Monday, April 23, 2012

dagurinn í dag átti að vera upphafið á „byrjaaðborðahollar“ lífsþemanu mínu (er lífsþema of dramatískt orð?) en ef skautað er yfir matseðil dagsins sést glögglega að mér mistókst. hrapalega. 
það sem ofan í mig hefur farið er til dæmis; kókópöffs (þetta nýja ógeðslega sem ég borða samt), brauð með kartöflusalati (af hverju, spyr kannski einhver. því miður hef ég ekkert svar á reiðum höndum. mér finnst brauð gott og ég er forfallin kartöflusalatsfíkill. það gæti hafa verið kveikjan), brauð með osti x2, snakk (mmm...), kex, súkkulaði (helgu lucie að kenna) og djús (morgunsafi, er það hollt kannski?) þessu var síðan skolað niður með óhóflega miklu magni af kaffi.


en á morgun kemur nýr dagur með blóm í haga og meiri aga. þá kannski get ég borðað hollt fram að hádegi eða eitthvað! getur í alvöru einhver hjálpað mér? eigiði matarplan? getiði útbúið dagnesti fyrir mig? flutt inn og matað mig?



sverða, ég er laundóttir hans!
pabbi?

12 comments:

  1. Rúgbrauð með kartöflusalati er geggjað! Geggjað segi ég!

    Knúsílús!

    ReplyDelete
  2. Aaaa Cookie-monster ofsækir mig þessa dagana. Cookie, Cookie, Cookie....ommnommnomm. Sæja

    ReplyDelete
  3. Nammi namm :) En sko, einfaldast er að hætta að kaupa inn svona óhollustu ;)

    ReplyDelete
  4. Blóm í haga, meiri aga, hollt í maga...

    Annars er það bara að flytja út í sveit. Kaupa svo ekki inn óhollt þá eru svo margir km í næstu búð svo maður tími því. Pottþétt plan.

    ReplyDelete
    Replies
    1. Fyrir utan að skapið hjá manni verður ekki svo gott.

      Delete
  5. æj hver nennir að borða hollt.. það er leim!

    ReplyDelete
  6. brauð með kartöflusalati. Hmm athyglisvert.
    Vallas

    ReplyDelete
  7. Eins og talað beint úr mínum munni! Ætlaði einmitt að byrja á hollustunni í dag en það fór fyrir bí...á morgun gerast hlutirnir (svo er alltaf miðvikudagur, fimmtudagur og föstudagur)!

    Skemmtileg síða :)
    Kv. Edda Rós

    ReplyDelete
  8. ástríður - þetta er komið á listann. hljómar meira að segja svolítið danskt!
    sæja - við erum bara í sama gírnum.
    dóra - ég kæri mig ekki um þetta tal. hætta að kaupa óhollustu?! rugl! :)
    ingavala - ég ætlaði að kommenta á fyrri athugasemdina hjá þér en var fegin þegar ég sá að þú gerðir það bara sjálf. mitt svar hefði verið svo langt, alls konar ástæður fyrir því að ég get ekki flutt í sveit og svoleiðis. en þetta fer pottþétt illa í sálin! annars ágætt plan.
    linda - word sistah!
    valla - þetta var í alvöru miklu betra en brauð með osti. (kannski af því að kartöflusalat, sem er 95% majó, er það besta sem ég fæ. ostur, ekki svo mikið)
    edda rós - þessir dagar redda manni nefnilega alveg út í eitt. ef ekki í dag, þá bara seinna. takk fyrir kommentið og hrósið. það gladdi mig mjööög!

    DJÖFULL ERUÐI SKEMMTILEG AÐ KOMMENTA SVONA MIKIÐ!
    fæf.

    ReplyDelete
  9. þetta er líka komment, bara til að gleðja þig músan mín. kv. Erla

    ReplyDelete
  10. Það er leiðinlegt að borða hollt. Maður á að skauta ofan í gröfina með baileys í annarri og súkkulaði í hinni, hrukkóttur og lifaður. Hver nennir að vera spikk´n span í kistunni? Græðir ekkert á því vinkona! Svo dýfðu þér í kókópöffsið og snakkið og njóttu :-)

    ReplyDelete