Thursday, February 23, 2012

hjartans þakkir til þeirra sem hjálpuðu mér í stóra internetkrísu-málinu. þungu fargi af mér létt og ég get nú loksins skoðað facebook án þess að fríka út af skilningsleysi.
gleður mig mjög.

en það er margt sem gleður mig þessa dagana og þar ber sértaklega að nefna hvað daginn hefur tekið að lengja. mér hefur alltaf leiðst myrkrið og veturinn alveg óskaplega, alveg frá því að ég var krakki. ég gat bara ekki skilið allt þetta myrkur og fannst hundleiðinlegt að gera snjókarla sem sáust ekki! þegar ég var svona fimmtán fór svo vinkona mín að tala um hvað þetta væri notalegt, að sjá stjörnurnar og láta myrkrið faðma sig. en það faðmaði mig andskotann ekki neitt heldur fékk ég bara sjúka innilokunarkennd.
mér finnst erfitt að vakna í myrkri og sérstaklega þegar það birtir bara rétt í smá stund áður en það verður dimmt aftur. það eru alveg nokkrar vikur á ári þar sem ég er gegn eiginlega bara í svefni af því að ég næ varla að rifa augun. vá hvað ég er fegin að það tímabil sé búið! 


svo í gær, framan á fréttablaðinu, var geysilega hress mynd og textinn undir sagði að nú væri bjart frá kl. 9 og fram til að verða hálf7. það er mun meira en það var 1. febrúar - það birtir nefninlega helvíti hratt eftir að það byrjar á annað borð. voðalega sem það er geggjað!

ég get ekki beðið eftir vorinu og vondu lyktinni sem því fylgir. þá klæða enginn sig í samræmi við veður, því fólk er svo spennt og heldur að það sé sumar. máltíðirnar verða öðruvísi og flestar grillaðar. birtan nær fram á kvöld. skólarnir fara í frí og krakkar fara að kríta.
náiði því hversu mikið ég elska vor og sumar? og hversu miiiiiikið mér er í nöp við veturinn!

ég er sko með semí fiðring í tánum af tilhlökkun, enn djók.

11 comments:

  1. sammála dagný!!! hlakka mikið til vors og sumars...og þess að fara út að kríta.

    ReplyDelete
  2. Mig langar að grilla! En hér í Sverige er víst bannað að vera með síns eigins grill á svölunum. Að minnsta kosti í mínu húsi. Maður þarf að fara á svona stóra sameiginlega grillstaði með stóru kolagrilli ef maður vill grilla. Já og panta staðinn fyrirfram. Ekkert svona skyndihugdetta að grilla sko! Nú er ég farin að grilla svo ég hætti hér.

    ReplyDelete
    Replies
    1. hvað ertu að segja!? þið verðið bara að grilla inni í stofu og láta börnin veifa handklæðum og hafa opinn gluggann. nú eða plana þetta sjö vikur fram í tímann. vá hvað það er ekta sæn/danskt.

      Delete
  3. æj vá! í fyrsta lagi þarf febrúar að klárast sem allra allra fyrst! og mars strax þar á eftir og apríl og maí med det samme!
    svo bara verður sumarið að koma og við verðum að vera í stuttbuxum og hlýrabolum og maxi pilsum og kjólum og leika með sólgleraugu og bjór og spil út í garði og ís á austurvelli og borða úti á kaffihúsum og labba heim undir morgun og leggjast í gras og horfa upp í himininn eftir dansiball á sumarkvöldi..

    þetta allaveganna verður að fara að klárast! verður!

    ReplyDelete
    Replies
    1. mínus þetta með maxi pilsins, ég er ljót í þannig.
      allt hitt ON!

      Delete
  4. Replies
    1. já æj, svona þegar allt er að bráðna og grasið er úldið. eða... eitthvað er að gerast og það kemur svona vorlykt í loftið.

      Delete
  5. Ég gæti skrifað hérna nokkuð nákvæma útskýringu á því hvað er að gerast þegar að "vonda lyktin" kemur en ég vil ekki að þú hendir mér af fb. Svo ég læt mér nægja að segja að ég elska "vondu lyktina"!

    ReplyDelete
  6. Takk fyrir ótrúlega skemmtilegt blogg. Búin að lesa öll bloggin og skemmti mér stórkostlega vel :)

    ReplyDelete
    Replies
    1. vei, takk hafdís!
      ég elska þegar nýir lesendur skilja eftir athugasemd :)

      Delete