Friday, May 3, 2013

hér þarf sko aldeilis að fara að grípa í taumana, því frá því að síðast var skrifað hefur heilmargt gerst. það er ekki vinnandi vegur að skrifa eitthvað sérstaklega ítarlega um alla þessa atburði (og hvað þá að lesa um þá) og því hef ég ákveðið að stikla bara aðeins á stóru í þessum efnum.

í fyrsta lagi!
kvennakórinn katla er með mörg járn í eldinum þessa dagana og því hafa æfingar verið stífar upp á síðkastið. bakaradóttirin gerði sitt besta þegar kom að því að leggja hönd á plóg hvað kaffimál varðar á stórri æfingu og bakaði laglegt heilsubrauð af því tilefni. sex tíma æfingar geta nefnilega tekið á og því þarf stórt hlaðborð! 
en fréttir af kötlunum felast ekki bara í æfingum, því á sumardaginn fyrsta héldum við litla sæta vortónleika. tvenna meira að segja. þeir heppnuðust eins vel og hugsast gat og það var glaður hópur kvenna sem skálaði í þjóðmenningarhúsinu um klukkan hálf tíu þetta sama kvöld. 
hægt er að sjá nokkur myndbönd af tónleikunum á facebook-síðu kórsins, hér! og það er líka hægt að læk'ana. (*hint*).

í öðru lagi!
mamma, frænka, systir (ávallt meidd) og móður komu í heimsókn og voru í borginni í nokkra daga. það voru fáar ónýttar mínútur á meðan á dvöl þeirra stóð. leikhúsferðir (í fleirtölu), kaffihúsaspjall, kaffi, verslunarleiðangrar og lúxus ber þar hæst á góma. svo var að sjálfsögðu mikið tíst og hlegið. ó, ef þessi fjölskylda ætti bara öll heima á sama stað... þá væri lífið næs!

í þriðja lagi!
ég er búin með BA námið. ég er þegar búin að fá út úr öllum prófum en á mánudaginn kemur bomban, einkun fyrir lokaritgerðina sjálfa. ég er einhvern veginn furðulega spennt og stressuð og mjög svo hrædd og veit ekki alveg hvernig ég á að halda út helgina. ætli ég supli ekki bara dugleg og reyni að róa taugarnar með því gamalreynda ráði? o sei sei.

No comments:

Post a Comment