Tuesday, January 24, 2012

celebsökker, kafli 2.
ég er ekki enn búin að taka erin í sátt eftir þennan "kjóla"trylling og svo virðist sem hún vilji ekki vera pennavinur minn, það er alveg sama hvað ég reyni að skrifa henni skemmtileg og sæt bréf. aldrei fæ ég svar!


en þetta var bara smá öpdeit, því að þessi kafli á að fjalla um aðra en erin og í þetta skiptið er þetta svona 3fyrir1 tilboð - kardashian systur.
ég er ekki mikið fyrir raunveruleikasjónvarp (fyrir utan unge mødre, en það er nú líka skylduáhorf, prófiði bara að horfa á einn átt og ég lofa að þið þráið meira) en þessir guðsvoluðu þættir um kardashian fjölskylduna ná algjörlega tökum á mér! ég bara get ekki sleppt því að horfa á þetta. þau eru líka ansi mörg og töluvert mikið um að vera og því verður að passa upp á það að missa alls ekki úr. svo sá ég um daginn að elstu systurnar þrjár eru allar með sér þætti! þá var mér nú allir lokið... með þessu áframhaldi þarf ég að segja mig úr skólanum til að geta fylgst almennilega með þessu öllu saman.
en hvað um það. stúlkurnar sem um ræðir eru kourtney, kim og khloé. þær eru sjúklega fyndnar, nema kim, hún er algjör vælubossi. 


kourtney er sjúklega róleg, pínulítil og fyndin og ég held að við séum að bonda mest. hún er einmitt svona sæt (sjá myndir). kærastinn hennar er samt drulludeli og ég er alltaf að segja henni að skoða þau mál betur. ég held samt að hún sé ólétt eftir hann... aftur!




já, ég gleymdi að nefna að hún hjálpaði til við að tosa krakkann út í fæðingunni. það var allt sýnt í þættinu. hún er ofukona, sver það!

 khloé fríkar mig gjörsamlega út, hún er svo flippuð og reið alltaf. við tvær gætum aldrei átt alvöru vinkonusamband, það væri bara byggt upp á tjúllflippi og hræðslu af minni hálfu. ég er samt alveg tilbúin til þess að vera til staðar fyrir hana, því að öll slúðurblöðin tæta hana alltaf í sig og segja að hún sé feit, stór og passi ekki inn í fjölskylduna. það er ekki gott fyrir sálina! og ég, sem verðandi félagsráðgjafi, get verið til staðar. hún veit það alveg.




en hún á mann og þau virðast alltaf ógeðslega skotin, enda giftu þau sig eftir svona mánaðar samband. fyrr má nú aldeilis elska!





kim. æ ég nenni ekki einu sinni að tala um hana hún er svo boring. búin að gifta sig tvisvar og skilja jafn oft, svo er hún alltaf með drama og eins make- up. samt er hún frægust! æ þið vitið hvernig þetta er...



eins og staðan er í dag bíð ég því spennt eftir því að sjá hvort að kourtney sé í alvöru ólétt og reyni að ímynda mér hvernig það væri ef ég myndi rekast á þær úti á götu. ég færi pottþétt bara að spjalla við þær eins og vinkonur - mér líður nefninlega eins og við séum klíka. 

5 comments:

  1. Ekkert bloggað um Kris hún gæti verið vinkona mín!

    ReplyDelete
  2. ég elska þær líka, sennilega jafn mikið og bloggið þitt :)

    ReplyDelete
  3. þú ert náttúrlega miiiiiiklu nær henni í aldri en ég, það gæti verið ástæðan.
    (djók).
    við erum svolítið að bonda sko, en samt ekki nóg í blogg. ég skil hana ekkert alltaf. svo vinnur hún svo ægilega mikið að það er erfitt að vera í góðu sambandi við hana. en ég skil hvað þú átt við - hún er vinkonuefni...

    æjh, tinni honí! við getum verið fimm manna klíka. það er ekkert mál.

    ReplyDelete
  4. ég í alvörunni þori ekki að fara inn í þessa þætti... ég sé ekki fyrir endann á því hverngi líf mitt yrði þá!

    en stökkbreytta systirin klohé hræðir mig svo mikið mikið!

    http://www.people.com/people/article/0,,20264451,00.html

    sjæse!

    http://www.popcrunch.com/keeping-up-with-the-kardashians-season-4-finale-attracts-largest-audience-in-e-history/

    almáttugur!!

    http://images.dailyfill.com/b041376b9dec42b4_a3b3486271966a9c/o/1288291188_kardashians-290.jpg

    ég held hún hafi borðað tvíburann sinn! gæti allaveganna borðar kourtney..

    hvað er samt að gerast hér? http://cakedinmakeup.files.wordpress.com/2011/07/kardashians.jpg

    okei ég er hætt.

    ReplyDelete
  5. Haha en hryllilegt! Þessar gellur, hef horft á einn eða tvo þætti og bara get þetta ekki. Fæðingarsagan vakti samt áhuga minn og ég youtubaði hana, fannst þetta nú frekar töff hjá henni!

    Kristín Helga.

    ReplyDelete