Monday, November 14, 2011

mikið sem það verður fínt að komast í jólafrí - ég var búin að gleyma því hvað það eru alltaf miklar tarnir í skólalífinu. 
í þessari viku er ég sem sagt að skila fjórum verkefnum og fer auk þess í eitt próf. fyrir utan það er ég byrjuð að stressa mig upp fyrir lokaprófin. ég sverð það, finn fyrir frunsunni koma sér pattaralega vel fyrir á vörinni á mér. 

en í öllu þessu amstri vel ég nú alltaf að gera eitthvað aðeins gáfulegra en að setjast bara niður og læra. ég ákvað því að prófa hot yoga!
ég hafði nú eitthvað heyrt um þessa tíma og hef meira að segja prófað einhvers konar yoga hér um árið! mér fannst fólk nú full dramatískt í lýsingum sínum og taldi þetta lítið mál. var mætt í ræktina á sunnudagsmorgni með stórt handklæði og í engum sokkum. salurinn var notalega heitur... til að liggja og slappa af. 
fattaði svo þegar líða tók á tímann og æfingarnar voru farnar að vera hraðari, að hann var 90 mínútur en ekki 60 - eins og ég hélt í upphafi. smávægilegur feill.
kennarinn talaði tungumál sem ég skildi hvorki upp né niður í og þess vegna hermdi ég bara eftir stelpunni fyrir aftan mig, sem ég sá reyndar bara þegar við vorum í einhvers konar hundastellingu. hluti æfinganna voru því svolítið frumsamdar hjá mér.
smám saman fór ég svo að fatta hvað það var í raun heitt þarna inni og ég byrjaði að svitna... og það bara hætti ekki! ég var eins og nýkomin úr sturtu, það lak af mér alls staðar! eftir svona 64 mínútur fór þetta bara að vera óþægilegt. ég gat ekki snert handklæðið, var komin með rúsínuputta og sveið í andlitið og augun af svita.
það var ekkert þurrt nálægt mér svo að ég varð bara að svitna í svitann. íhugaði samt að þurrka mér í parketið en taldi það ekki svo góða lausn, þannig að ég hætti við.
á tímabili var ég hrædd um að svitna húðinni af! ég athugaði líka flúrið nokkrum sinnum til að sjá hvort það hefði skolast í burtu!


niðurstaða þessa tíma var:
a) ég ætla aftur, því þetta var gott fyrir líkamann. sérstaklega satans bakið á mér sem er að gefa sig. 
b) 60 mínútur henta mér líklega betur. hefði átt að athuga það fyrir tíma. eftir að sá tími er liðinn verður maður bara ruglaður og svimar.
c) verð að muna að fara aldrei með maskara í þessa tíma.
d) drekka meira vatn - bæði fyrir og eftir. þegar ég kom heim var ég með hellaðan hausverk sem ég tengi náttúrlega bara við ofþornun.

svo prófaði ég líka að sjóða skartið mitt. stóð ég yfir pottum fullum af álpappír og hálsmenum. þetta var eitthvað húsó-ráð frá múttu og kannski óþarfi að taka það fram að mér mistókst. 

7 comments:

  1. ohhh, ég var búin að græja svo langt komment og svo bara fór það! en þú stóðst þig betur en ég í hot yoga. mínar fyrstu tvær tilraunir enduðu nær dauða en lífi fram á gangi eftir 20 mínútur inni! en það tókst með hjálp frá 0,75 lítra brúsa og gatorate :)
    en annars áttu að setja álpappír í skál, dass af matarsóda oná, skartgripina ofan á það og svo sjóðandi vatn-voilá!

    hot yoga baráttukveðjur
    Adda

    ReplyDelete
  2. Prófaðu kraft hot jóga! Ekki jafn óþægilega heitt og venjulegt hot jóga og maður fær harðsperrur í vöðva sem enginn vissi að væru til. Snilld. Svo tekurðu skartið, gamlan tannbursta og tannkrem og skrúbbar draslið úr volgu vatni. Einfalt og klikkar ekki - og engin hætta á bruna neins staðar ;-)

    ReplyDelete
  3. já adda. þetta er ekkert djók - maður þarf alveg að sprengja sig upp af vatni fyrir tímann til að koma í veg fyrir þetta rugl.
    ég ætla að prófa 60 mín. það er örugglega skárra en þetta.

    voðalega eru þið sjúklega klárar stelpur! með alls konar húsráð.
    þið gætuð gert bók.
    sko allt í einu fór mér samt að líða smá eins og mamma hafði sagt mér þetta með matarsódann... svo hafi ég gleymt því. en ég man það ekki!

    prófa þetta aftur í kvöld. og eignast þá vonandi fullt af "nýju" skarti.

    ReplyDelete
  4. já þetta er örugglega voðalega gott fyrir líkamann. ég ætla allavega að stefna að því að fara reglulega í tíma :)

    ég er með kort í wc og þetta er innifalið í því - þannig að ég hoppa bara yfir götuna og skelli mér í svitabað. það er mjög hentugt. annars hef ég lítið við á þessu og veit ekkert hvert best er að fara!

    ReplyDelete
  5. Það mæta þrjár týpur af körlum í hot yoga: Leim gæjar í bol, gæjar sem eru berir að ofan því þeim er viðbjóðslega heitt og gæjar sem eru berir að ofan því þeir eru rugl heitir og vita af því. Sölvi Tryggva var einmitt ber að ofan í kvöldtíma í Laugum í síðustu viku. Ekki þarf að taka fram að héðan í frá mun ég alltaf mæta í þá kvöldtíma.
    Þetta komment átti að fjalla um að það væri gaman að rekast á þig í HY einhvern tíma þar sem ég er tíður gestur bæði í Laugum og á Nesinu en einhvern veginn tóku beru mennirnir yfir...

    ReplyDelete
  6. HVAÐ ERTU AÐ SEGJA HILDIGUNNUR!!!
    ég verð að koma í kvöldtímana. verð!
    kristur hvað ég er spennt.

    ps. þar sem að þessar upplýsingar komu fram þá er mér nákvæmlega sama hvort þér þætti gaman að rekast á mig eða ekki :)
    (djók. samt ekki djók).

    ReplyDelete