Wednesday, April 10, 2013

hvað haldiði..? ég er loksins farin að sjá fyrir endann á þessu ba-námi. það hlaut að koma að þessu, því vissulega byrjaði ég haustið 2008! síðan þá hef ég reyndar flutt á milli landa og þurft að taka mér óhjákvæmilega pásu, en það skiptir ekki máli. nú er þetta allt í áttina.

í dag skilaði ég sumsé inn lokaverkefninu og á nú aðeins eftir að skila 2 litlum ritgerðum á þessari önn. svo fer ég, í fyrsta sinn á ævinni held ég bara, í aðeins eitt agnarsmátt lokapróf! formlega líkur því þessari önn 24. apríl! og þá er ekki einu sinni komið vor. aldrei hef ég lent í öðru eins. vinnuveitandi minn hélt líka að hefði dottið á höfuðið þegar ég sagði henni frá því hversu snemma ég væri búin í skólanum, en þetta er víst enginn lygi. sumardaginn fyrsta verð ég bara formlega komin í sumar"frí". og hananú.
þessu var að sjálfsögðu fagnað í dag, með tvennum hætti. 
fyrripartsgjöfin.
 síðdegisgjöfin (samt alveg eftir klukkan fjögur sko).
hef aldrei skilað svona settlegri ritgerð áður! þetta eintak fær því að dúsa í húsinu á horninu en ekki í höndum prófdómara í háskóla íslands. maður verður að eiga svona flottheitt, afþvíbara.
svo eyddi ég kvöldinu með þessum bjálfa, sem sá hest í sjónvarpinu og gat ekki með nokkru móti áttað sig á því hvað væri í gangi og í hvern fótinn hann ætti að stíga (enda með fjórar fætur, svo það er nú um eitt og annað að ræða).

No comments:

Post a Comment