46 í dömureglunum (sem ég nota bæðevei mjög mikið svona í mínu daglega lífi).




en hér er ég - ný og endurbætt!

dagný.