Tuesday, April 29, 2014

það er eins gott að ég er ekki starfandi pistlahöfundur, sem fær greitt fyrir hverja skrifaða færslu. ég færi fljótt á hausinn er ég hrædd um. 
en hvað um það. hér er ég mætt og búin að heyra í lóunni. það er, eins og þið eflaust eruð farin að þekkja, fátt sem að gleður mig meira en lóan. skapið hefur því sjaldan verið betra og ekki hefur veður undanfarinna daga dregið úr gleðinni. þvílík dásemd sem það er að staulast fram úr og opna út á pall sem er svo baðaður í sól frá hádegi og fram á kvöld. 

ég elska nýja heimilið mitt!

en haldiði ykkur fast, því gleðin er hvergi nærri búin. kirsuberið á kökunni er nefnilega mamma, en hún er einmitt í heimsókn og verður hér næstu daga. 
mamma er eitthvað svo mikið meira en bara góð kona. hún er einstaklega dugleg og útsjónarsöm og svo er hún líka jákvæðasta manneskja sem ég þekki. það býr einhver ótrúleg orka og þolinmæði í mömmu sem gerir hana að bestu konu í heimi (hugsanlega er ég smá hlutdræg, en samt ekki). svo átti hún líka afmæli í gær!
hér er mamma (til hægri) ásamt erlu systur sinni. þær eru báðar mennskar handavinnuvélar og eru strax farnar að dekra litla hjarta í tætlur. pínulitlir prjónaðir sokkar, dásamlega falleg peysusett og kjólar eru því brot af því sem komið er ofan í skúffu. 
hugsa sér heppnina hjá sigurjónsdóttur, að eiga tvær ofurgóðar ömmur og eina svona ská! 

No comments:

Post a Comment