_____________________________________________
þegar fjórar klukkustundir voru liðnar af gærdeginum var ég komin með nóg af fólki. mig langaði bara heim að lesa bók og forðast samskipti í töluverðan tíma.
þetta byrjaði þegar ég kveikti á útvarpinu hér heima, stuðið hélt áfram alla strætóferðina og var stanslaust í eyrunum á mér á meðan ég beið eftir því að tíminn í skólanum byrjaði. það eina sem hægt var að tala um virtist vera júróvisjón og kosningarnar á laugardaginn. (reyndar voru líka einhverjar stelpur að tala um heilsudrykki og hörfræ, en ég leiddi það hjá mér af því að ég veit ekki hvað það er og fylgdi því ekki samræðunum).
fólk er sem sagt alveg tryllt yfir því að lagið sem fer út hafi fengið 0,9% færri atkvæði en blár ópal, sem lenti í öðru sæti. vægi dómnefndar var í þetta sinn nefninlega helmingur á móti greiddum atkvæðum og vildu hún greiiinilega ekki fá þessa strákpjakka til að flytja unglingapopp þarna ytra (no worries, mér fannst ekkert um þetta lag frekar en önnur).
en! hvernig var þetta aftur þegar silvía nótt fór út? þá var engin dómnefnd og því bara farið eftir atkvæðum sem bárust í gegnum síma (sem er það sem að fólk er að biðja um núna). og ef við rifjum nú aðeins upp hvernig það fór... jú! það varð allt brjálað. "af hverju er engin dómnefnd til að koma í veg fyrir svona vinsældarkosningar hjá unglingum" var setningin mánudaginn eftir júró það árið.
sjáiði hvert ég er að fara með þetta..?
muniði líka þegar það var hvorki dómnefnd né kosnins, heldur valdi rúv bara hvaða lag átti að fara. æj, þá voru líka allir brjálaðir.
rilí krakkar. rilí?!
mín tillaga er sú að við sleppum þessu júrói í smá tíma og spörum okkur vesenið og vælið og nokkrar milljónir og reynum bara að halda okkur í þokkalegu skapi. koma okkur svo smám saman upp úr mesta volæðinu og kreppunni. væri til dæmis ekki úr vegi að leggja peningana sem að fara í júróvisjón til menntamála. nú eða heilbrigðismála, svo að ekki þurfi að leggja niður líknardeildir hér og þar!
hægt væri að halda í söngvakeppni sjónvarpsins og því væri enn hægt að halda partý og fara á fyllirí, fyrir þá sem það vilja.
en fyrir alla muni, hættum nú að tala um þessar guðsvoluðu kosningar (já, ég er að gera það núna en það mun aldrei gerast aftur) og gefum næsta manni hjartakort í tilefni dagsins.
við gætum hvort eð er aldrei haldið þessa keppni, en það er nú önnur ella.
Ég elska júró en ég er sammála. Sleppum þessu bara í nokkur ár. Og fólk er fífl, aldrei sátt.
ReplyDeleteþegiðu
ReplyDeleteari þó!
ReplyDelete...
spegill um allan líkama. óhepinn, þú sagðir sjálfum þér að þegja!
(speglatrikkið virkar alltaf).
word
ReplyDelete