Wednesday, March 20, 2013

celebsökker, kafli 4.
það er náttúrlega ekki hemja hvað það er langt síðan ég gerði celebsökker póst. ég get allavega fullvissað ykkur um það að ástæðan fyrir því er ekki dvínandi áhugi minn á fræga fólkinu og hollywood glamúrnum. onei, þvert á móti. ætli ég hafi ekki bara verið andlaus!

en nóg um það, nú er það 4. kafli. HÉR fór ég svolítið í saumana á því hvernig ég vel mér þessa frægu vini til að skrifa um, en ég get strax sagt ykkur það að sú sem nú kemur trónir á toppnum. hún fær ekki aðeins prýðilega einkun í myndaprófinu svokallaða heldur dúxar hún á youtubeprófinu. kaldhæðnari og fyndnari hnátu er varla hægt að finna. 

hún er á allra vörum þessa dagana, datt upp tröppurnar á óskarnum, hún er sæt, sjarmerandi og virkar alveg einstaklega venjuleg og sama um allt fössið sem ríkir í kringum hana. jennifer lawrence, dömur mínar og herrar (sem ég efast um að séu að lesa loppuna, en setningin er eiginlega bara gerð svona). hún verður 23 á árinu og sagði í viðtali um daginn að ástæðan fyrir því hversu góðum tökum hún væri búin að ná í leiklistinni væri að öllum líkindum sú að hún hefði verið sjúkur lygari sem barn og því í góðri æfingu.

það náttúrlega fer ekki framhjá nokkrum manni að konan er gullfalleg.
getur verið svakalega elegant þegar á þarf að halda...
en oftast virðist hún bara vera klaufsk og brussuleg blaðrandi út í loftið án þess að hugsa nokkuð út í það hvað hún er að segja! 
sem dæmi um blaðrið í henni, þá horfði ég á nokkur youtube myndbönd með henni af rauða dreglinum rétt fyrir óskarinn. í öllum þeim klippum heyrði hún nánast ekkert sem sagt var við hana af því að hún var svo spennt yfir því að fá mcdonaldinn sinn sem mamma hennar var að sækja. blessað barnið.

æ þið vitið, horfið bara á þessi tvö hérna og sjáiði krúttið.

hahahha - ég get hana ekki. 
við erum sko bilað góðar vinkonur!

Thursday, March 14, 2013

hugsanlega er ég fimm árum á eftir, en það er nú ekki í fyrsta skipti sem slíkt gerist þannig að sjokkið er ekkert mikið.

ég var sem sagt að smakka chai latte í fyrsta sinn um helgina. ég vissi ekkert hvað þetta var og hafði aldrei heyrt á þetta minnst (nema að ég hafi heyrt það en af því að þetta hljómar eins og eitthvað of hollt og döll þá hef ég leitt það hjá mér). fyrir ykkur sem ekki vitið hvað chai latte er þá get ég sko sagt ykkur það (geri ekki ráð fyrir því að margir sitji núna spenntir, því allir sem ég hef talað við gapa og segja "omg, hefurðu aldrei smakkað chai latte. dagný mín, keep up with the program" eða eitthvað svoleiðis. en allavega). þessi drykkur á rætur sínar að rekja til indlands og í honum er allt sem er gott í heiminum. ég sá innihaldslýsingu á veggspjaldi á kaffihúsinu og ég byrjaði að slefa. öllu gríni slepptu þá fór allt á fullt í munninum á mér. í þessu er sem sagt;
heitt te krydda með
kardimommur - gott
anís - gott!
lakkrísrót - gott
kanil - mjög gott (nema fyrir barry greyið. fyrir honum er kanil frá helvíti komið)
og að sjálfsögðu, toppurinn á ísjakanum, engifer - best.

hólímólí, smakkiði þetta. fyrir þá sem vilja sæta þetta upp er hægt að láta setja sýróp en það vil ég alls ekki. ég vil þetta sterkt! 

þið þrjú sem eruð þau einu á landinum sem ekki hafið fengið ykkur (miðað við viðbrögðin sem ég fékk), smakkiði. 

Friday, March 1, 2013

það verður seint sagt að ég sé fyrirferðarlítil. að hluta til af því að ég tala alveg óskaplega mikið og hlæ þeim mun hærra, en líka af því að ég er klaufi og brussa sem hefur ekki hugmynd um hvernig á að mála sig eða plokka augabrúnir. það er ekkert svona elegant yfirbragð eða þokkafullar hreyfingar. en það er sko allt í lagi, ég er bara ekki svoleiðis og líður alveg hreint ágætlega með það. það væri örugglega eins og að sjá hund í hælaskóm ef ég myndi reyna að dama-mig sérstaklega mikið upp. helga frænka á reyndar hrós skilið, hún hefur náð töluverðum árangri á því sviði þannig að í staðin fyrir að vera 100% þumbi kann ég mig smá.
en.
þessi læti í mér eru til staðar allan sólahringinn, ekki bara á meðan ég vaki og er með meðvitund. lengi vel hef ég gníst tönnum og sef þess vegna með mjög flatterandi góm. þegar ég var unglingur þá söng ég... eða gólaði öllu heldur upp úr svefni. mömmu fannst þetta voða spaugilegt, ég þakka bara fyrir að ég hafi verið sofandi og því ekki þurft að hlusta á sjálfan mig. ég hreyfi mig bilað í svefni og ég hef aldrei upplifað það að ég vakni í sömu stellingu og ég sofnaði í. aldrei. ég stel sænginni hans sjonna mjög reglulega og hendi þá minni á gólfið (allt óvart sko), stel koddanum hans, blaðra heilu sögurnar og ævintýrin, sparka í hundinn og svona mætti lengi telja. (hann sefur stundum til fóta, flóki sko, og eina nóttina vaknaði ég (og hann greyið) við það að ég þrumaði honum fram úr eins og fótbolta. aumingja dýrið svaf í búrinu það sem eftir lifði nætur). 
síðustu nótt sló ég þó persónulegt met. mér var ferlega heitt og var búin að snúa mér þvert í rúminu. vaknaði með hausinn á belgnum á sjonna og hvar haldiði að lappirnar á mér hafi verið. jú, í gluggakistunni! ég hef örugglega legið svona í dágóða stund því að tærnar á mér voru alls ekki heitar þegar ég rankaði við mér. ó sei sei nei, það voru þær ekki. en mér var að minnsta kosti ekki lengur svo viðbjóðslega heitt að mig langaði að fara úr skinninu mínu.

nú erum við örugglega öll að hugsa nákvæmlega það sama.
aha - það kann vel að vera að hún sé brussa bæði nótt og dag en hún er líka úrræðagóð allan sólahringinn!