Tuesday, October 25, 2011

nú fer að styttast í jólabrjálæðið og öllum verslunarferðunum sem því fylgir.
ég hef aldrei verið sérstaklega hrifin af þessum hamagangi og mér leiðist það að rembast við að finna gjafir handa mörgum í einu, því það fer bara alveg með kollinn á mér!
ef ég veit hvað ég vil gefa fólki, þá er hins vegar gaman.

en ég luma á svolitlu sem að ég held að allir geti gefið einhverjum og ætla þess vegna að segja ykkur frá því og minnka þannig stressið hjá ykkur.
haldiði að það sé huggulegt!

í fyrra, svona kortér í jól, datt ég nefninlega um algjöra snilld og gaf sigurjóni. (þetta er líka sérstaklega mikil snilld af því að ég er búin að nota þetta miklu meira en hann).

ég veit hvað þið eruð að hugsa... "ferðamál, er hún í alvöru að stinga upp á því?"
en þetta er ekki bara ferðamál krakkar!
ég var svo heppin að þetta var á tilboði þegar ég sá þetta og okkar (já ég er búin að titla mig meðeigenda) er með 2 lokum. annað er svona take away lok, eins og á myndinni, en hiiiitt er pressa!
ég get því valið hvort að ég vill:
a) pressa mér kaffi heima og sötra það í strætó (því ég nenni ekki að hella upp á fyrir einn bolla).
b) fara með krúsina í skólann og fá mér uppáhellt þar.

ég nota nær einungis b kostinn og verður því pistillinn út frá þeirri reynslu.
en af hverju ættuði að gefa svona? jú ég get svo sannarlega sagt ykkur það.
allir þekkja einhvern sem að drekkur ferlega mikið kaffi og þá er þetta tilvalin gjöf. þetta er grænt og allir spara! það er svona það augljósa.
bónusinn fyrir að velja þessa krús fram yfir einhverja aðra er svo að þetta er tjúlluð krús. hún er úr einhverju tvöföldu stálrugli með sílikoni hér og þar, þannig að allt er eins þétt og það getur orðið, þetta rennur aldrei úr höndunum á þér og kaffið helst heitt í svona tvo klukkutíma. ég er ekki að ýkja.
(saga: einu sinni var ég á akureyri og var að fara að keyra til reykjavíkur. heima hjá mömmu og pabba fyllti ég á ferðamálið og drakk svona aðeins úr því rétt út úr bænum. svo gleymdi ég því að ég væri með það. eeen, svona hálftíma fyrir blönduós mundi ég skyndilega eftir kaffinu og það var enn heitt! það heitt að ég gat drukkið það!)
svo er þetta til í hundrað litum, stelpulegum og fyrir tappana.

ef þið viljið þakka mér fyrir hjálpin (t.d. með peningaupphæð) þá getiði bara sent mér ímeil.

kv. jóli.

7 comments:

  1. Ég elska svona krúsir! Sniðug hugmynd :)

    ReplyDelete
  2. Þú stendur þig vel góða mín. Það er öllu kaffi/te drekkandi fólki nauðsynlegt að eiga eitt svona ferðamál.

    ReplyDelete
  3. bíddu.. veit ég núna hvað ég fæ frá þér? ok. dagný. vei.
    grín!
    gott.
    ég skil þetta. ég mæli með þessu apparati

    ReplyDelete
  4. Ohhh great minds think alike, finnst þetta argasta snilld með þessu pressu dótið! Búin að gefa allavega 2 ef ekki 3 svona klikkar ekki! Knúsjú!

    ReplyDelete
  5. ok, hvar fæ ég svona!?

    kv eyrún hrefna

    ReplyDelete
  6. oh ok. lélegasta hugmynd í heimi því ég veit ekki hvar maður kaupir svona hér. mitt er frá því við bjuggum úti.
    pottar og prik?
    duka?
    búsáhöld?
    ég veit það ekki - en finndu svona því að þetta er siríuslí það besta sem ég á!

    ReplyDelete