Monday, February 18, 2013

á dauða mínum átti ég nú von... en að einhver skyldi vilja blanda saman alveg hreint príðilega góðu nammi og grænu tei var ekki eitthvað eitthvað sem ég sá fyrir mér. 
en getiði bara hvað. haldiði að japanir hafi ekki bara framkvæmt þetta og selja nú grænt, bleikt (jarðaberja) og blátt (ramune) kit-kat. segðu hvað!?
myndi ekki fyrir mitt litla líf þora að smakka þetta!

en að öðru! 
á laugardaginn söng ég í fyrsta sinn opinberlega með kórnum, á þorrablóti niðrí bæ. alveg hreint ótrúlega gaman og gekk þrusuvel. við kunnum reyndar bara tvö lög, vorum klappaðar upp og tókum bara seinna lagið aftur! hah. það var svo mikil stemning í því, klapp, stapp og alls konar læti svo það kom nú hreint ekki að sök. en nú, þegar maður er orðin performandi tónlistarmaður, verð ég að biðja ykkur um að reyna að halda símtölum í lágmarki og senda mér heldur smáskilaboð eða tölvupósta. ég vil helst halda símalínunni opinni yfir daginn ef einhver vill bóka kórinn. þetta er eitthvað sem við í bransanum verðum að gera ef við ætlum að hafa í okkur og á.

2 comments:

  1. Replies
    1. nei, svo langt því frá.
      og það skánaði ekkert við það að vera bleikt eða blátt.

      Delete