Tuesday, November 15, 2011

þegar myrkrið er mætt klukkan fjögur og það er mikið að gera í skólanum þá er gott að eiga eina sex ára skádóttur sem alltaf er hægt að stóla á.
ég sunnudaginn kom hún færandi hendi með blómvönd og vel valið kerti til að óska okkur til hamingju með flutninga. betty crocker kerti (sem ég vissi ekki að væri til, en er engu að síðu sniðugt því það er mun hitaeiningaminna en kökurnar frá henni!) með úthugsaðri eplalykt. það skapar svei mér þá svolitla jólastemningu hérna í húsinu á horninu.




svo bjó hún til vinaarmband handa mér, úr rörum.
að sjálfsögðu tók ég mynd af herlegheitunum.




-


lítil útgáfa af sparidís og fáguðu fraukunni.

No comments:

Post a Comment