Tuesday, June 25, 2013

heyrðu okei. ég er enn að hreyfa mig, svo því sé nú alveg haldið til haga, en það er samt ekki það mikið að ég hafi tekið þátt í miðnæturhlaupinu. 

nú... þar fyrir utan er svo allt rjúkandi fínt! á laugardaginn útskrifaðist ég með BA gráðu í félagsráðgjöf og í haust tekur svo master-inn við. það er svona beggebland, nenn'ekki og hlakka til titringur í mér hvað þetta endalausa skólastand varðar. fínt að klára þetta og gaman að geta loksins titlað sig eitthvað merkilegt en það er ekki ein agnarsmá fruma í mér sem nennir að standa í mastersritgerð og öllu því sem henni fylgir. jésús minn á jörðu sem og himni, nei takk.

en bökkum aðeins, aftur að þessu fjöri þarna á laugardaginn. ég þarf nú að segja aðeins frá því. gamanið hófst fyrir alvöru seinnipart dagsins, eftir að útskriftarathöfninni var lokið. þessi seremónía leið eins og sjö heilir dagar hún var svo leiðinleg.

en þegar heim var komið (loksins) beið mín faðir, kærasti og krúttlegasta frænka í  heimi með fangið fullt af rjóma, kökum, pönnsum og gjöfum. ég var næstum því farin að skæla mér fannst þetta svo skelfilega fallegt og sætt af þeim, að vera með óvæntan kaffitíma. 

þegar þeirri átveislu lauk svo var haldið af stað í smá ferð sem hafði þann eina tilgang að borða. ekki það að við hefðum verið svöng, nei nei. foreldrar hrúguðu nú þrátt fyrir það dætrum og tengdarsyni út í bíl og óku af stað að laugarvatni. þar var búið að taka frá borð á yndislegum veitingastað sem heitir lindin. seinni átveislan var vel ferðarinnar virði, einstaklega góður matur og skemmtileg þjónusta sem þarna er að finna. eigandinn bauð okkur meira að segja í bíltúr á eldgamla en nýuppgerða land-rovernum sínum. (ég var því miður sérstaklega upptekin við að halda mér í allt sem ég sá þannig að myndir úr þeirri hasaferð eru engar. litla systirin náði aftur á móti nokkrum þrælgóðum af þeirri eldri. ég er alltaf svo elegant og sæt í framan... þó ekki sé meira sagt. smá bílveltur skemma ekki sjarmann).
mæðgur
glöð í bragði, enda athöfnin að baki og bjórinn kominn í krús
bakarinn hann faðir minn rjómaskreytti að sjálfsögðu kökuna sem helga kom með
dúllulætin, mínus allt dúllulega fólkið. ég tók alveg þannig mynd en hún fór eitthvað forgörðum.
hér höfum við nú upphaf alls, foreldrana sem kynntust einmitt í menntaskólanum við laugarvatn. úlalla!
pabbi fékk skot í villibráðaveislunni sinni. í staðinn fékk hann skot, af brennivíni. þetta kallar maður alvöru díl!
dolltið hallærislega roggin og stíf, en samt kjút.

1 comment: