það er náttúrlega ekki hemja hvað það er langt síðan ég gerði celebsökker póst. ég get allavega fullvissað ykkur um það að ástæðan fyrir því er ekki dvínandi áhugi minn á fræga fólkinu og hollywood glamúrnum. onei, þvert á móti. ætli ég hafi ekki bara verið andlaus!
en nóg um það, nú er það 4. kafli. HÉR fór ég svolítið í saumana á því hvernig ég vel mér þessa frægu vini til að skrifa um, en ég get strax sagt ykkur það að sú sem nú kemur trónir á toppnum. hún fær ekki aðeins prýðilega einkun í myndaprófinu svokallaða heldur dúxar hún á youtubeprófinu. kaldhæðnari og fyndnari hnátu er varla hægt að finna.
hún er á allra vörum þessa dagana, datt upp tröppurnar á óskarnum, hún er sæt, sjarmerandi og virkar alveg einstaklega venjuleg og sama um allt fössið sem ríkir í kringum hana. jennifer lawrence, dömur mínar og herrar (sem ég efast um að séu að lesa loppuna, en setningin er eiginlega bara gerð svona). hún verður 23 á árinu og sagði í viðtali um daginn að ástæðan fyrir því hversu góðum tökum hún væri búin að ná í leiklistinni væri að öllum líkindum sú að hún hefði verið sjúkur lygari sem barn og því í góðri æfingu.
það náttúrlega fer ekki framhjá nokkrum manni að konan er gullfalleg.
getur verið svakalega elegant þegar á þarf að halda...
en oftast virðist hún bara vera klaufsk og brussuleg blaðrandi út í loftið án þess að hugsa nokkuð út í það hvað hún er að segja!
sem dæmi um blaðrið í henni, þá horfði ég á nokkur youtube myndbönd með henni af rauða dreglinum rétt fyrir óskarinn. í öllum þeim klippum heyrði hún nánast ekkert sem sagt var við hana af því að hún var svo spennt yfir því að fá mcdonaldinn sinn sem mamma hennar var að sækja. blessað barnið.
æ þið vitið, horfið bara á þessi tvö hérna og sjáiði krúttið.
hahahha - ég get hana ekki.
við erum sko bilað góðar vinkonur!
hahaha mig langar líka að vera vinkona hennar. má ég það? Hún er fkn kúl og fyndin!!
ReplyDeleteJá venjulega hef ég lítinn áhuga á svona celeb dæmi en hún er osom! Ekki nóg með að ég vissi hver þetta var í upphafi lesturs þá var ég meira að segja líka búin að sjá þessar klippur! Og það segir allt held ég bara.
ReplyDelete