Tuesday, March 20, 2012

það er svo mikið að gera í skólanum þessa dagana að ég veit varla í hvorn fótinn ég á að stíga. hópverkefni í öllum fögum og stór greinargerð sem svífur yfir mér þar sem ég hef trassað hana endalaust. alltaf gengur þetta samt einhvern veginn upp - vonandi verður engin breyting þar á í þetta skiptið!


það eru líka til nokkur ráð til að gera þetta allt bærilegra. hér koma þrjú:
1) næliði ykkur í kærasta svipaðan og sigurjón. þá getiði átt von á því að opna búrskápinn heima hjá ykkur og sjá þar ilmandi gott kaffi og kleinur í poka. óskiljanlegar aðferðafræðiglósur verða um leið töluvert skemmtilegri og nothæfar. að sjálfsögðu má fá sér  fleiri en eina kleinu þegar þær eru jafn litlar og þessar!


2) verðiði ykkur úti um einhvers konar aðstoðarmann eða ritara. það er óþægilegt að sjá ekki skrifborðið fyrir pappírsstöflum sem á eftir að fara í gegnum eða vinna. það er óþægilegt að gera verkefni þegar námsefnið er ekki á hreinu. það er óþægilegt að vita ekki hver aðalatriðin eru og það er alls ekki gott að mæta sjaldan í tíma. þessu getur góður ritari reddað á nóinu. hér er mynd af mínum að merkja við aðalatriðin með mismunandi litum. það fer allt eftir fagi og innihaldi. að sjálfsögðu er líka krassað yfir það sem ekki skiptir máli.


3) hlaðiði niður þessu polaroidrugli, þannig að þið getið eytt meiri tíma í það að gera myndirnar ykkar eins og lélegar polaroid útgáfur í stað þess að svitna allan daginn yfir námsefninu. þetta má hins vegar aðeins ef að ritarinn hefur hafið störf!



megi ykkur vegna vel!

2 comments:

  1. hressandi. Ætla að tækla aðferðafræðina mína svona. Vantar bara kleinurnar og hundinn.

    ReplyDelete
  2. okei updeit!
    smjörpopp með bíósalti sló þessari aumu kleinu út á nóinu!
    farðu frekar að poppa valla og er ekki nóg af útigangsrökkum þarna í sví?

    ReplyDelete