Wednesday, February 15, 2012

celebsökker, kafli 3.
það er svolítil kúnst hvernig ég vel celebvini mína. einhverra hluta vegna virðist þetta flest allt vera kvenkyns stjörnur, en ætli ég laðist ekki bara meira að þeim? viðkomandi þarf að vera geysilega sjarmerandi og fagur, annars tek ég ekkert eftir honum og gef mér alls ekki tíma í upplýsinga- og myndaöflun. þar að auki þarf litla sjarmatröllið að koma vel fram í viðtölum, því að eftir myndagúggl og leit að ævisögu fer ég iðulega inn á youtube og sé stjörnuna í fullu fjöri. það kemur oft óvart hve mismunandi niðurstöður sama persónan fær úr þessum 2 prófum hjá mér!
(dæmi: kim kardashian. hún var eiginlega bara í síðasta celebkafla af því að ég elska stóru systur hennar svo mikið og hinar tvær fylgdu bara svona í kjölfarið. kim er mjög snoppufríð og fékk góða einkunn í myndaprófinu, en féll svo algjörlega á youtube prófinu. þess vegna hefði hún aldrei komist á sykurloppuna bara ein síns liðs. aldrei!)

en í þetta sinn er stjarnan, rachel bilson.
ég varð fyrst skotin í henni í the o.c., af augljósum ástæðum: hún er sjúklega sjúklega fáránlega sæt! reyndar fannst mér hún alltaf svolítið undarlega nefnmælt og hélt á tímabili að hún væri bara illa kvefuð, en það er líklega ekki því hún er búin að vera svona í 9 ár. 
mamma hennar er kynlífsfræðingur og þá náttúrulega fannst mér hún enn meira spennandi og til að toppa þetta svo allt saman þá eru svín uppáhaldsdýrin hennar. hver í fjandanum velur sér svín sem uppáhaldsdýr! segja ekki bara allir annað hvort köttur eða hundur? mér fannst þetta allavega fyndið.
hún fékk líka b+ á youtube prófinu.
niðurstaða: við yrðum sjúklega góðar vinsur ef til þess kæmi.
þetta er myndin sem að á aðallega að sýna ykkur hvað hún er falleg. hún hefur þetta bara allt. sérstaklega þessi fínu brúnu augu.



 þessar þrjár myndir áttu að sýna hvað hún er smekkvís og klæðir sig fínt!

þess er með til að sýna ykkur hvað hún er fín í laginu stelpan. ef ég væri svona þá get ég lofað ykkur því að smekkvísi og fatastíll væri ekki það sem fólk væri að taka eftir því ég væri aldrei í fötum.


og að lokum til að benda á að rakel (hún elskar þegar ég kalla hana þetta) er líka ágæt í svarthvítu og er alls ekkert alltaf pen og prúð þó hún sé með stór möndlulaga augu!

prófiði bara að grafa upp gömlu o.c. eða horfa á hart of dixie. ég þori að veðja að allir verða skotnir í henni!


7 comments:

  1. Djöfull er ég að elska það að þú elskir dixie!

    Ég hef einmitt velt þessu nefhljóð (breytti þessari setningu því að ég var engann veginn viss hvernig ég ætti að beygja að vera nefmæld).. ekki kvefuð í 9 ár nei. ætli hún sé búin að ath að láta taka nefkirtlana?

    svo er hún líka bara alltaf fyndin..

    ReplyDelete
    Replies
    1. alltaf fyndin.
      og elska þættina. þöööökk sé sæbba.

      Delete
    2. ég elska að það sé hægt að replæja hvert comment!

      Delete
  2. Oh já, hún er svo fjallmyndarleg og smart.
    Hvað finnst þér þá um hana Leighton Meester?

    ReplyDelete
    Replies
    1. sko leighton nefninlega pínu líka henni og sjúklega sæt. ég hef ekki alveg youtubað hana nóg en ég er að ná þeim hæðum að geta dæmt hana sem kafla í celebsukker eða ekki, en ég held hún nái inn sko...

      Delete
  3. Replies
    1. hahahah!
      satt. þetta er of fönkí. ef ég væri í bandaríkjunum þá væri búið að setja nálgunarbann á mig.

      Delete