ég var sem sagt að smakka chai latte í fyrsta sinn um helgina. ég vissi ekkert hvað þetta var og hafði aldrei heyrt á þetta minnst (nema að ég hafi heyrt það en af því að þetta hljómar eins og eitthvað of hollt og döll þá hef ég leitt það hjá mér). fyrir ykkur sem ekki vitið hvað chai latte er þá get ég sko sagt ykkur það (geri ekki ráð fyrir því að margir sitji núna spenntir, því allir sem ég hef talað við gapa og segja "omg, hefurðu aldrei smakkað chai latte. dagný mín, keep up with the program" eða eitthvað svoleiðis. en allavega). þessi drykkur á rætur sínar að rekja til indlands og í honum er allt sem er gott í heiminum. ég sá innihaldslýsingu á veggspjaldi á kaffihúsinu og ég byrjaði að slefa. öllu gríni slepptu þá fór allt á fullt í munninum á mér. í þessu er sem sagt;
heitt te krydda með
kardimommur - gott
anís - gott!
lakkrísrót - gott
kanil - mjög gott (nema fyrir barry greyið. fyrir honum er kanil frá helvíti komið)
og að sjálfsögðu, toppurinn á ísjakanum, engifer - best.
hólímólí, smakkiði þetta. fyrir þá sem vilja sæta þetta upp er hægt að láta setja sýróp en það vil ég alls ekki. ég vil þetta sterkt!
þið þrjú sem eruð þau einu á landinum sem ekki hafið fengið ykkur (miðað við viðbrögðin sem ég fékk), smakkiði.
Sammála þér :) Þetta er mergjað. Hef nokkrum sinnum reynt að búa til sjálf í potti, með öllum þessum dásemdarkryddum sem þú taldir upp hér að ofan, bragðið verður aldrei eins fyllt og yndislegt en.... lyktin er eins :)
ReplyDeleteokei PANT prófa að gera þetta heima. aðallega samt af því að lyktin er svo góð... ég er ekkert viss um að ég nái að sulla í gott chai latte :)
Delete