Monday, November 28, 2011

jólalausn í boði dagnýjar:
það er óþarfi að endasendast í tíu búðir til þess að kaupa sprey og greni, köngla og lím, allt til þess að búa til einn auman aðventukrans. mitt ráð til ykkar er þetta.
fariði í tiger, kaupið fjögur mjög stór kerti í jólalegum litum (rauð, græn, fjólublá... hvít?)
merkið kertin með númerum frá einum og upp í fjóra (jafn margir og aðventusunnudagarnir eru) og þið eruð komin með "krans" sem að endist í að minnsta kosti fimm ár. en það fer smá eftir notkun. 



ég er ekki bara hattastandur, það get ég sagt ykkur.
ef ég væri með svona "fljótlegt&ódýrt" þátt á rúv þá væri þetta það fyrsta sem ég kæmi með. hugsanlega það eina líka...

Sunday, November 27, 2011

hingað og ekki lengra! ég verð að eignast barn til þess að geta sett það í prjónahólk með eyrum. íííí!
annar möguleiki og kannski aðeins eðlilegri er að fá barn lánað (passa það, hvað sem þið viljið kalla þetta) og klæða pattakornið í svona stykki.
þriðji möguleikinn er reyndar líka til staðar. ég er með rosalega lítið höfuð, þannig að ég kæmist að öllum líkindum í smábarnaútgáfuna af þessu og gæti þannig bara notað þetta sjálf!



sama hvað - þessi flík verður bara að fá að njóta sín.

Thursday, November 24, 2011

á hverju ári, í nóvember og desember, fyllast fjölmiðlar af "hvað-er-best-að-gera-fyrir-jólin" ráðum. hvernig eigum við að missa 7 kg. á 24 klukkutímum, hvaða ís er best að gera fyrir fjölskylduboðin og hvaða gjöf er skynsamlegast að kaupa þetta árið. 
hvar er best að verlsa, hvenær er best að versla, í hverju við eigum að vera og hvernig hár er mest töff. 
því miður er ég  alls kostar óhæf um að veita slíka fræðslu og því verðið þið að treysta á þau ráð sem til eru í þessum efnum. 

hins vegar get ég komið í veg fyrir að þið gerið alls konar gloríur með því að deila reynslusögum. (á elnagloz minnti ég fólk reglulega á að vera ekki í úthverfum fötum og þvo tannkremið úr andlitinu áður en það hitti ókunnuga, svo að dæmi séu nefnd).
nú er komið nýtt ráð, sem að gildir allan ársins hring:
í gær ákvað ég að brjóta upp lærdóminn með því að hreyfa mig aðeins.
nei, ég ætla að byrja á því að segja ykkur hvað ég elska að fá mér gott kaffi. ég hreinlega stenst ekki gott kaffi en ef ég er orðin mjög þyrst í það þá finnst mér uppáhellt hérna heima hreint ekki svo slæmt. í gær var svolítið þannig stemning, mig langaði sjúklega í kaffi svo ég tók mig til og hellti upp á. þegar ég svo loksins fæ kaffi þegar ástandið er svona, þá þamba ég það. ég drekk heilan, stóran bolla eins og skot! það var nákvæmlega það sem ég gerði... tvisvar. ég drakk tvo risastóra kaffibolla á ógeðslega stuttum tíma og fór svo í líkamsræktartíma.
þar var einhver svona extra hraður og erfiður tími þar sem ég reyndi ógeðslega mikið á mig (það má vera að þetta sé aðeins kryddaður kafli, en ég var samt alveg að kúka á mig) en stuttu eftir að því helvíti lauk fór mér að líða ógeðslega illa! ég rétt náði að labba heim, röfla eitthvað við útidyrahurðina og láta sigurjón hleypa mér inn (ég gat ekki náð í lyklana mína í vasanum) og svo lá ég í forstofugólfinu í hálftíma. mér var sjúklega kalt og óglatt, ég gat ekki lokað augunum því mig svimaði svo og ég hafði ekki þrek í það að klæða mig úr skónum. ég hristist líka smá. 
sigurjón bauðst til þess að gera hitt og þetta fyrir mig en endaði bara á því að taka myndir af mér. (sem ég myndi setja inn ef þær væru ekki í símanum hans, ég kann ekki á það tæki).
eftir töluverðan tíma náði ég svo áttum og gat staðið á fætur og hent mér inn í stofu. þetta leið svo hjá smám saman en ég held að við getum öll séð hættumerkin hérna. þeim er hægt að skipta í þrjá flokka:
a) ekki fara í allt of erfiða tíma í ræktinni ef þið eruð ekki í góðu líkamlegu formi. 
b) ekki (!) þamba sjúklega mikið kaffi rétt fyrir átök, nema þið óskið eftir hjartsláttartruflunum. sem mér finnst mjög ólíklegt.
c) ekki gefa maka ykkar myndasíma, það mun koma í hausinn á ykkur. 

ef þið hins vegar gerið þetta og lendið í svipuðu tremma og lýst er hér að ofan, þá skuluði bara halda ró ykkar. þetta líður hjá.

Sunday, November 20, 2011

ekki nóg með það að hún sé sjúklega og tjúllað falleg heldur eru hún líka með mislit augu.
það er um það bil það svalasta sem ég veit um. eitt grænbrúnt og annað blátt.
hún er eins og hefðaköttur!



kate bosworth, ég er mjög skotin í henni.


annars er ég ekki skotin í þessum árstíma. skammdegi á ekki við mig og það huggar mig ekki neitt að "kveikja á kertum og hafa það kósý". ég get alltaf gert það - líka þegar það er bjart.
ég á mjög erfitt með það að vakna þegar það er enn dimmt og rumska ekki almennilega fyrr en birtan nær að brjótast fram. því er mikið um snús og vol hér á morgnanna.


en það er samt margt gott. jólafríið er rétt handan við hornið, kaffið er heitt á könnunni, hér eru til bingókúlur og erla litla er í heimsókn.




ég er kannski ekki alveg hlutlaus, en ég held við getum flest verið sammála um það að hún nær alveg inn á topp sjö listann yfir sætustu systur í heimi! 

Tuesday, November 15, 2011

þegar myrkrið er mætt klukkan fjögur og það er mikið að gera í skólanum þá er gott að eiga eina sex ára skádóttur sem alltaf er hægt að stóla á.
ég sunnudaginn kom hún færandi hendi með blómvönd og vel valið kerti til að óska okkur til hamingju með flutninga. betty crocker kerti (sem ég vissi ekki að væri til, en er engu að síðu sniðugt því það er mun hitaeiningaminna en kökurnar frá henni!) með úthugsaðri eplalykt. það skapar svei mér þá svolitla jólastemningu hérna í húsinu á horninu.




svo bjó hún til vinaarmband handa mér, úr rörum.
að sjálfsögðu tók ég mynd af herlegheitunum.




-


lítil útgáfa af sparidís og fáguðu fraukunni.

Monday, November 14, 2011

mikið sem það verður fínt að komast í jólafrí - ég var búin að gleyma því hvað það eru alltaf miklar tarnir í skólalífinu. 
í þessari viku er ég sem sagt að skila fjórum verkefnum og fer auk þess í eitt próf. fyrir utan það er ég byrjuð að stressa mig upp fyrir lokaprófin. ég sverð það, finn fyrir frunsunni koma sér pattaralega vel fyrir á vörinni á mér. 

en í öllu þessu amstri vel ég nú alltaf að gera eitthvað aðeins gáfulegra en að setjast bara niður og læra. ég ákvað því að prófa hot yoga!
ég hafði nú eitthvað heyrt um þessa tíma og hef meira að segja prófað einhvers konar yoga hér um árið! mér fannst fólk nú full dramatískt í lýsingum sínum og taldi þetta lítið mál. var mætt í ræktina á sunnudagsmorgni með stórt handklæði og í engum sokkum. salurinn var notalega heitur... til að liggja og slappa af. 
fattaði svo þegar líða tók á tímann og æfingarnar voru farnar að vera hraðari, að hann var 90 mínútur en ekki 60 - eins og ég hélt í upphafi. smávægilegur feill.
kennarinn talaði tungumál sem ég skildi hvorki upp né niður í og þess vegna hermdi ég bara eftir stelpunni fyrir aftan mig, sem ég sá reyndar bara þegar við vorum í einhvers konar hundastellingu. hluti æfinganna voru því svolítið frumsamdar hjá mér.
smám saman fór ég svo að fatta hvað það var í raun heitt þarna inni og ég byrjaði að svitna... og það bara hætti ekki! ég var eins og nýkomin úr sturtu, það lak af mér alls staðar! eftir svona 64 mínútur fór þetta bara að vera óþægilegt. ég gat ekki snert handklæðið, var komin með rúsínuputta og sveið í andlitið og augun af svita.
það var ekkert þurrt nálægt mér svo að ég varð bara að svitna í svitann. íhugaði samt að þurrka mér í parketið en taldi það ekki svo góða lausn, þannig að ég hætti við.
á tímabili var ég hrædd um að svitna húðinni af! ég athugaði líka flúrið nokkrum sinnum til að sjá hvort það hefði skolast í burtu!


niðurstaða þessa tíma var:
a) ég ætla aftur, því þetta var gott fyrir líkamann. sérstaklega satans bakið á mér sem er að gefa sig. 
b) 60 mínútur henta mér líklega betur. hefði átt að athuga það fyrir tíma. eftir að sá tími er liðinn verður maður bara ruglaður og svimar.
c) verð að muna að fara aldrei með maskara í þessa tíma.
d) drekka meira vatn - bæði fyrir og eftir. þegar ég kom heim var ég með hellaðan hausverk sem ég tengi náttúrlega bara við ofþornun.

svo prófaði ég líka að sjóða skartið mitt. stóð ég yfir pottum fullum af álpappír og hálsmenum. þetta var eitthvað húsó-ráð frá múttu og kannski óþarfi að taka það fram að mér mistókst. 

Thursday, November 10, 2011

þetta tal um hjólerí og alla gleðina sem því fylgdi... við getum dregið úr þessum æsingi um svona 43% í það minnsta.
þetta hjólastand hefur alltaf verið svona svolítil friðarstund (eða á þeim dögum sem ég nenni aksjúallí að hjóla). ró og næði og ekkert nema rigning í andlitið og skítugar buxur. 
en þetta er aldeilis ekki svona þegar ég tek mig til og fer í skólann héðan úr hraunteignum, annað en lífið í úthverfunum. 

mikilvægasti þátturinn í þessu öllu er náttúrlega sá að hér er bara ekki gert ráð fyrir hjólandi fólki og ef það er á annað borð gert þá hunsa það allir.
fólki finnst ég fyrir á gangstéttinni og ökumönnum finnst ég fyrir á götunni. ef ég er á gangstéttinni þá þarf ég alltaf að vera að stoppa til þess að koma mér upp og niður risastóra kantsteina (sem er óóóþolandi því að allt skóladótið er í körfunni!) og ef ég er á götunni þá er ég í lífshættu.
bara í dag var ég næstum því keyrð niður, tvisvar. í bæði skiptin var ég á gangstéttinni því ég taldi það hættulausara en nú er ég farin að efast um það.
þvílíkt og annað eins brjálæði.

ég viðurkenni að ég pældi ekkert í þessu fyrir nokkrum árum og kannski gerir fólk það ekkert sérstaklega, en fer maður samt ekki alltaf varlega?
maður hefði haldið það...

á jólagjafalistanum í ár er þess vegna þetta:

hjálmur sem að er stór og góður og kæmi þannig í veg fyrir hræðilegt slys.


snoturt vesti.

hlífar fyrir hina ýmsu líkamsparta.


og kannski þessi, bara til að vera alveg viss.

ha? finnst ykkur ég ekki vera með gott jafnaðargeð?
ég skil það nú ekki. 

Monday, November 7, 2011

síðast þegar ég skrifaði þá var planið að girða sig, spýta í lófana og vera duglegri. 
jáááh, það hefur ekki beint gengið eftir en hins vegar ákváðum við hjónaleysin að flytja. 
nú eigum við heima í laugardalnum og ég get hjólað allt sem ég vil. tekur mig jafn langan tíma að hjóla eins og að taka strætó í skólann. það alveg hreint bætir skapið endalaust og svo er ég líka með heitan pott í garðinum! (laugardalslaugin er hinu megin við götuna, þannig að þetta er nánast satt).
ég er líka með gluggakistur, sem er eitthvað sem ég hef ekki átt síðan í hrísalundinum fyrir fjöldamörgum árum og ég get sagt ykkur það að gluggakistur eru vanmetið fyrirbæri. þarf helst að gera mér sérferð í ikea og kaupa eitthvað fínerí í þær svo það sé öruggt að þær fái að njóta sín. og þvílíkt frelsi að vera með svona stóra glugga, sem snúa ekki bara beint upp í loft eins og í danmörku. 
það er líka búrskápur í nýju holunni, sem er það stór að ég get notað hann í feluleik. (með því að tæma hann og þar með væri staðurinn kannski frekar augljós... en ég kæmist inn í hann).
fataskápur, annar fataskápur fataskápur og leynihólf.


þetta var svona stiklað á stóru varðandi kosti þess að vera komin á nýjan stað.
bílskúrinn var fínn, en þetta er bara betra.


en þetta með skólann, best að einbeita sér að því.
haha og þessi mynd er líka til að bæta mánudaginn. ég er næstum því svona glöð með nýja pleisið.