Sunday, February 26, 2012

aldrei hefði mér dottið í hug að ég myndi eignast hund. sko, aldrei! ég er nefninlega hrædd við dýr, ekki bara hunda, heldur bara dýr almennt. 
ástæða: þú veist aldrei hvað þau eru að hugsa! þau horfa á þig og það er ekkert hægt að lesa úr augunum á þeim. þau geta snappað hvenær sem er. þau geta verið geðsjúk alveg eins og við, nema það er ekkert sem heitir dýrageðlæknir. eru dýr greind andleg vanheil, eða kemur það bara í ljós þegar þau bíta hausinn af litlu barni? af hverju ættu þau ekki að bíta okkur, við erum ekki sami flokkur! þau bara stara á okkur og svo bíta þau... eða tryllast... eða hver veit! fattiði hvert ég er að fara með þetta..?
þetta er ástæðan fyrir því að ég er hrædd við ketti, hunda, hesta, rollur, páfagauka, slöngur, beljur og seeeemí hamstra (þeir geta alveg bitið líka).


en! hundar hafa verið ofarlega á óskalista sigurjóns síðastliðin fimm ár eða svo, mér til mikillar mæðu. ég var búin með allar afsakanir og neitanir í heiminum og sagði því já við hundi. (ástæða: við leigjun íbúð í fjölbýli, ég hélt að þetta færi aldrei í gegn! en að það var að sjálfsögðu ekkert mál).
mig langaði samt ekkert í hund. það er ekki góð lykt af þeim, þeir geta verið háværir og svo spilaði þetta með hræðsluna svolítið inn í líka.
en svo kom flóki til okkar og ég sver það, ég kem til með að falla í skólanum! ég get ekki hætt að atast í þessum aumingjans hvolpi, leika við hann og reyna að kenna honum nafnið sitt, kyssa hausinn hans og klóra honum á maganum. þegar hann er vakandi þá langar mig að leika við hann og þegar hann er sofandi þá langar mig að vekja hann. en ég tími því samt ekki alltaf, því hann liggur bara og sýgur á sér tunguna. 


getur einhver plís bankað í mig þegar þetta er orðið of mikið hundaæði, alveg þannig að enginn vill vera vinur minn lengur. ég veit að þetta er orðið ansi nálægt því... en annað er ekki hægt!



hvernig er í alvöru ekki hægt að tryllast yfir þessu dýri. mother of all that is pure and glad, hann er ekkert venjulega krúttlegur.


flóki fór svo í sína fyrstu langferð áðan (hringinn í kring um húsið) og það þurfti að halda á honum seinni hluta leiðarinnar. svona litlir fætur ráða ekki beint við mörg skref í einu. nú er flóki greyið rústir einar, smokraði sér undir teppi og ég held að hann stefni bara yfir móðuna miklu! ég allavega býst ekki við miklu frá honum fyrr en í fyrsta lagi á miðvikudaginn.




ok. flókasögur búnar í bili! lofa.

9 comments:

  1. Ohh YNDIÐ!!! Innilega til hamingju með hann Flóka =)

    ReplyDelete
  2. Ó jeminn eini, mig langar að lesa þessa færslu aftur strax, hún er svo krúttleg! Sjá hann! Skil mjög vel annars þetta með hræðsluna, ég sigraðist ekki á minni fyrr en mamma og Júlía systir fengu sér hund.

    ReplyDelete
  3. Músí mús.... verð að komast í tæri við hann Flóka þegar ég kem næst í borgina ;) við Flóki eigum deit og þú mátt sjá um Húna ;) díll ?? ;)))

    ReplyDelete
  4. held að þú sért með hundaæði

    ReplyDelete
  5. TAKK ástríður.
    sko, þessi færsla er ekki neitt miðað við dag með dýrinu. en gott við deilum hræðslunni. ég finn samt ekki fyrir henni með flóka, enda er hann minni en hausnin á mér.
    frænka - það er díll. svissum á húna og flóka.
    og já, ég er algjörlega með hundaæði. aaalgjörlega!

    ReplyDelete
  6. mikið er þetta krúttlegur hundur. Þeir eru góðir ef maður getur fengið pössun fyrir þá. Mér fannst erfiðara að fá pössun fyrir hundinn heldur en börnin. Vond lykt í forstofuna ef maður fer út að ganga með þá í snjó og bleytu. Kona með reynslu sem talar.

    ReplyDelete
  7. pifft ekkert mál að fá pössun fyrir Flóka, Ronja væri örugglega til að deila bælinu sínu með honum, sleikja hann og leika við hann og kenna honum fullorðinna hunda siði. Bara svona ef mútta og co þurfa að fara eitthvað án hans..

    ReplyDelete
  8. sko valla! málið með pössunina leyst á nóinu.
    ég tek þig sem sagt bara á orðinu gerður.

    en, ég á ekki forstofu og flóki lyktar alltaf eins og blóm. (önnur staðhæfinganna er röng - þið megið giska hvor þeirra).

    ReplyDelete
  9. HAHA - fullorðinna hunda siði.

    ReplyDelete