allar þær myndir, sem eru annað hvort teknar að mér óaðvitandi eða það snögglega að ég næ ekki að setja upp sparibrosið (sem ég er reyndar enn að vinna í...) eru hryllilegar. ég er svo reið á svipinn og fúl að ef ég myndi mæta mér úti á götu þá færi ég að skæla!
ég bretti brýnnar óspart en ekki í þeim tilgangi að lýsa vanþóknun á einhverju eða vera í fýlu, það er bara svona eins og hvíldarsvipurinn minn. þar að auki píri ég augun meira en góðu hófi gegnir, af því að ég sé ekki nógu vel og gleraugun eiga það ansi oft til að gleymast í húsinu á horninu. toppurinn minn gerir mig heldur ekki beint vingjarnlega.
nú eruði flest komin með ágæta mynd í kollinn af þessum ófögnuði, en ég ætla samt að koma hérna með ferskt og brakandi gott dæmi:
fyrir ykkur sem ekki vitið það þá er ég verðandi félagsráðgjafi og hefur mig alltaf langað að vinna með börnum... hvernig á það eftir að ganga?
"krakkar komiði til mín" segir konan sem er eins og svangur úlfur á svipinn.
æjh... ætli ég verði ekki bara að treysta á guð(?) og lukkuna.
var anja ekki að reyna að kenna þér þetta áðan? bein í baki, líta yfir öxl og hafa "hissa" svipinn - svona eins og þú hafir séð eitthvað sem þú vissir ekki af.... basic bara.
ReplyDeletemér sýnist ég ver að reyna það þarna... er allavega að horfa yfir öxlina og lít svo sannarlega út fyrir það að hafa séð eitthvað. reyndar ekki hissa, heldur meira svona "drullaðu þér í burtu". þarf að reyna að laga það! næsta kennslustund mun vonandi koma betur inn á svipinn og andlitsdrætti. ég allavega legg það til!
ReplyDeleteMér finnst þetta flott mynd! Augabrúnirnar alveg að gera sig - hefði viljað hafa hrukkuna með samt til að gera þetta ekta með landslaginu ;-)
ReplyDeleteHei! ég er líka með svona hrukku! Stofnum klúbb!
ReplyDeleteKv. Dagmar
LOL andlitsrass! Það sem þessum vitleysing dettur ekki í hug. En ég hef nú sé þig innan börn bara svona nokkuð mikið og ef til vill meira en hver önnur meðalmanneskja og sá aldrei neitt sem minnti mig á svangann úlf? held nú að einn vinur okkar hefði nú ekki verið lengi að taka eftir því ef svo væri! Þessi sem tekur eftir ÖLLU manstu! ég treysti honum alla vega!
ReplyDeleteDagný, ég skil svo vel hvað þú átt við. Ég glími við sama vandamál, nema það er smá fjölbreytni í þessu hjá mér - sem ég veit ekki hvort að sé gott eða vont. Það er ýmist fúla gamla konan eða reiði fýlupokinn sem er aldrei nokkurn tímann hress.
ReplyDelete