það er óþarfi að endasendast í tíu búðir til þess að kaupa sprey og greni, köngla og lím, allt til þess að búa til einn auman aðventukrans. mitt ráð til ykkar er þetta.
fariði í tiger, kaupið fjögur mjög stór kerti í jólalegum litum (rauð, græn, fjólublá... hvít?)
merkið kertin með númerum frá einum og upp í fjóra (jafn margir og aðventusunnudagarnir eru) og þið eruð komin með "krans" sem að endist í að minnsta kosti fimm ár. en það fer smá eftir notkun.
ég er ekki bara hattastandur, það get ég sagt ykkur.
ef ég væri með svona "fljótlegt&ódýrt" þátt á rúv þá væri þetta það fyrsta sem ég kæmi með. hugsanlega það eina líka...
"Aðventukransinn" minn er mjög svipaður. Ég er reyndar með fjögur eins kerti (af því að ég döll og þú ert flippuð) og svo er hann skreyttur með könglum sem ég keypti á sínum tíma í Hobby búðinni á Hestedamsgade!
ReplyDeletep.s. er ekki lengur til siðs að kommenta á sjálfar bloggfærslurnar? á maður að kommenta á linkinn á facebook? Best að gera það bara líka...
hehö. jú það er miklu skemmtilegra að fá kommenta hér.
ReplyDeletehinir krakkarnir vita það bara ekki.
svo fæn hjá þér! en þú værir fín í svona föndurþætti eins og manstu þessir sem fúli kallinn var með (sem karl ágúst lék) í gamla daga...nema þú værir auðvitað ekki fúl.
ReplyDeletehahahah - takk tóan mín.
ReplyDeletespurning um að safna "föndrinu" mínu og búa til þátt. ég gæti kannski verið á eftir þættinum hennar tobbu á skjá einum...