Thursday, November 24, 2011

á hverju ári, í nóvember og desember, fyllast fjölmiðlar af "hvað-er-best-að-gera-fyrir-jólin" ráðum. hvernig eigum við að missa 7 kg. á 24 klukkutímum, hvaða ís er best að gera fyrir fjölskylduboðin og hvaða gjöf er skynsamlegast að kaupa þetta árið. 
hvar er best að verlsa, hvenær er best að versla, í hverju við eigum að vera og hvernig hár er mest töff. 
því miður er ég  alls kostar óhæf um að veita slíka fræðslu og því verðið þið að treysta á þau ráð sem til eru í þessum efnum. 

hins vegar get ég komið í veg fyrir að þið gerið alls konar gloríur með því að deila reynslusögum. (á elnagloz minnti ég fólk reglulega á að vera ekki í úthverfum fötum og þvo tannkremið úr andlitinu áður en það hitti ókunnuga, svo að dæmi séu nefnd).
nú er komið nýtt ráð, sem að gildir allan ársins hring:
í gær ákvað ég að brjóta upp lærdóminn með því að hreyfa mig aðeins.
nei, ég ætla að byrja á því að segja ykkur hvað ég elska að fá mér gott kaffi. ég hreinlega stenst ekki gott kaffi en ef ég er orðin mjög þyrst í það þá finnst mér uppáhellt hérna heima hreint ekki svo slæmt. í gær var svolítið þannig stemning, mig langaði sjúklega í kaffi svo ég tók mig til og hellti upp á. þegar ég svo loksins fæ kaffi þegar ástandið er svona, þá þamba ég það. ég drekk heilan, stóran bolla eins og skot! það var nákvæmlega það sem ég gerði... tvisvar. ég drakk tvo risastóra kaffibolla á ógeðslega stuttum tíma og fór svo í líkamsræktartíma.
þar var einhver svona extra hraður og erfiður tími þar sem ég reyndi ógeðslega mikið á mig (það má vera að þetta sé aðeins kryddaður kafli, en ég var samt alveg að kúka á mig) en stuttu eftir að því helvíti lauk fór mér að líða ógeðslega illa! ég rétt náði að labba heim, röfla eitthvað við útidyrahurðina og láta sigurjón hleypa mér inn (ég gat ekki náð í lyklana mína í vasanum) og svo lá ég í forstofugólfinu í hálftíma. mér var sjúklega kalt og óglatt, ég gat ekki lokað augunum því mig svimaði svo og ég hafði ekki þrek í það að klæða mig úr skónum. ég hristist líka smá. 
sigurjón bauðst til þess að gera hitt og þetta fyrir mig en endaði bara á því að taka myndir af mér. (sem ég myndi setja inn ef þær væru ekki í símanum hans, ég kann ekki á það tæki).
eftir töluverðan tíma náði ég svo áttum og gat staðið á fætur og hent mér inn í stofu. þetta leið svo hjá smám saman en ég held að við getum öll séð hættumerkin hérna. þeim er hægt að skipta í þrjá flokka:
a) ekki fara í allt of erfiða tíma í ræktinni ef þið eruð ekki í góðu líkamlegu formi. 
b) ekki (!) þamba sjúklega mikið kaffi rétt fyrir átök, nema þið óskið eftir hjartsláttartruflunum. sem mér finnst mjög ólíklegt.
c) ekki gefa maka ykkar myndasíma, það mun koma í hausinn á ykkur. 

ef þið hins vegar gerið þetta og lendið í svipuðu tremma og lýst er hér að ofan, þá skuluði bara halda ró ykkar. þetta líður hjá.

7 comments:

  1. hahahaha! ég held að þetta blogg fái titillinn besta blogg sem ég hef lesið! skuldlaust :)
    Biðst afsökunar á bróður mínum samt, þetta hlýtur að vera uppeldið...

    ReplyDelete
  2. titilinn.. eða titillinn.. kann ekki að skrifa þetta orð..

    ReplyDelete
  3. Haha, æj æj æj - þú verður að fara vel með þig =) Og mæli ekki með kaffiþambi, manni líður ekki vel af því og verður ekkert einbeittari!

    ReplyDelete
  4. a)Your current account (lindasaeberg@gmail.com) does not have access to view this page.

    þetta kom þegar ég reyndi að kommenta undir google accountinum mínum!

    b)ég pissaði aftur á mig þó ég væri að heyra þessa sögu í annað sinn!

    ReplyDelete
  5. Dagný!!!!!!! ekki drepa mig! hellti næstum yfir mig kaffinu mínu við þennan lestur LOL!!!
    ps. ég fer aaaalveg að verða gymfær á nýjan leik og get komið með í erfiðistíma eftir mikla kaffidrykkju! Hlakka mega mikið til!
    en talandi um jólahár þá er ég komin með viðurstyggilega rót og jólahlaðborð í hörpunni annað kvöld takk fyrir! krossafingur að þú verðir heimavið einhverntíma seinnipart dags svo ég geti komið og fengið jólafléttu í flókatrippið og geri Bally ekki að fífli fyrir framan collega.......

    ReplyDelete
  6. titilinn tinnuapi :)
    það er ekkert verið að spara stóru orðin - mér líkar það. takk fyrir!
    já, það er eitthvað sem útskýrir þessa undarlegu takta í manninum. uppeldið er ekki svo ólíklegt gisk, svona þegar maður horfir yfir systkinahópinn. daaaajók!

    nei ég mæli heldur ekki með kaffiþambi ástríður, ég bara geri þetta ósjálfrátt. sver fyrir það! kann mér ekki hóf.

    já linda, gleymdi ég að segja þér að ég er búin að útiloka þig frá sykuloppunni?
    samt what. hvað þýðir þetta. vill blogspot ekki að við séum internetvinir?

    línalínafína. komdu og ég skal greiða þér! anytime.

    ReplyDelete
  7. Hahaha, ég sé þetta svo vel fyrir mér. Fyrir utan það að ég veit ekki hvernig forstofan þín lítur út, þannig að ég sé hana líklegast ekki rétt fyrir mér.

    Kveðja,
    erla k(arlsdóttir).

    ReplyDelete