þetta hjólastand hefur alltaf verið svona svolítil friðarstund (eða á þeim dögum sem ég nenni aksjúallí að hjóla). ró og næði og ekkert nema rigning í andlitið og skítugar buxur.
en þetta er aldeilis ekki svona þegar ég tek mig til og fer í skólann héðan úr hraunteignum, annað en lífið í úthverfunum.
mikilvægasti þátturinn í þessu öllu er náttúrlega sá að hér er bara ekki gert ráð fyrir hjólandi fólki og ef það er á annað borð gert þá hunsa það allir.
fólki finnst ég fyrir á gangstéttinni og ökumönnum finnst ég fyrir á götunni. ef ég er á gangstéttinni þá þarf ég alltaf að vera að stoppa til þess að koma mér upp og niður risastóra kantsteina (sem er óóóþolandi því að allt skóladótið er í körfunni!) og ef ég er á götunni þá er ég í lífshættu.
bara í dag var ég næstum því keyrð niður, tvisvar. í bæði skiptin var ég á gangstéttinni því ég taldi það hættulausara en nú er ég farin að efast um það.
þvílíkt og annað eins brjálæði.
ég viðurkenni að ég pældi ekkert í þessu fyrir nokkrum árum og kannski gerir fólk það ekkert sérstaklega, en fer maður samt ekki alltaf varlega?
maður hefði haldið það...
á jólagjafalistanum í ár er þess vegna þetta:
hjálmur sem að er stór og góður og kæmi þannig í veg fyrir hræðilegt slys.
snoturt vesti.
hlífar fyrir hina ýmsu líkamsparta.
og kannski þessi, bara til að vera alveg viss.
ha? finnst ykkur ég ekki vera með gott jafnaðargeð?
ég skil það nú ekki.
Ó mæ lord, eins og talað út úr mínu lífhrædda hjólreiðaelskandi hjarta. Mikið vildi ég að fólk gæti bara drullast til að kunna umferðarreglurnar, a.m.k. svona meðan engir hjólastígar eru til nema í saltvindinum við sjóinn. Hvenær urðu öll græn ljós beygjuljós líka og breyttu græna kallinum í "drífðu þig eða deyðu, þú átt aldrei réttinn-kallinn"? Btw, sá bíl fara öfugan hring á hringtorgi um daginn. Allir aðrir þurftu að bakka. Það kom piss á hnakkinn minn af hlátri.
ReplyDeleteHAHAHA!
ReplyDeleteþetta er náttúrlega ekki hægt.
mamma keyrði einu sinni öfugan hring. það var ógeðslega fyndið. en reyndar á akureyri á meðan það var engin umferð og enginn þurfti að bakka. samt!