Sunday, April 29, 2012

málin eru farin að læðast í rétta átt (fyrir utan gærdaginn... og pönnsurnar sem ég gerði í kaffinu... og ísinn sem ég er að borða í þessum skrifuðu orðum). en hvað um það! ég fór sem sagt á ávaxtamarkað í krónunni og sankaði að mér alls konar hollustu. 
erla litla bananasuga er líka að passa mig þessa helgi (húsbóndinn fór austur á land) svo það var eins gott að eiga nóg! við erum búnar að hafa það ferlega gott og í dag bættist eitt stykki frænka í stelpupartýið.
þessi hárprúða snoturdós var hjá okkur og sá til þess að flóki hefði eitthvað fyrir stafni. þau eru verulega góðir vinir!

annars var ég að fletta í gegnum myndir frá því í danmörku (prófatíð) og þrái ég ekkert meira en jarðaberjamó með óléttri elsu, strandferðir með möffins og sólbað á svölunum! alla malla.
reglan var: tvö ber í munninn, eitt í dallinn. 
það er kannski ekkert endilega augljóst, en mér leið vel þennan dag og fannst gaman þó svo að svipurinn segi það ekki beint. sólin var voðalega mikil og skær!
dekur.

þrátt fyrir að bloggið hafi byrjað eins leiðinlega og hugsast getur, á hollustutali, þá endaði það með bjórmynd. þannig á það að vera - er það ekki? að minnsta kosti þegar það er apríl! pfff...

2 comments:

  1. Ég er mjög glöð ad sjá að eplin seu horfin...og plís ekkimsegja ad þú hafir borðað þau...! Elska plómurnar a ávaxtamarkaðnum, gera gód búst enn betri :)

    ReplyDelete
    Replies
    1. þið þarna ávaxtareglupésar! eftir þessar upplýsingar gat ég náttúrlega ekki látið þetta liggja saman - ég borðaði þau samt ekki. ef svo hefði verið væri ég líklega ekki meðal vor í dag! eða ég reikna ekki með öðru.

      Delete