Sunday, April 1, 2012

gærdagurinn byrjaði bara svona mellófínn. var með smá kvíðafiðrildi í maganum, enda heimapróf í vændum. hellti mér upp á kaffi og raðaði glósunum pent við hliðina á tölvunni, í lopasokkum og hlýrri peysu. var tilbúin með eitt lítið word skjal og át serjósið mitt af kappi. dansaði svo aðeins við flóka, sem endaði reyndar þannig að hann varst svo æstur að hann reif sokkabuxurnar mínar - en það er nú önnur ella.
prófið hófst klukkan níu og ég byrjaði strax að skrifa. glimrandi frammistaða og ég var skyndilega búin að skrifa fjórar blaðsíður. þá hófst stressið. klukkan varð svo allt í einu hádegi og ég varð að fara á klósettið, vesen. opin skjöl í tölvunni voru allt í einu orðin tuttugu og ég gat ekki með nokkru móti vitað hvar sjálft prófið var.
sem betur fer gaf sigurjón mér góðan hádegismat, því annars er ég hrædd um að ég hefði ekki haft daginn af.
undir lokin var ég farin að drekka kalt kaffi, því það var enginn tími til að hella upp á nýtt og ég var þyrst. að sjálfsögðu hafði ég ekki heldur tíma til að fara fram og ná mér í eitthvað betra að drekka! glósurnar voru komnar í tætlur og ég orðin hálf ber að ofan af svita og æsingi. pissusprengurinn var orðin óbærilegur og kuldahrollurinn í puttunum gerði það að verkum að allt sem ég skrifaði var í rugli. 
klukkan þrjár mínútur í deadline náði ég að skila inn. síðasta spurningin (sem átti að vera 1-1-1,5 síða) var skrifuð í stikkorðum. eingöngu.


note to self:
það borgar sig að eiga góðan mann og gott borðstofuborð á svona dögum!
þessi mynd lýsir ástandinu ágætlega. 
hlýja peysan komin upp á borð og sömuleiðis bolurinn minn. fínu yfirstrikuðu glósurnar voru svo tættar út um allt að það var ekki vinnandi verk að finna eitthvað í þeim. kaldir kaffibrúsar, bananahýði með tyggjói í og eitt opið skjal í tölvunni, sem kom þessu prófi alls ekkert við.

góður laugardagur!

4 comments:

  1. haha elsku barn, ég sé þig fyrir mér! eeen þú rúllar þessu upp einsog þér einni er von og vísa!

    ReplyDelete
  2. en sko hvernig hagaði flóki sér á meðan á prófinu stóð? stökk hann ekkert óvart á tölvuna og eyddi einhverju skjali eða át nokkur glósublöð? mér finnst vanta smá flókaflipp í þessa sögu þína! en þú skilaðir klárlega inn flottasta prófinu sætan mín!

    ReplyDelete
  3. Ég bið til guðs að þú fáir allavega 8!

    ReplyDelete