Thursday, February 28, 2013

ég ætla ekki að skrifa neitt um óskarinn, ég hef hvorki vit né áhuga á því. hvað þá kjólunum sem þar sáust.

hins vegar ætla ég að skrifa um þennan dýrðarðinnar hita sem hefur verið úti undanfari og birtuna. ó, elsku birtuna. ég fæ alveg fiðrildi í magann þegar ég finn hvað dagurinn er orðinn langur og ég er öll orðin glaðari, hressari, betri og skemmtilegri. aahhh!
í morgun vaknaði ég svo í þokkabót við fuglasöng. það er ekkert sem gleður mig meira en fuglasöngur að morgni (nema kannski þegar ég heyri í lóunni í fyrsta sinn, variði ykkur). það að rifa eyrun (geriði það ekki?) við það að fuglarnir eru að syngja sín á milli er bara mest uppörvandi hljóð í heiminum. ég var nærri því búin að henda mér út um gluggann af gleði, en sem betur fer var klukkan snemmt og þá er ég jafn lífleg og gamalt pottablóm. svo ég bara lá og hélt áfra að hlusta og brosa og svo kom sólin upp (eða sko, dagsbirtulampinn fór að skína). þetta gerir mig svo glaða! vá ég er orðin tryllingslega æst bara við það að skrifa um þetta. brosi geðsýkislega út að eyrum. eins gott að sigurjón komi ekki heim úr vinnunni á meðan ég bý til þennan pistil, hann myndi snúa við á punktinum.
en okei.
í gær var ég svo að vinna og þegar við settumst niður til að borða kvöldmatinn þá tók ég eftir því að það var enn hálfbjart úti. KLUKKAN SEX! ég legg ekki meira á ykkur.

svo er bara búið að vera hundrað (sjö) stiga hiti úti alveg heillengi. (okei það er reyndar ekki jákvætt, því þar er ekkert annað en gróðurhúsaáhrif og rugl í gagni. allt er að fara til helvítis. en geymum þá umræðu. þetta er gleðiumræða).

í öllum hasarnum var ákveðið að páskunum í ár verður eytt í sumarbústað. fjarri öllum ys og þys og bara fuglar, vinir og eitt stykki hundur... sem vonandi étur ekki fuglana. 
ég verð búin að skila af mér, eða mjaahh, svona nánst fullkláraðri ba ritgerð og ég nenni bara hreinlega ekki að hugsa lengra. í versta falli læri ég, en þá í bústað! í birtu! með fuglum!

hjálpi mér, ég held ég sé í maníukasti.

1 comment:

  1. Það er ekki margt sem toppar fyrsta lóusönginn að vori. Einhverntíma heyrði ég hljóðið í sjónvarpi að vetri og hefði ég verið þá í heilarannsókn hefði línuritið slegið út.

    ReplyDelete