Tuesday, January 24, 2012

celebsökker, kafli 2.
ég er ekki enn búin að taka erin í sátt eftir þennan "kjóla"trylling og svo virðist sem hún vilji ekki vera pennavinur minn, það er alveg sama hvað ég reyni að skrifa henni skemmtileg og sæt bréf. aldrei fæ ég svar!


en þetta var bara smá öpdeit, því að þessi kafli á að fjalla um aðra en erin og í þetta skiptið er þetta svona 3fyrir1 tilboð - kardashian systur.
ég er ekki mikið fyrir raunveruleikasjónvarp (fyrir utan unge mødre, en það er nú líka skylduáhorf, prófiði bara að horfa á einn átt og ég lofa að þið þráið meira) en þessir guðsvoluðu þættir um kardashian fjölskylduna ná algjörlega tökum á mér! ég bara get ekki sleppt því að horfa á þetta. þau eru líka ansi mörg og töluvert mikið um að vera og því verður að passa upp á það að missa alls ekki úr. svo sá ég um daginn að elstu systurnar þrjár eru allar með sér þætti! þá var mér nú allir lokið... með þessu áframhaldi þarf ég að segja mig úr skólanum til að geta fylgst almennilega með þessu öllu saman.
en hvað um það. stúlkurnar sem um ræðir eru kourtney, kim og khloé. þær eru sjúklega fyndnar, nema kim, hún er algjör vælubossi. 


kourtney er sjúklega róleg, pínulítil og fyndin og ég held að við séum að bonda mest. hún er einmitt svona sæt (sjá myndir). kærastinn hennar er samt drulludeli og ég er alltaf að segja henni að skoða þau mál betur. ég held samt að hún sé ólétt eftir hann... aftur!




já, ég gleymdi að nefna að hún hjálpaði til við að tosa krakkann út í fæðingunni. það var allt sýnt í þættinu. hún er ofukona, sver það!

 khloé fríkar mig gjörsamlega út, hún er svo flippuð og reið alltaf. við tvær gætum aldrei átt alvöru vinkonusamband, það væri bara byggt upp á tjúllflippi og hræðslu af minni hálfu. ég er samt alveg tilbúin til þess að vera til staðar fyrir hana, því að öll slúðurblöðin tæta hana alltaf í sig og segja að hún sé feit, stór og passi ekki inn í fjölskylduna. það er ekki gott fyrir sálina! og ég, sem verðandi félagsráðgjafi, get verið til staðar. hún veit það alveg.




en hún á mann og þau virðast alltaf ógeðslega skotin, enda giftu þau sig eftir svona mánaðar samband. fyrr má nú aldeilis elska!





kim. æ ég nenni ekki einu sinni að tala um hana hún er svo boring. búin að gifta sig tvisvar og skilja jafn oft, svo er hún alltaf með drama og eins make- up. samt er hún frægust! æ þið vitið hvernig þetta er...



eins og staðan er í dag bíð ég því spennt eftir því að sjá hvort að kourtney sé í alvöru ólétt og reyni að ímynda mér hvernig það væri ef ég myndi rekast á þær úti á götu. ég færi pottþétt bara að spjalla við þær eins og vinkonur - mér líður nefninlega eins og við séum klíka. 

Saturday, January 21, 2012

vinnubúðunum er lokið og nú eru tærnar komnar upp í loft og fótboltaleikur í gangi. 




þessi yndisvinir vöknuðu snemma í morgun og æddu um gólf í stressi og rugli. nokkrum tímum síðar voru þeir báðir búnir að kynna verkefnin sín og komnir með háskólagráðu. tveir nýútskrifaðir byggingafræðingar fagna því í húsinu á horninu, brosandi út að eyrum. svolítið eins og krúttlegt kærustupar.


ég er svo stolt af þeim báðum að ég gæti kafnað. 
myndin af þeim er kannski apaleg en þeir stóðu sig báðir með prýði og sigurjón er alls ekki jafn reiður og hann virkar hér að ofan. hver getur verið reiður eftir að hafa fengið 12 í lokaprófi?
kveðja, malli montrass.

Wednesday, January 18, 2012

celebsökker, kafli 1.
mér finnst ekki þægilegt að viðurkenna þetta en ég er algjör drós þegar kemur að hollywood. ég fylgist sjúklega mikið með þessu fólki og langar ógeðslega að prófa að lifa þessu lífi, þó það væri ekki nema ein vika. svo les ég glás af viðtölum og reyni að pikka út hluti sem ég get gert eins og uppáhaldsstjarnan mín. þess vegna fór ég í pilates á tímabili... af því að einhver í hollywood gerði það. ég borðaði líka möndlur í fyrra, glás af þeim, af því að kardashian systur fá sér þannig í snakk. 
já, ég er 25 ára.
já, ég er í háskóla.
já, ég ætti að vita betur!
en...
erin wasson hefur lengi verið í uppáhaldi. hún er sjúkleg sæt, sjúklega svöl og að gera helling. (eða svona... miðað við marga). mig langar í alvöru að við séum vinkonur því ég held að hún sé ferlega skemmtileg!


þessa mynd er ég t.d. búin að vera með í tölvunni í svona tvö ár - bara af því að þetta er hún og kjóllinn er töff.

 

hún á voðalega fína íbúð, með myndum og dóti út um allt!

 

og hún myndast fínt í svarthvítu!

en svo kom golden globes og það er sama hvað ég reyni, ég bara get ekki tekið þátt í þessu rugli. í hverju er konan? nú er erin búin að missa fyrsta sætið sitt sem uppáhaldsfyrirsætan mín og ég er svona að reyna að ákveða hver fer á toppinn... þær eru svo jafnar þessar fyrir neðan hana!
á hún engar vinkonur sem hefðu getað stoppa þetta?
ef hún til dæmis væri vinsan mína þá hefði ég ekki látið hana fara svona út. óheppin þú erin að svara aldrei ímeilunum mínum þar sem ég er að biðja þig um að vera skypevinkona mín! (djók).

verð að fara og ákveða hver fær fyrsta sætið!

Sunday, January 15, 2012

íbúum hússins á horninu fjölgaði skyndilega í síðustu viku þegar kjartan mætti til okkar í vinnubúðir. nú sitja þeir félagar í stofunni allan sólahringinn og teikna lokaverkefnin sín. það eru nokkrir dagar í skil og útskriftin er svo í lok mánaðar svo að spennan á heimilinu er þónokkur. reglulega koma upp deilur hvað varðar tónlist hússins og inn á milli hvetja þeir hvorn annan áfram. ég skil náttúrlega ekki orð af því sem þeir segja en allt snýst þetta um burðarveggi og ventilation system. 



kaffivélin er í stöðugri notkun og nágrannarnir eru farnir að koma við með kræsingar, það fer því ekkert illa um þá þó að það sé nóg að gera! í gær fórum við meira segja í mat þar sem boðið var upp á graskerspasta, sem reyndis vera hið mesta lostæti! allt er nú til.



Monday, January 9, 2012

það hafa nú nokkur skópörin verið keypt á fraukuna í gegn um tíðina. ég var mikill skóböðull sem barn og ég man að mamma reyndi ítrekað að kenna mér að fara betur með gripina. ég átti það hins vegar til að hjóla niður brekku og bremsa svona 100 metra, með því að setja fæturna í jörðina í stað þess að nota bara þar til gerðan búnað á hjólinu... foreldrunum til mikillar mæðu. með þessari aðferð náði ég nefninlega að skafa botninn undan nýju strigaskónum á mettíma.
eftir því sem ég varð eldri og þroskaðri varð endingatíminn reyndar lengri, en kröfurnar á fjölda para meiri. þetta náði hámarki eftir að ég fór að læra að ganga á hælum og gerði pabba að óformlegum stílista mínum, þá fyrst fór tískuboltinn að rúlla!
nú er svo komið að sigurjón hefur sett mér reglu - þegar nýtt par kemur inn þá fer annað út. ég reyni að sjálfsögðu alltaf að svindla og hefur tekist það ágætlega. allavega hefur ekki komið sá tími að ég þurfi að fleygja góðu pari með tárin í augunum (sjöníuþrettán). 


en þrátt fyrir allan þennan urmul af skóm er eitt par sem stendur alltaf upp úr og kemur til með að gera um ókomna tíð. það kemur aldrei í tísku og dettur þess vegna aldrei úr henni heldur. það er hægt að nota skóna í nánast allri veðrátti, en heitir sumardagar eru helsta undantekningin. þeir eru þægilegir, vatnsheldir og svartir - sem að síðast þegar ég vissi passaði við allt. þó er hægt að fá þá í ýmsum litum og munstrum. ég fór meira að segja í þeim í brúðkaup í sumar! ætlaði í fínum platformhælum en athöfnin var haldin undir berum himni og það rigndi svolítið þennan dag svo að ég sá það ekki alveg ganga. auk þess var svo dansað fram eftir nóttu í sveitaballastíl svo að parið kom að góðum notum.


ég er að sjálfsögðu að tala um túttur!
ef þið eigið ekki par nú þegar þá mæli ég með því að þið kaupið ykkur eitt. túttupar kostar heldur ekkert rosalega mikið.


Friday, January 6, 2012

þann tíma sem við bjuggum úti í danmörku vorum við bíllaus. áttum bæði hjól en sigurjóni leiddist að nota sitt og strætókerfið í bænum okkar var ekkert æðislegt og því löbbuðum við ótrúlega mikið... eiginlega bara út um allt!
við löbbuðum í búðina og aftur heim með innkaupapokana. við löbbuðum og náðum í pizzurnar sem við pöntuðum (nema þegar það var heimsending, við erum ekki algjörir lúðar). við löbbuðum þegar við fórum í heimsóknir til vina og við löbbuðum meira að segja okkur til dægrastyttingar.
bílaæðið sem ríkir á íslandi grípur mann strax við heimkomu. það er eiginlega sorglegt að horfa upp á það því að allt þetta labb var komið í vana. ég man þegar að fjölskyldan kom í heimsókn til okkar og við sögðum alltaf við hópinn "við löbbum bara, þetta er örstutt". engum nema okkur fannst þetta örstutt, enda var alltaf um töluverðan spotta að ræða. en þegar búið er að venja sig á þennan ferðamáta og gera ráð fyrir því að það taki aðeins lengri tíma að komast frá a til b þá er þetta leikur einn.

í dag tókum við smá danskt þema og löbbuðum þangað sem þurfti að fara í dag. vorum eins og lúðar í gönguskóm með trefla en þetta var ótrúlega frískandi. ég meira að segja sá draumahúsið mitt, sem ég verð að eignast, en hefði aldreið rekið augun í ef ekki hefði verið fyrir labbitúrinn! (ef ég eignast ekki nákvæmlega þetta hús þá læt ég bara sigurjón byggja þannig. vúhú!).

við heimkomu ákvað ég setja mér það markmið að labba meira, hvort sem það er í einhverjum erindagjörðum eða bara til að hressa mig við.

til hvers að kaupa sér sjúklega dýr líkamsræktarkort þegar hægt er að ganga á milli staða? í alvöru!

löbbum!

Monday, January 2, 2012

ég er alls ekki jólabarn og gæti frekar verið flokkuð sem skröggur ef út í það er farið.
mér leiðist jólagjafakaupin, tilgerðin og stressið. fólk er á þönum fram á síðustu mínútu og allt þarf að vera samkvæmt samfélagsins reglum, ekkert endilega af því að það er skemmtilegt heldur bara af því að "allir hinir segja það". mér finnst alls ekki nógu mikið pláss fyrir hamingju og rólegheit í öllu þessu amstri...
hins vegar er ég oftast með fjölskyldunni minni þessa daga (sem eru tiltölulega róleg og óstressuð sem betur fer) og það finnst mér yndislegt. það er fátt betra en að fara heim til mor&far í nokkra daga í algjört afslappelsi og át. þessi jól voru sérstaklega skemmtileg þar sem að við systkinin vorum öll heima og mamma í fríi. það er ekki oft sem að það gerist núorðið og ég kvarta því ekki!



stoppið var því miður stutt og þriðja í jólum var haldið aftur heim í húsið á horninu. 
í fyrsta sinn hélt ég áramót í reykjavík og varð ekki fyrir vonbrigðum, enda áramótabarn sem elskar hattaþema. við hjónaleysin elduðum, skáluðum og fögnuðum nýju ári með góðum vinum og áttum hinn notalegasta nýársdag.



hér má sjá okkur stöllur reyna að skrifa 2012 með stjörnuljósum, að sjálfsögðu í öfuga átt og útkoman var god. þetta er bara eins og gengur og gerist!

takk fyrir árið!