Sunday, January 15, 2012
íbúum hússins á horninu fjölgaði skyndilega í síðustu viku þegar kjartan mætti til okkar í vinnubúðir. nú sitja þeir félagar í stofunni allan sólahringinn og teikna lokaverkefnin sín. það eru nokkrir dagar í skil og útskriftin er svo í lok mánaðar svo að spennan á heimilinu er þónokkur. reglulega koma upp deilur hvað varðar tónlist hússins og inn á milli hvetja þeir hvorn annan áfram. ég skil náttúrlega ekki orð af því sem þeir segja en allt snýst þetta um burðarveggi og ventilation system.
kaffivélin er í stöðugri notkun og nágrannarnir eru farnir að koma við með kræsingar, það fer því ekkert illa um þá þó að það sé nóg að gera! í gær fórum við meira segja í mat þar sem boðið var upp á graskerspasta, sem reyndis vera hið mesta lostæti! allt er nú til.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
Baráttukveðjur!
ReplyDeleteVona að þú sért að nota Senseo vélina :D
ReplyDeletekveðjum hér með komið til skila.
ReplyDeletesenseoinn er heeeldur betur að gera góða hluti þessa dagana! :)