málin standa þannig að ég er hætt að skilja helminginn af því sem ég sé á internetinu. ástæðurnar geta verið nokkrar; ég er ekki góð í slangri og þoli ekki ljóta íslensku. svo hefur tækni hefur aldrei verið mín sterkasta hlið, ég átti aldrei myspace, á ekki iphone og ég twitta (heitir það twitta?) ekki og kann ekki á pinteres. það er sjaldan sem ég set svona "þettagerðistídag" mynd inn á facebook, örugglega af því að ég á ekki myndasíma.
já, ég veit heldur ekki hvað bluetooth er.
en svo við komum okkur að efninu.
ég hef undanfarið orðið vör við það að fólk setur myndir inn á facebook og skrifa undir þær setningar á borð við "elska ískalt kók" og svo er mynd af kóladós (þetta dæmi er uppspuni. ég vona að enginn sé að setja svona leiðinlegt stöff á netið). en svo vandast málin þegar ég les áfram og sé þetta merki hér #. þá stendur oft með myndinni #fíkill #bumbubaninnkominnífrí #laugardagsdekrið
fyrsta spurning til ykkar er því, hvað merkir #?
fyrir utan þetta þá er önnur tegund af myndum sem ég skil ekki. tökum annað dæmi. stúlka tekur mynd af vinkonu sinni með risastóran latté bolla. undir stendur @hrönn hatar ekki karamellukaffið. (þetta með "hatar ekki" er reyndar efni í annað blogg, en ég nenni því ekki núna. það er ekkert rangt við það að segja þetta, bara óskaplega mikið notað).
spurning tvö er sem sagt, hvað þýðir það þegar @ er fyrir framan nafn.
næsta spurning er meira málfræðilegs eðlis, en hún brennur engu að síður á mér.
þegar fólk segir "er að meta þetta" er það þá virkilega að meina að það ætli að taka sér smá tíma til að fara yfir stöðu mála, gera sér grein fyrir kostum þess sem um er rætt og leggja svo fram mat á málinu? eða er fólk bara að reyna að segja "ég kann að meta þetta" af því að það er þakklátt eða glatt?
ég eiginlega verð að fá svör við þessu svo ég geti haldið áfram að eyða tíma mínum á facebook. það fer alveg með mig að vita ekki hvað þetta allt er!
já og kannski eitt í viðbót þá. af hverju er fólk farið að sleppa úr orðum og skrifa bara "stundum að..." og svo endar setningin á t.d. vera góður, slappa af, sofa út eða hanga einn á lesstofunni. það vantar greinilega eitthvað í þessar setningar og ég skil ekkert af hverju þær þykja flottari svona en bara réttar?
spurning um að ég fari á tölvunámskeið eða reyni að fylgjast betur með öllu þessu nýstárlega dóti sem er í boði í heiminum. eitt er víst, ég er laaaangt á eftir! (enn ein ástæðan fyrir því að ég þurfi að hætta í skólanum, til þess að hafa tíma til að halda í við heiminn).
p.s. ef það eru málfars- og innsláttarvillur í mínum skrifum þá er það alveg óvart, ekki viljandi vitlaus íslenska. þannig að, ef þið sjáið svoleiðis þá þykir mér það leiðinlegt.
ég get svarað:
ReplyDelete1) þetta # er sem sagt twitter dæmi. fólk bara notar það greinilega út um allt því að það er kúl? en á twitter er þetta skilgreinilegaratriði.. skrifar twitt um kók og merkir það svo með # til að skilgreina að þú sért að tala um það sem kemur á eftir.
2)@ merkið á undan nafn er re-tweet á twitter... þá fær (í þessi tilfelli) hrönn skilaboð um að þú hafir rætt um hana.. svipað taggi á nöfnum á face.
3)"er að meta þetta" er eitthvað sem ég hef lengi verið að íhuga.. ég held að fólk ætli að láta okkur vita þegar það er búið að íhuga málin. ég er allaveganna að bíða..
4)"stundum að" ætla ég ekki að reyna að skilja.´í dag sá ég eftirfarandi stadus á facebook:
"stundum að flytja til Akureyrar" - flytur hún af og til til akreyrar eða er hún að flytja til akreyrar?
p.s. strákarnir í vinnunni aðstoðuðu mig við 1) og 2). stundum að vinna með kúl gæjum?
hahahahah - stundum að flytja til akureyrar.
Deletetalandi um loðin status!
takk fyrir greinagóð svör, linda og samstarfsmenn. þetta þótti mér afar vænt um.
í alvörunni. ég veit ennþá ekki hvort hún sé að flytja eða ekki.
Deleteog ég í alvörunni skil ekki #. skil hvað þeir eru að gera en átta mig engann veginn á hvaða random orð þeir setja.
ég var líka svona 3 ár að skilja (staðfest) hjá þeim.
stundum að vera in.. já?
nú rétt í þessu sá ég þetta við mynd af stelpu í maxi kjól.. "stundum að rokka maxikjólinn..sæt!" hún er sem sagt ekki alltaf að rokka hann eða?
Deleteég finn að við eigum eftir að vera lengi að ná þessu stundum dæmi...
Deletehahaha "stundum að flytja til Akureyrar" er ógeeeðslega fyndið. fólk er svo gáfað!!
ReplyDeleteertu að reyna að vera inn einsog frigid, er þetta svona "hvað er þitt uppáhaldsleiðinlegustu fólk á fb að vera kúl en meikar ekki sens" dæmi.... æ þú skilur!
stundum að reyna. samt allavega að fá svör, því ég var orðin gapandi áttavillt á veraldarvefnum! gapandi.
DeleteÉg get bætt við þekkingu ykkar, ástæða þess að þetta sést á fb, þá meina ég # og @, er vegna þess að fólk er með twitterið sitt tengt við fb. Svo allt sem þú twittar kemur líka á fb-ið þitt, sem er mögulega pínu kjánalegt af því að það gilda bara ekki alveg sömu relgur á þessum stöðum! En annars finnst mér twitter heimskulegt og frekar óþarft þegar maður er með fb.. alla vega gafst ég mjög fljótt upp á að reyna að nota það... kannski ekki nógu hipp og kúl?
ReplyDeleteEn þetta með "stundum" hef ég ekki rekist á og furða mig mjög mikið á þessu! Langt frá því að ég sjái í þessu heila brú.
Hilsen, DÝS
Sko. Ég hef aldrei séð þetta stundum dæmi. ÖÖÖ það er frekar glatað. Eða sko ég segi eins og þú, skil ekki meininguna. Stundum að flytja til Akureyrar? Brandari dagsins.
ReplyDeleteEr að meta þetta er líka fyndið. En það þýðir væntanlega eitthvað í þessa átt: is liking it, as in að like-a hluti á facebook. Hluti af ensk-íslenskunni eða jafnvel facebook-ískunni, eins og þetta týpíska: Er að elska þetta. Við segjum ekki svona á íslensku en segjum þetta samt því þetta er sagt á ensku (I´m loving this...).
ps. (þú ættir kannski bara að velja facebook vini þína betur...)
jú, valla. það er kannski eina rétta ráðið. verst hvað það eru margir í þessu rugli. þið yrðuð fá eftir á vinalistanum held ég (sérðu hvað ég gerði þarna, sagði þið sem þýðir að ég ætla ekki að henda þér út. haaa!).
Deleteég allaveganna dílítaði þessari sem er stundum að flytja til akureyrar...
ReplyDeletep.s. veit ekki enn hvort hún sé að flytja þangað eða hvað.