Monday, March 12, 2012

um helgina fékk ég smá stelpumeðferð, sem alltaf er merkisatburður þegar ég á í hlut.
dömusiðir og útlitsdúllerí er nefninlega eitthvað sem ég er ekki sérfræðingur í. hins vegar á ég ansi hreint góða frænku sem er einmitt fagmaður á þessu sviði, þá bæði í snyrtifræðum og svona förðunar- og fegrunardúlleríi. hún heitir helga og hún tekur mig reglulega í kennslu hvað varðar hegðun og lekkerheit og stundum gerir hún mig líka fína með alls konar trixum. 

helga getur svo aftur á móti horft á mig og lært að það er allt í lagi að vera með naglalakk sem er farið að flagna örlítið og það þarf ekkert endilega að vera í stíl - tær&fingur. þegar við erum saman þá sér hún líka að það eru ekki bara sjóarar sem að blóta fantalega mikið og gríðarlegt kökuát á miðvikudögum er mjög eðlilegt í mínum augum. 

við höfum einhvern veginn alltaf verið svona. önnur greidd og smart en hin svolítið úti á þekju með hugann við eitthvað allt annað en lúkkið. það virkar alveg ótrúlega vel!
hér um við með þriðju frænkunni, herdísi. hún er í miðjunni en við helga sitthvoru megin við hana. þið megið giska tvisvar hvor er hvað.

í gær áttum við frænkudag að hætti helgu. handsnyrtinga og bröns með helling af beikoni og pönnsum (þetta ætti eiginlega að vera lögbundinn réttur hverrar konu einu sinni í mánuði). 
óskaplega sem ég var södd og sæl þegar ég settist á skrifstofuna og ætlaði að læra... en horfði í staðin bara á bíómynd og kenndi flóka að sækja drasl og koma með aftur til mín. (já mér tókst að koma flóka fyrir í þessu bloggi líka).

eins og almennilegum bloggara sæmir hef ég svo ákveðið að setja inn mynd af mér með nýju snyrtu neglurnar. því miður á ég ekki iphone (það má samt gefa mér þannig) og nennti ekki að taka sérstaklega mynd af höndunum á mér, til þess að setja inn í tölvuna, til þess að setja inn á netið... fattiði? þannig að myndin sökkar því miður og fíneríið sést ekki vel. en þið verðið að lifa með því. naglalakkið er allavega flott í alvöru!

1 comment:

  1. Já nei nú verð ég að fara lakka á mér neglurnar! ps. Þið eruð yndislegar frænkurnar!

    ReplyDelete