Monday, November 7, 2011

síðast þegar ég skrifaði þá var planið að girða sig, spýta í lófana og vera duglegri. 
jáááh, það hefur ekki beint gengið eftir en hins vegar ákváðum við hjónaleysin að flytja. 
nú eigum við heima í laugardalnum og ég get hjólað allt sem ég vil. tekur mig jafn langan tíma að hjóla eins og að taka strætó í skólann. það alveg hreint bætir skapið endalaust og svo er ég líka með heitan pott í garðinum! (laugardalslaugin er hinu megin við götuna, þannig að þetta er nánast satt).
ég er líka með gluggakistur, sem er eitthvað sem ég hef ekki átt síðan í hrísalundinum fyrir fjöldamörgum árum og ég get sagt ykkur það að gluggakistur eru vanmetið fyrirbæri. þarf helst að gera mér sérferð í ikea og kaupa eitthvað fínerí í þær svo það sé öruggt að þær fái að njóta sín. og þvílíkt frelsi að vera með svona stóra glugga, sem snúa ekki bara beint upp í loft eins og í danmörku. 
það er líka búrskápur í nýju holunni, sem er það stór að ég get notað hann í feluleik. (með því að tæma hann og þar með væri staðurinn kannski frekar augljós... en ég kæmist inn í hann).
fataskápur, annar fataskápur fataskápur og leynihólf.


þetta var svona stiklað á stóru varðandi kosti þess að vera komin á nýjan stað.
bílskúrinn var fínn, en þetta er bara betra.


en þetta með skólann, best að einbeita sér að því.
haha og þessi mynd er líka til að bæta mánudaginn. ég er næstum því svona glöð með nýja pleisið.



4 comments:

  1. Knús á þig og til hamingju með nýju íbúðina. Nú fer að verða verulega hættulegt í umferðinni í 101 og 105 ;)

    ReplyDelete
  2. hahaha, æðisleg mynd!

    ReplyDelete
  3. Ji, bara flutt og ég fékk ekki einusinni tækifæri á að sjá bílskúrinn! En til hamingju með flutningana ljúfan. Annars held ég að þú sért megaduglegur námsmaður, það er náttúrulega bara nauðsynlegt endrum og eins og skrifa á banana og henda poppi af svölunum. Vísindin.

    ReplyDelete