Sunday, April 8, 2012

páskadagur í máli og myndum.
eggjaleitin mikla hófst um leið og sigurjón rifaði augun. ég var náttúrlega löngu vöknuð og glorsoltin þar sem ég var að spara mig fyrir súkkulaðiátið og fékk mér því engan morgunmat. 
leikar fóru þannig að sigurjón fann sitt egg á undan. það var inni á baði, bak við hárblásara, sléttujárn, tvö upprúlluð handklæði og körfu fulla af þvottapokum. þið getið rétt ímyndað ykkur hversu sigurviss ég var! mitt egg var hins vegar ofan í kaffivélinni og til þess að finna það þurfti ég vandræðalega margar vísbendingar. þær voru meðal annars "það er inni í eldhúsi" og "það er ekki inni í innréttingunni, ofan á ísskápnum eða í hornskápnum" (sem er nánast allt sem er í eldhúsinu). til þess að bæta gráu ofan á svart þá var karamellueggið sem sigurjón fékk svo töluvert betra en mitt. win win staða fyrir hann, en stórt tap fyrir fraukuna.
þarf þó varla að taka það fram að þrátt fyrir allt eru bæði egginn að sjálfsögðu búin.


til að minnka átsamviskubitið og koma í veg fyrir fituælu hjá mér (gallblöðruleysið) tókum við töluvert gott hundalabb í laugardalnum eftir hádegi. flóki er eins og stendur í strangri umhverfisþjálfun (já það er orð! kannski svipað og hunda crossfit) og stóð hann sig eins og hetja! þessi svarti litli loðbolti er farin að rúlla sér eftir skipun og gefur fimmu þegar vel liggur á honum. að sjálfsögðu fékk hann svo að vera í fínum fötum í dag eins og aðrir heimilismeðlimir.
myndir af flóka eru því miður enn eins og illa farnar sónarmyndir. það er ekki gott að segja hvað snýr fram og aftur og enginn vill almennilega viðurkenna það að hann sjái ekkert út úr klessunni. ég get til dæmis ekkert sagt ykkur hvort að flóki er með opin augun á þessari mynd, eða hvort þau eru jafnvel undir hattinum! hver veit? get þó fullvissað ykkur um það að eyrun hanga þarna sitt hvoru megin við hattinn og nefið snýr beint að vélinni. (held ég).


í kvöld elduðum við svo í fyrsta sinn hátíðarmáltíð í húsinu á horninu. það gekk töluvert betur en oft áður þar sem við:
a) rifumst bara einu sinni á meðan á matseld stóð (og það var svo smávægilegt að það telst varla).
b) vorum sammála um hvað ætti að vera í boði og vorum þannig laus við að gera marga aðalrétti, eins og stundum hefur verið. 
fyrir valinu var innbakað lambafille með villisveppafyllingu og meðí. ótrúlega sem þetta var gott!
páskarör, páskaservíettur, malt&appelsín.
já - þetta er fáranlega mikill matur fyrir tvo.
nei - við kláruðum þetta alls ekki.
já - það var ís í eftirrétt en þegar þetta er skrifað höfum við enn ekki lagt í meira át.

5 comments:

  1. Umm gaman að sjá matinn sem ég hefði boðið mér í hefði ég ekki dottið á svona obbosle'a ódýrt flug ;)
    ...ég sé aldrei hvernig hann snýr og tengdi vel við þetta með sónarmyndirnar...

    ReplyDelete
    Replies
    1. bjóddu þér eins oft og þú vilt í mat og hver veit... kannski lendirðu innbökuðu lambi. (ráðlegg þér samt að velja fína daga ef þú ætlar að reyna það).

      nei það er ekki sjón að sjá þetta hundsgrey á myndum. hann er eins og staðaímynd af kínverja á þessari.

      Delete
  2. Jóhann kann að gefa fimmu og "klessann". En hann kann ekki að rúlla sér eftir skipun. Kannski ég drífi í að kenna honum það. Er óeðlilegt að bera Flóka og Jóhann saman?

    ElsaG

    ReplyDelete
    Replies
    1. nei, það er alls ekkert óeðlilegt. ég heyri fólk oft bera saman börn og hunda - þannig að það má.
      okei to do hjá okkur er klessann og ykkur að rúlla.
      fáranlegt að barnið rúlli sér ekki eftir skipun, orðið svona gamalt!
      jæja, drífiði í'essu.

      Delete
  3. Ó lord hvað þið eruð væmið par stundum. Páskaeggjaleit og glös með flækjurörum. pwwwhhahahahahahahahaha.


    Kjabbi

    ReplyDelete