flóki tekur starfi sínu sem hjúkka mjög alvarlega og hefur verulegar áhyggjur af mér. ef hann væri fær um það að ná í vatn og rista handa mér brauð myndi hann pottþétt gera það! í hvert sinn sem ég leggst í sófann (sem er oft, því að ég get ekki haldið mér vakandi og mér er svo illt í hausnum að hann hristist) kemur þessi litli loðbolti hoppandi til mín. svo rekur hann trýnið í kinnarnar á mér og loppurnar á nefið (sver fyrir það) og leggst svo í hálsakotið.
(okeeeiii - kannski er hann bara athyglissjúkur og vill að ég leiki við sig en ég vil meina að þetta sé umhyggja og aðferð hans til að reyna að hjálpa mér í gegnum þess pest!)
sigurjón sá um páskaeggjakaupin þetta árið og ég fékk lakkrísbombu. djöfull hlakka ég til að mölva þetta egg og éta það á kortéri. hugsanlega éta málsháttinn með í djöfulganginum.
þessar fótóbúþ myndir koma aldrei vel út - samt gefst ég ekki upp.
Hei ég fékk líka svona egg!! Varð fyrir nettum vonbrigðum, það var eiginlega enginn lakkrís í því nema í botninum og svo fannst mér það sem var inn í því flest allt vera vont! Kv. Dagmar
ReplyDelete