Wednesday, January 18, 2012

celebsökker, kafli 1.
mér finnst ekki þægilegt að viðurkenna þetta en ég er algjör drós þegar kemur að hollywood. ég fylgist sjúklega mikið með þessu fólki og langar ógeðslega að prófa að lifa þessu lífi, þó það væri ekki nema ein vika. svo les ég glás af viðtölum og reyni að pikka út hluti sem ég get gert eins og uppáhaldsstjarnan mín. þess vegna fór ég í pilates á tímabili... af því að einhver í hollywood gerði það. ég borðaði líka möndlur í fyrra, glás af þeim, af því að kardashian systur fá sér þannig í snakk. 
já, ég er 25 ára.
já, ég er í háskóla.
já, ég ætti að vita betur!
en...
erin wasson hefur lengi verið í uppáhaldi. hún er sjúkleg sæt, sjúklega svöl og að gera helling. (eða svona... miðað við marga). mig langar í alvöru að við séum vinkonur því ég held að hún sé ferlega skemmtileg!


þessa mynd er ég t.d. búin að vera með í tölvunni í svona tvö ár - bara af því að þetta er hún og kjóllinn er töff.

 

hún á voðalega fína íbúð, með myndum og dóti út um allt!

 

og hún myndast fínt í svarthvítu!

en svo kom golden globes og það er sama hvað ég reyni, ég bara get ekki tekið þátt í þessu rugli. í hverju er konan? nú er erin búin að missa fyrsta sætið sitt sem uppáhaldsfyrirsætan mín og ég er svona að reyna að ákveða hver fer á toppinn... þær eru svo jafnar þessar fyrir neðan hana!
á hún engar vinkonur sem hefðu getað stoppa þetta?
ef hún til dæmis væri vinsan mína þá hefði ég ekki látið hana fara svona út. óheppin þú erin að svara aldrei ímeilunum mínum þar sem ég er að biðja þig um að vera skypevinkona mín! (djók).

verð að fara og ákveða hver fær fyrsta sætið!

6 comments:

  1. Haha... þetta er rooosalegt outfit, vissi ekkert hver þessi kona var.. en mun muna það að eilífu, bara út af þessum hidíus kjól (eða hvað sem þetta nú er).

    Halldóra

    ReplyDelete
  2. Minnstu ekki á þetta ógrátandi... Ég var einmitt í vinnunni í gær að hafa það huggulegt við að drekka kaffi og að renna í gegnum myndirnar frá GG (starfsmaður mánaðarins - ég veit). Þegar kom að þessari mynd þá lá við að ég frussaði kaffinu yfir allt lyklaborðið... Aðra eins hörmung hef ég ekki séð í lengri tíma. Rautt spjald og bann á næstu verðlaunahátíð!

    -Hekla Ösp

    ReplyDelete
  3. HAHAH, hekla. þessi fyrsta setning þín er það besta sem ég hef lesið í lengri tíma.
    en þetta er sannarlega hryllingur.

    ætlar samt enginn að segja "vá! þvílík íbúð! æði!"

    ReplyDelete
  4. vá, geggjuð íbúð! Flott hár og töff kjóll (sko á efstu myndinni), flott ljós í eldhúsinu og geggjuð eldavél. Horbjóðslegur golden globe kjóll og svo mætti hún éta aðeins meira (kannski af möndlum). Sweet dreams baby!

    ReplyDelete
  5. það var lagið valla!
    já hún er hrottalega grönn. spurning um að senda henni ímeil um möndlur og svona gotterí.

    ReplyDelete