Friday, January 31, 2014

okei, þetta er sem sagt staðan. ég er ekki dáin og ekki búin að gleyma þessu bloggi. ég er bara nýflutt og netlaus og allt í volæði! eða allavega nýflutt og netlaus. þetta með volæðið var bara lygi.
en þó svo ég sé ekki búin að gleyma blogginu þá virðist ég gleyma öllu öðru. hef alltaf haldið að sögurnar um pregnancy brain sé bara tómt rugl og mýta, en svo er ekki. ég hef víst lært það, erfiðu leiðina. tökum dæmi. í fyrradag fór ég í bónus, tók kortið mitt upp úr veskinu (sem ég skildi eftir úti í bíl) og verslaði. gott og blessað. fór heim, gekk frá vörunum og hljóp af stað í aðra sendiferð, í öðrum jakka. ástæðan fyrir því að ég fór heim á á milli var náttúrlega sú að ég gleymdi planinu mínu. gleymdi hvað ég var að gera. fattaði þegar ég var komin á bílastæðið á næsta áfangastað að veskið var enn heima. sem betur fer var stutt heim, svo þangað fór ég og greip veskið. aftur fer konan af stað, endar á bílastæðinu umrædda og fattar þá að kortið er alls ekkert í veskinu.
þið skiljið hvert ég er að fara með þetta, er það ekki? dagurinn fór sem sagt í smá hakk út af því að ég rúntaði bara fram og til baka til þess að ná í drasl sem ég gleymdi að taka með mér. ég kom engu í verk.

dagurinn í gær var svo ekkert skárri. ég fattaði undir vatnsbununni í world class að ég hafði gleymt handklæði heima. mæli ekkert sérstaklega með því að þurrka sér með klósettpappír.. þann dag gleymdi ég líka veskinu mínu (surprise) þannig að ég gat ekki keypt mér mat. svöng og útötuð í pappírskuski hélt ég því mína leið... leiðin lá því miður í borgarleikhúsið!

næsta mál á dagskrá er að kaupa mér lítið seðlaveski með bandi, sem ég get hengt um hálsinn á mér og leggja bílnum þar til heilinn fer að starfa eðlilega á ný. mér finnst ég hljóma eins og ógn fyrir samfélagið. 
en æ... fyrst þarf ég samt að fara eina ferð á sorpu… þið hin passið ykkur bara. ég er á hvítum yaris, rækilega merktum toyota akureyri (af augljósum ástæðum).

Tuesday, January 7, 2014

æ já. það var þetta með ársuppgjörið, alveg rétt.
ég sagði stay tuned og svo bara gerist ekki baun í bala. forlåt.

markmiðið var að gera þetta á gamlársdag. það tókst ekki. brá þá á það ráð að hafa þetta bara eins konar þrettándagleði. tókst ekki heldur... en nú kemur þetta. stutt og laggott, ég nenni ekki að fara yfir þetta mánuð fyrir mánuð heldur bara helstu hápunkta ársins.

- hóf síðustu önn BA námsins, skrifaði lokaritgerðina mína og útskrifaðist í júní.


- byrjaði í kvennakórnum kötlu, besta ákvörðun ever.

- ég fór í brilliant og ógleymanlega stelpuferð til berlínar og sá beyoncé. 


- hélt áfram að reyna að koma mér í form og fara út að hlaupa. hætti því.
- hélt áfram að reyna að prjóna peysuna sem ég byrjaði á árið 2009. hún er komin ofaní skúffu, again.
- fór í dásamlega sumarbústaðarferð í góðra vina hópi. erum strax farin að tala um ferðina sem verður farin í ár.

- átti dásamlegt sumarfrí með manni og hundi, gistum í tjaldi, hlíðargarði og nutum lífsins.

- tók jákvætt þungunarpróf (!) og sit nú með 18 vikna belg út í loftið.
- keypti mér íbúð.

æ, veit ekki með ykkur en mér finnst tveir síðustu punktarnir eitthvað standa upp úr. kannski er það bara ég!