Wednesday, February 1, 2012

eins og í flestu öðru koma tískubylgjur í bloggum. 
fyrst fór slatti af stelpum að setja inn svona outfit of the day myndir (ísl: klæðnaður dagsins) sem mér persónulega fannst virkilega skemmtilegar, en síðan þróuðust þær út í inspiration of the day (ísl: innblástur dagsins). þann flokk skildi ég hins vegar aldrei, því í mínum augum voru það bara random myndir sem ég gat ekki með nokkru móti tengt við venjulegan skóla-/vinnudag hjá fólki og hvað þá séð hvernig þær veittu höfundum innblástur. en það er líklega af því að ég er svo einföld sál. stuttu síðar komu do it yourself, eða DIY færslur, (ísl: gerðu það sjálfur, eða GÞS) þar sem að lesendum var kennt í einföldum og skýrum skrefum að föndra eitthvað ægilega fínt. ég hafði mjög gaman af þessu tímabili og reyndi hvað ég gat að föndra. það tókst nú samt sjaldnast. 


nú er svo komið að matur og uppskriftir eru geysivinsælt efni í bloggskrif. það finnst mér mjööög skemmtilegt og nýti mér það óspart. ég er að taka eitthvað smá lífstímabil þar sem eldamennska og bakstur á hug minn allan, frekar en sjónvarp og bækur. mér finnst snilldar gaman að grúska í eldhúsinu og bjóða í mat, eða bara baka smotterís brauð sem hægt er að narta í með súpum. ef ég hefði allan tíma í heiminum væri ég sem sagt í yfirþyngd og rúmlega það með krónískt subbulegt eldhús (þetta er ekki beint heimilisvænt hobbý þegar kokkurinn er fraukan). en þar sem þetta tímabil mitt er bara á byrjunarstigi og hæfileikarnir eftir því og þess vegna koma þessar matarfærslur sér feikivel!


stundum er samt fínt að henda bara í pakkapönnsur og vera með huggulegan helgarbröns. það þarf ekkert alltaf að vera fínt og flókið!




þrátt fyrir að ég taki lítinn þátt í þessu sveiflukennda vinsældarþema (sem aðallega má skýra með gríðarlegu þekkingarleysi og takmörkuðu magni af fötum) vil ég endilega biðja ykkur hin sem haldið úti bloggsíðum að feta áfram þessa braut. sérstaklega þessari með matinn!

5 comments:

  1. Hahaha, best GÞS skammstöfunin, af hverju alltaf að nota engilsaxnesku þegar við höfum svona fallega íslensku ...

    ReplyDelete
  2. Hva er búið að breyta skrifstofunni minni í matarborð????

    Kjabbi

    ReplyDelete
  3. þar er ég sammála þér ástríður, bæði skammstöfunin og íslenskan eru feiknafín (þetta gæti hugsanlega verið nýyrði...)

    kjabbi sko. ég veit ekki alveg hvað gekk á, allt í einu vorum við farin að borða þarna og drekka kaffi en ég lofa að um leið og þú kemur þá verður þetta lagað!

    ReplyDelete
  4. Langaði bara til að segja þér að mér finnst þú ótrúlega skemmtilegur penni oh þú þekkir mig alls ekkert en ég les alltaf síðuna þína ;)
    Kveðja frá leynilesandanum ;)

    ReplyDelete
  5. kærar þakkir fyrir, skemmtilegt að fá svona fallega athugasemd og þér er alveg óhætt að koma fram undir nafni. ég lofa að bíta ekki! :)

    ReplyDelete