Wednesday, March 28, 2012

íbúar hússins á horninu eru eitthvað hálf lúpulegir þessa dagana. við eyddum liðinni helgi í dekri og dúlleríi á akureyri og því er grár hversdagsleikinn enn verri en vanalega. hér er enginn sem bakar mig í kaf og flóki er ekki með garð og pall sem hann getur hlaupið út á þegar honum hentar. 
hér má sjá dramatískustu mynd sem tekin hefur verið af þessum hvolpi. hann horfði upp í sólina með pírð augun og lét vindinn leika um eyrum. um leið og búið var að smella af hélt hann áfram að leika. spurning um að skrá hann á modelskrifstofu?

en gleðin var ekki bara hjá dýrinu. það er nefninlega ótrúlegt hvað maður verður dekraður við það eitt að flytja að heiman!
erla bakaði handa mér girnilegustu múffur í veröldinni (og bestu) og fyrst að það var hvort eð er búið að drulla út eldhúsið tók pabbi bara til hendinni líka. skellti í brúkökuR og vínarbrauð (mörg stykki) og auðvitað var svo bökuð pizza í kvöldmatinn.
ég át þetta allt með bestu lyst og nýtti tækifærið og bauð í kaffi. sniðug ég!




yndislegustu vinkonur í heimi. (flóki í fanginu á olgu - ekki ruslapoki).


svo tókum við hárið af hausnum á sjonna og hann er hálf spældur yfir því greyið. mér finnst hann sætur, en það þýðir lítið að segja honum það. svo verður hann enn undarlegri á svipinn þegar ég segi honum að mig langi að raka mitt hár af. mig langar það svo mikið - en hann er búin að hóta dömpi ef ég geri það! kannski líka smá spes að vera með eins hárdú?
allavega - einn daginn þá tek ég af mér þetta litla og ljóta hár. það verður hvort eð er ekki mikill munur, það er svo þunnt! fólk myndi pottþétt ekki fatta neitt!


sjáiði hvað þær eru til dæmis fínar svona snoðaðar!
(okei, ég veit að þær eru báðar töluvert fallegri en ég, en til þess að fá þetta í gegn verð ég að vera með góðar fyrirmyndir).
amber rose bara með gullmen og bleikar varir í galakjól. já og snoðuð. SÆT!
natalie bara á leið í dinner með vinkonunum, þurfti ekkert að greiða sér því hún er snoðuð. SÆT!


það er best að vera ekkert að ræða þetta við sigurjón, heldur fara með málið beint í flókanefnd. þar fæ ég nefninlega engin hrottaleg svör, heldur bara krúttlegan svip sem segir (með öðru auganum því augabrúnin er alltaf fyrir hinu) "gerðu það sem þú vilt dagný mín".

3 comments:

  1. uuu...Fékk Sigurjón ekki hund? Hann skuldar þér snoðklipptan haus (þinn haus alltsvo)
    ElsaG

    ReplyDelete
    Replies
    1. RÉTT!
      ég nota þetta sem rök - takk elsa mín.

      Delete
  2. hahaha getur líka snoðað Flóka, þó er spurning um að leyfa honum að komast yfir kynþroskaaldurinn því það er ekki víst að hann nái sér að fullu annars ! En ég get alveg sagt þér að hann er svaka sætur snoðaður (oggo fyndið fyrst en þá er krúsiallt að hlæja EKKI því það getur haft alvarlegar afleiðingar !)svo jafnar það sig og er svaka þægilegt..spurðu bara Ronju, hún velur það enídey framyfir reytingu. Allavega knús í húsið á horninu úr húsinu á holtinu.. luv gerður

    ReplyDelete