Friday, April 11, 2014

við litla hjarta erum orðnar betri í skapinu og farnar að sætta okkur við gang mála. ég hef fundið mér nokkrar afar sjarmerandi stellingar til þess að fara í þegar súrefnisskorturinn er að gera út af við mig og lungun eru komin upp í kok. minn uppáhaldsstaður hér heima er því stofugólfið, því þar næ ég að koma mér fyrir án þess að eiga það á hættu að líða út af (of dramatískt, nei nei). 
aðrar meðgöngufréttir eru annars þær að sú stutta er búin að koma sér í höfuðstöðu án þess þó að ganga svo langt að vera búin að skorða sig. „alveg eftir bókinni" eins og ljósmóðirin sagði. hingað til hafa allar skoðanir verið alveg eftir þessari umtöluðu bók svo að ég geri ráð fyrir því að hér sé á ferðinni lítill og ferkantaður reglupjakkur eins og móðirin, en hún á einmitt sérstaklega erfitt með að bregða út af vananum eða gera eitthvað sem ekki var planað með fáranlegum fyrirvara. það væri gaman fyrir sigurjón því þetta er einmitt sá eiginleiki sem hann elskar hvað mest í fari mínu... not!

ómeðgöngutengdar fréttir (og örugglega ástæðan fyrir því að skapið var skyndilega svona fínt) eru þær að foreldrar mínir komu í heimsókn fyrir viku síðan. eins og þið kannski vitið og munið þá er ég einmitt svo heppin að eiga ekki bara fína foreldra, heldur þá allra bestu í heiminum. ekki lygi.
það var yndislegt að fá þau og hafa mömmu ílandi á bumbunni og pabba glottandi við hliðina á. það var ekki verra að mamma lappaði upp á gardínumál hér í rauða húsinu á sogaveginum og pabbi grillaði dásemdar máltíð ofan í mannskapinn.
nú er bara að telja niður í páskafrí, því þá ætlum við norður í enn meira dekur! 




það til næst - farin í bústað!

1 comment:

  1. Þekki eina svona ferkantaða sem á einn alveg hrikalega frerkantaðan strák ;) veit ekki hvað ég geri þegar úlpan verður orðin of lítil eða sumarið komið.... það er ekki í umræðunni að fara ekki í henni út og hvað þá að fara í eitthvað annað en kuldastígvélin ;) svoooooooooooooooo við stofnum bara félag svei mér þá ;)
    En frábært samt að þér líður betur, veit þetta tekur allt á en njóttu þess samt því þetta er dásamlegt ( ég veit hljómar ekki vel) en þú átt eftir að hugsa til þessa tíma síðar og sérð þá hvað þetta var yndis ;) Love og stórt knús frá Húnaling og frænku.

    ReplyDelete