Monday, October 22, 2012

ó hvað það er gott að eiga góða tónlist til þess að hlusta á þegar það dimmir orðið svona snemma og yfir manni hanga endalaus verkefni og ritgerðir. 
ásgeir trausti gerði náttúrlega allt tryllt þegar hann gaf út plötuna sína um daginn, skiljanlega. ég hlusta mikið á hann þegar ég er að bugast og langar að gráta aðeins (djóklaust þá græt ég voða mikið þegar ég er að skólabugast og set svona hugljúfa og rólega tónlist á. græt smá og svo er ég bara góð og get farið aftur að læra. there, i said it! svona hefur þetta alltaf verið, alla mína skólagöngu. oh ég er svo hörð af mér!).

tónlistin hans minnir mig á svo margt. hann hefur aldrei farið leynt með það sjálfur að bon iver er í miklu uppáhaldi hjá honum og innblásturinn er greinilegur. ég heyri það sérstaklega í lagi númer 5 - hljóða nótt. það er líka mjög gott grátlag ef út í það er farið. 
nokkur stef minna mig á sigur rós og rafhljóðin í hærra og að grafa sig í fönn eru svipuð þeim sem má heyra í eldgömlum hjaltalínlögum.

en fyrst og fremst er hann náttúrlega bara hann sjálfur og á algjörlega skilið alla þá athygli sem hann hefur fengið undanfarið. þvílíkur talent sem þessi strákur er! svo er plötuhulstrið líka fínt.




þetta er uppáhaldið mitt, án efa!

5 comments:

  1. þú ert sæt! og Ásgeir Trausti er yndi!
    gangi þér vel með lærdóminn:)

    ReplyDelete
  2. Hann er svo fucking leiðinlegur

    ReplyDelete
  3. takk sonja litla! :)

    haha - heyrðu heyrðu heyrðu anonymous. voðalegt er að heyra þetta! (ég reyndar skil pirringinn ef þú ert að taka þátt í meistaramánuði. vatn, spínat og vakn fyrir allar aldir í 22 daga er náttúrulega engum hollt). reyndu samt að nota fallegri orð næst :)

    ReplyDelete
  4. Oh, ég er svo hjartanlega sammála þér - bæði með Ásgeir Trausta og Hærra.. uppáhaldið mitt :)

    svo er bara rosa næs að gráta smá ;)

    kv,
    Svanhildur

    ReplyDelete