Tuesday, May 14, 2013

ég lofa að svona montfærslur eins og þessi hér að framan verða ekki fleiri. þetta var alveg óvart!

næsta mál á dagskrá er mánudagur í myndum, vol.2 - það er fyrir lifandi löngu síðan kominn tími á það.
þegar ég gerði vol.1 var ég í miðjum BA skrifum og skólinn var við það að drepa mig (í þeirri færslu getiði séð intro-ið/skýringuna á mánudegi í myndum, svona svo ég líti ekki út fyrir að vera 100% biluð (heldur bara svona 67%, því þetta er jú fremur bilað dæmi)). þessi mánudagur var helgaður húsmóðurinni í mér og því kannski ekkert sérstaklega spennandi heldur. næsti mánudagur verður því funday, díll? 
hefjum leikinn á fremur up close and personal morgunmynd (tekin í fuglasöng). veit ekki alveg hver hugsunin var hér, af hverju ég tók hana ekki aðeins fjær það er að segja, en eins og sjá má er ég töluvert hressari en ég var á ræstíma í febrúar. þar gat ég ekki opnað augun fyrr en ég hafði staulast inn á bað til að pissa og rak svo tannburstann óvart í þau því með lokuð augun hitti ég ekki upp í mig. nú opnast þau bara á meðan ég er enn uppí rúmi! 
æ þú elsku vor og mikla birta, lovjú.
jæja, nóg af ást og kossum. 
hundi fékk að ganga fyrir þennan daginn, enda tjúlli múlli og í miklum spreng. við skunduðum því í langa göngu, fyrir morgunmat! (þarna var ég líka að reyna að viðra leðurjakkann sem lyktaði fremur furðulega frá því í sauðburðinum sælla minninga). 
á móti okkur tók sólin og sælan. og fuglasöngur. 
foreldrar fá stórt hrós frá mér fyrir að láta þarfir þessara krakka alltaf í fyrsta sæti. mér fannst ég vera að fórna mér gríðarlega að fá mér ekkert að borða áður en við hundur héldum í göngu. sársvöng þegar ég kom heim og hrærði mér egg. af hverju þau eru svona einkennileg á litin á þessari mynd veit ég ekki, en hrærð egg er það besta sem ég fæ þannig að hér fáiði að sjá lúxus morgunverð fraukunnar.
eftir át fór húsmóðirin í ham og réðst á þvottafjallið (ég ryksugaði líka og skúraði, en það var bara of leiðinlegt myndefni. samt klapp fyrir mér að vera geggjó mikið húsó). hey, hundraðkall fyrir þann sem finnur flóka!
smá stund á milli stríða. lestur og kaffi og hlýir sokkar. hey, hundrað kall fyrir þann sem finnur flóka! (hann er í alvöru svona uppáþrengjandi, alltaf. elsku litli). 
þetta bara varð að nást á mynd, því hér toppaði ég mig algörlega. síðan hvenær sápuþvæ ég bíla? eins og ég segi þá var þessi dagur sérstaklega tileinkaður alls konar svona brasi og dugnaði og þetta bara gerðist. rétt eftir að ég tók svo þessa mynd fór að hellirigna. þar með ákvað ég að standa aldrei aftur í þessu kjaftæði enda ekki til neins. bílinn er strax orðin haugskítugur. en sigurjón var ægilega ánægður með spúsu sína (eðlilega).
smá holl! við turtildúfurnar erum pínu að reyna að sparka í rassgatið á okkur hvað mataræði varðar. sem betur fer finnst mér svona grænir djúsar delish, þannig að so far, alltílæ! (ekki so good, ég er ekkert það dugleg. en svona alltílæ).
ég sá það í hendi mér að leðurjakkinn þyrfti að fá einhverja meðhöndlun þar sem að tveggja daga viðrun og göngutúr hafði ekkert að segja. hann lyktaði enn eins og nýborið lamb og fraukann tók til hendinni. hann hangir enn úti á svölum eftir þetta bað og ég þori ekki fyrir mitt litla líf að athuga hvort að hann sé bara orðin að sveitajakka. æjh, ég væri þá allavega alltaf þokkalega fín í sveitinni. það er jákvætt!
þökk sé ástríði veit ég núna að réttir dagsins hjá lifandi markaði fara á 2fyrir1 tilboð eftir klukkan fjögur á mánudögum og föstudögum. (þetta er ógeðslega skrýtin setning, en ég nenni ekki að vesenast í henni). við nýtum þessi flottheit óspart, enda mjög góður og hollur matur og ekki skemmir fyrir að skammtarnir eru risastórir! (en samt aðallega af því að þá þarf enginn að elda og uppvaskið verður bara pínulítið).
kvöldgangan. ég ætlaði að gera svona kanínueyrudjók á hund en það er bara eins og ég sé að klóra mér. hefði samt verið fyndið hefði það heppnast betur, er það ekki?
 ástmaðurinn kom með. alltaf sætur! skil ekki hvað ég á sætan mann.
mánudagar eru algjörlega bestu dagar vikunnar. þá eru æfingar hjá kötlunum og þaðan fer maður endurnærður og raulandi hress. 
fyrir svefninn. sá að ég átti inni 4 þætti! VEI!
... best að horfa á næstu þrjá. 

8 comments:

  1. hróðný og emil tindriMay 15, 2013 at 9:56 AM

    emil kúkaði í fanginu mínu, ekki í fangið mitt samt, á meðan við skoðuðum þetta yndislega blogg (og þetta er eiginlega hrós því það er alltaf gott þegar hann kúkar...er rólegri á eftir og svona;).
    pís.
    h.

    ReplyDelete
    Replies
    1. haha... ég hef þessi áhrif á börn sjáðu til! ;)

      Delete
  2. Ætlaði einmitt að hvetja þig til að þvo bara leðurjakkann. Ég geri það hiklaust en það er kannski ekki alveg sama hvernig leðrið er. Fara bara að öllu með gát.

    ReplyDelete
  3. oh. mér finnst bloggið þitt svo skemmtilegt!

    ReplyDelete
  4. Dagný hefurðu ekki heyrt að lykt af nýfæddum lömbum er besta lykt í heimi (kannski á eftir nýfæddum börnum)? Hví ertu eiginlega að þvo jakkann? :)

    ReplyDelete
  5. haha...ég ætlaði að skrifa næstum nákvæmlega sama komment og Inga Vala en þar sem hún er búin að því sleppi ég því bara :)

    ReplyDelete